19.2.2007 | 21:48
Í hnotskurn: Neon bible - Arcade Fire [2007]
Skelfilega góð plata hjá Arcade Fire. Mér fannst The Funeral, sem kom út árið 2004, alveg frábær og átti satt best að segja ekki von á öðru eins útspili frá þessum góða flokki Kanadamanna (og kvenna). Fyrstu fjögur lög plötunnar eru að mínum dómi hreint út sagt frábær, síðan dalar þetta aðeins en aldrei þannig að gæði plötunnar dvíni. Topp eintak!
Hápunktar: Black mirror og Intervention. (hlustið hér til hægri)
Einkunn: 8.0
[myspace]
Þrjú með sama flytjandanum Kings of convenience
Þessir geðþekku Norsarar, Erlend Öye og Erik Böe, hafa verið í miklu uppáhaldi hjá mér allar götur síðan ég heyrði debjú-plötu þeirra Quiet is the new loud frá árinu 2001. Reyndar höfðu þeir árinu áður gefið út plötuna Kings of convenience hjá labelinu Kindercore, en það var ekki fyrr en að Astralwerks endurútgáfu plötuna ári síðar, undir öðru nafni og með þó nokkrum lagfæringum, að hjólin fóru að snúast.
Síðan koma þriggja ára hlé, Erlend eksperimentaði mikið með elektróníska tónlist, gaf út eina sólóplötu og DJ-aði mikið, á meðan Erik kláraði sálfræðinámið sitt. Árið 2004 kom síðan út platan Riot on an empty street sem að mínum er ekki eins góð og fyrsta platan, en góð engu að síður.
Ég veit ekki alveg stöðuna á dúettnum í dag, sá inná heimasíðu þeirra að þeir túruðu eitthvað síðasta sumar og eru að fara að spila í Mexíkó í næsta mánuði.
Lögin þrjú í spilaranum hér til hægri:
Winning a battle, losing a war (af Quiet is the new loud)
I don´t know what I can save you from (af Quiet is the new loud)
Homesick (af Riot on an empty street)
[myspace] [youtube myndband við Toxic girl]
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2007 | 21:37
Nokkur lifandi myndbönd
Ef það er eitthvað band sem ég hefði verið til í að sjá á tónleikum á upphafi 8. áratugarins, þá er það Emerson, Lake & Palmer. Lagið hér fyrir ofan er af fyrstu breiðskífu sveitarinnar, "ELP" sem kom út í nóvember 1970 og hitti um leið beint í mark. Í laginu "Knife edge" munar Keith Emerson, hljómborðsleikara, ekkert um það að spila á tvö orgel (standandi í miðjunni), svo ekki sé minnst á í lokin þegar hann hallar orgelinu og spilar á það á hvolfi! Þetta er alvöru.
Og meira af góðum tónleikaböndum - Sigur Rós eru með þeim betri á tónleikum, allavega er ein af mínum allra bestu tónleikaupplifunum á tónleikum með þeim. Hér fyrir ofan má sjá þá, ásamt fríðu föruneyti, spila "Hoppípolla" í þætti hins virta sjónvarpsmanns Jools Holland á BBC.
Og svona rétta í lokin... höldum okkur samt við þátt Jools Holland - hér er Elliott Smith heitinn með eitt af mínum allra uppáhalds, "Waltz #2 (XO)". Frábær tónlistarmaður hér á ferðinni, segja má reyndar að kvikmyndagerðarmaðurinn Gus Van Sant hafi verið ákveðinn vendipunktur í ferli Elliotts. Van Sant var mikill aðdáandi kappans og vildi því ólmur fá að nota tónlist hans í kvikmynd sinni "Good Will Hunting" árið 1997. Eftir það var ekki aftur snúið, Elliott fór frá því að vera neðanjarðar indí-hundur til þess að vera meginstraums almannaeign. Elliott fékk Óskarstilnefningu fyrir lagið "Miss Misery" en vann ekki. Eins og flestir vita þá tók Elliott Smith sitt eigið líf í októbermánuði 2003.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.2.2007 | 09:12
Stöðvið riddaraliðið
Svarið var auðvitað "Stop the cavalry" með Jona Lewie og kom það út fyrir jólin 1980. Án þess að fara mikið út í sögu lagsins þá er kannski hvað athyglisverðast við það að þetta átti alls ekki að vera jólalag, þó það sé aðallega spilað nú til dags í kringum hátíðarnar (aðallega í UK).
Lagið er blanda af anti-stríðsáróðri, jólastemmningu og blásarafjöri - en aðal ástæða þess að lagið er spilað grimmt hver einustu jól er setningin: "I wish I was at home, for Christmas" og auðvitað jólabjöllurnar.
Jona Lewie lifir góðu lífi í dag á "stefgjöldunum" sem streyma inn um lúguna eftir hverja jólahátíð.
Jona er auðvitað með myspace-síðu, eins og allir tónlistarmenn nú til dags.
Aldrei að vita nema að maður skelli inn nýrri getraun á næstunni.
Í hnotskurn: A weekend in the city - Bloc Party [2007]
Ég var einn af þeim sem "fílaði" ekki frumraun Bloc Party frá árinu 2005 og því var ég nokkuð spenntur fyrir því að gefa bandinu annað tækifæri með þessari nýju plötu. Platan er allt annað en auðveld að melta en á móti kemur að hún er miklu heilsteyptari en sú fyrri. Það er minna af diskó-rokki en fyrr, lögin eru flóknari en skilja miklu meira eftir sig. Fínasta eintak.
Hápunktar: "The Prayer" og "Waiting for the 7.18" (hlustið á lögin hér til hægri->)
Einkunn: 7.5
Einn klassíker í lokin.....
Ætli "Subterranean Homesick Blues" með Bob Dylan sé ekki fyrsta rapplag tónlistarsögunnar? Hvað er hann að gera annað en að rappa í þessu lagi? Fyrir áhugasama, hér er listinn yfir spjöldin sem Dylan notar í myndbandinu, skemmtilegt að spjöldin passa ekki öll við textann, t.d. rappar hann "11 dollar bills"í laginu en á spjaldinu stendur "20 dollar bills".
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2007 | 21:07
Eins smells undur - Napoleon XIV
Ég hef allt haft einstaklega gaman að fyrirbærinu "One hit wonder", eða eins smells undur. Það er af ýmsu að taka í þeim efnisflokki en eitt af mínum uppáhalds kom út árið 1966 og heitir "They´re coming to take me away, ha-haaa" og flytjandinn kallaði sig Napoleon XIV. Hlustaðu á lagið í spilaranum hér til hægri ->
Napoleon XIV heitir réttu nafni Jerry Samuels og var bara venjulegur tæknimaður í Associated Recording-hljóðverinu í New York. Hann hafði samið einn og einn popp-síngul fyrir raulara eins og Sammy Davis Jr. og Johnny Ray, jú ásamt að gefa sjálfur út eigið efni.. en án þess að fólk tæki mikið eftir því.
Hugmyndin að laginu var að gerjast í hausnum hans í smá tíma þar til að hann lét til skarar skríða, fékk nokkra góða vini til þess að hjálpa sér við innspilunina á nóttinni, þ.e.a.s. eftir að venjulegum vinnudegi lauk. Innspilunin var þó ekki flókin: trommur, hristur, klapp, sírenur og söngur. Þetta tók þó allt í allt 9 mánuði að klára.
Lagið kom út eins og áður sagði árið 1966 og varð strax mjög vinsælt, enda mjög svo óvenjulegt lag á ferðinni. Þetta gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig, venjan er að þegar lög koma út þá eru þau bundin höfundarétti. Sem þýðir að hver sem er getur gert kópíu af laginu án leyfis höfundar, bara ef borgað er svo kallað "royalty" (þóknun). Lagið var hins vegar ekki skráð sem lag, heldur sem fyrirlestur og því heyrði það ekki undir hin venjulegu lög um höfundarétt. Önnur plötufyrirtæki máttu því ekki kópera lagið nema með leyfi höfundar.
Þetta olli nokkru fjaðrafoki og varð til þess að margar útvarpsstöðvar hættu að spila lagið. En aðeins um lagið sjálft - það hafa margir velt fyrir sér textanum og er hann augljóslega um einhvern sem er að díla við geðveiki. Í fyrstu var talið að textinn fjallaði um samband geðveika mannsins og elskuhuga en síðar kom í ljós, að þetta var um mann og hund! Eitt versa lagsins styður þá kenningu:
Well, you just wait
They´ll get you yet
And when they do
They´ll put you in the ASPCA, you mangy mutt!
ASPCA er skammstöfun fyrir American Society for the Prevention of Cruelty to Animals.
B-hliðin á þessum síngli hét því óþjála nafni "!Aaah-aH yawA eM ekaT oT gnimoC er'yehT", en eins og glöggir lesendur sjá þá er þetta nafnið á lagi A-hliðarinnar aftur á bak. Jerry lét sér ekki nægja að hafa nafnið aftur á bak, heldur var lagið á B-hliðinni, A-hliðar lagið spilað aftur á bak! Jerry lét ekki þar við sitja, nafn flytjandans á B-hliðinni var VIX noelopaN, já rétt hjá þér, Napoleon XIV aftur á bak.
Jerry Samuels rekur í dag umboðsskrifstofu fyrir "talenta" í Delaware Valley í Bandaríkjunum.
Smá getraun
Í spilaranum hér til hægri er lag merkt xxxxx - xxxxx. Flytjandinn getur flokkast undir að vera eins smells undur - ég spyr einfaldlega: hvað heitir lagið, hver flytur og hvaða ár erum við að tala um?
Svarið í athugasemdadálkinn takk.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.2.2007 | 08:51
Smá íslenskt
Hjaltalín
Sá þessa hljómsveit fyrst að mig minnir í Kastljósinu á síðasta ári er þau fluttu lagið "The trees don´t like the smoke", eða var það kannski hjá Jóni Ólafs? Allavega þá sást greinilega að þetta var mjög metnaðarfullt hjá þessum stóra og fríða hópi. Síðan komu þau fram í þætti Jóns Ólafs fyrir tveimur vikum síðan og fluttu lagið "Margt að ugga", sem var alveg frábært.
Ég veit eiginlega ekkert um þessa sveit, heyrði í viðtali við þau að þau kynntust í MH og í tónlistarskólanum. Bendi á að þau spiluðu "live" í Popplandi núna á föstudaginn var og þar má heyra lögin tvö sem ég nefndi hér að ofan auk tveggja annarra. Ég er með eitt lag í spilaranum hér til hægri: "The trees don´t like the smoke", tékkið á því.
Þau eru víst að vinna að plötu þessa dagana, 6-7 laga kvikindi, hlakka til að heyra hana. Klárlega ein af bjartari vonum íslenska poppsins í dag.
[myspace] [live í Popplandi]
Ultra Mega Techno Bandið Stefán
Þetta er svo skemmtilega hallærislegt að þetta er eiginlega bara frábært! Hvernig hljómaði þetta?
Það er eitthvað við þessa stráka sem ég er að fíla í tætlur. Eins og ég á erfitt með að trúa að þeim sé alvara þá er þetta í senn rosalega sannfærandi evró-teknó-popp hjá þeim. Þeir tóku lagið "Cockpitter" live í Kastljósinu á síðasta ári og er þetta, að mínum dómi, eitt það magnaðasta sem ég hef séð í þeim ágæta þætti.
Í spilaranum hér til hægri getur þú hlustað á lagið "Crazy" en þetta er live-upptaka.
[myspace] [viðtal í Kastljósi]
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.2.2007 | 08:43
U2, CYHSY og Menomena
Windows in the skies
Þetta myndband með U2, "Windows in the skies" er virkilega skemmtilega gert tónlistarmyndband, þarna sjáum við ca. 100 myndbrot af frægu tónlistarfólki sem að á einn eða annan hátt hefur haft áhrif á tónlistsöguna. "Plottið" í myndbandinu er að annað hvort passar varahreyfing tónlistarmannanna fullkomalega við texta lagsins eða þá að hreyfingar þeirra passa við lagið. Hef heyrt af því að hinir hörðustu hafi reynt að gera lista yfir þá sem birtast í þessu myndbandi! Ef að þú ert svo klikkaður, lesandi góður, þá máttu endilega deila þínum lista með okkur.
Annars er þetta snilldarlega gert myndband hjá Gary Koepke.
Í hnotskurn: Some loud thunder - Clap Your Hands Say Yeah [2007]
Það hafa margir beðið í mikilli eftirvæntingu eftir plötu númer tvö frá CYHSY, einfaldlega vegna þess að fyrsta plata þeirra, frá árinu 2005, var svo rosalega fersk og ný. Sem betur fer tókst CYHSY-mönnum að þróa stíl sinn á milli platnanna, því nýja platan er alls ekki týpískt framhald af fyrstu plötunni. Það er samt ekki þannig að CYSHY séu búnir að finna sér nýjan stíl, þvert á móti, þeim hefur tekist það sem svo mörgum öðrum mistekst, að gera góða plötu nr. 2! Þetta band þorir að "eksperimenta", og því fagna ég.
Hápunktar: "Satan said dance" og "Emily Jean Stock". (hlustið í tónlistarspilaranum hér til hægri)
Einkunn: 8.0
[myspace]
Í hnotskurn: Friend and Foe - Menomena [2007]
Þetta er þriðja plata tríósins frá Portland í USA, játa það strax að ég hef ekki heyrt fyrstu tvær plöturnar og því get ég ekkert tjáð mig um þróun eða framfarir bandsins. Platan "Friend and Foe" er hins vegar skemmtilegt ferðalag í gegnum tilraunaeldhús drengjanna sem hafa búið til sitt eigið tölvuprógram sem "lúppar" hljóðfæraleik þeirra þar til það myndar eina heild. Mikil sköpunargleði og skemmtilega útfærðar hugmyndir í nánast hverju lagi. Fínasta plata.
Hápunktar: "Wet and rusting" og "Rotten hell". (hlustið í tónlistarspilaranum hér til hægri)
Einkunn: 7.0
[myspace]
Tónlist | Breytt s.d. kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2007 | 14:44
Þrjú með sama flytjandanum: Skakkamanage
Íslenska sveitin Skakkamanage flokkast örugglega undir þá skilgreiningu að spila krúttlega tónlist. Ég get alveg falllist á það, en tónlistin er meira en bara krúttleg. Fyrsta plata þeirra "Lab of love" kom út á síðasta ári og er bara þónokkuð góð, auðvitað ekki gallalaus.
Sveitin var stofnuð árið 2003 af hjónakornunum Svavari og Berglindi en í dag eru þau víst fimm. David Fricke, ritstjóri Rolling Stone, lýsir kannski best sveitinni með sínum orðum:
"Skakkamanage, originally a naïve-pop trio, now a bigger band with a better grip on its Belle and Sebastian ambitions..."
Skakkamanage minnir óneitanlega á B&S en það er einhvern veginn meiri melankólía og tregi í Skakka. Einnig er eitthvað voðalega heillandi við maður/kona eltingarleikinn í söngnum. Eins og áður sagði er platan ekki gallalaus, krúttmetið er stundum of mikið og "artífartí"-leikinn stundum of mikill - en spilamennskan er góð og nokkur mjög góð lög á þessari plötu. Mæli með þessu bandi.
Lögin þrjú með Skakkamanage hér í tónlistarspilaranum til hægri eru öll af plötunni "Lab of love" sem ætti að fást í öllum betri hljómplötuverslunum landsins. Lögin eru:
- Flames of fire
- None smoker (nældu þér í lagið hér)
- Walk with me (nældu þér í lagið hér)
[Skakkamanage á Myspace] [Heimasíða Skakkamanage]
Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.1.2007 | 21:44
Vel heppnaðar endurgerðir
Það getur eiginlega hvaða tónlistarmaður sem er tekið lag, sem áður hefur komið út, og spilað það nokkuð eins og upprunulega útgáfan er. Mér hefur fundist það, í flestum tilvikum, vera algjörlega tilgangslaust. Þarna erum við að tala um "cover".
Svo eru aðrir sem taka áður útgefið lag og gera það að sínu, þ.e.a.s. breyta því (innan skynsamlegs ramma) og túlka það á sinn hátt. Það er svokallað "remake", eða á góðri íslensku endurgerð. Það eru til mörg virkilega góð dæmi um þetta og dettur mér strax tvö í hug:
"Let´s dance" með David Bowie og síðar M Ward
Lagið Let´s dance kom út á samnefndri plötu með David Bowie árið 1983. Ég hef aldrei sérstaklega fílað þetta lag, allavega ekki í póst-diskó fíling Bowie. Nákvæmlega 20 árum síðar gefur M Ward út sína aðra plötu, "Transfiguration of Vincent" og þar er hans útgáfa af "Let´s dance". Þarna erum við að tala um þvílíka umbreytingu, fyrst þegar ég heyrði útgáfu M Ward þá var það ekki fyrr en lagið var að verða hálfnað að ég fattaði að þetta var "Let´s dance". Virkilega magnað.
Hlustið á útgáfu M Ward í tónlistarspilaranum hér til hægri -->
Let´s dance með M Ward, live upptaka [youtube]
Let´s dance með David Bowie, myndband [youtube]
M Ward [myspace] (þar er m.a. hægt að heyra útgáfu hans af "Girl from the north country", gamalt Bob Dylan lag.
"Mad World" med Tears for fears og síðar Gary Jules
Ég var rosalegur Tears for fears-maður í gamla daga, lög eins og "Shout" og "Sowing the seeds of love" voru í miklu uppáhaldi sem og auðvitað "Mad world". Lagið er frá árinu 1983 af plötunni "The Hurting". Gary nokkur Jules gerði svo sína útgáfu af laginu árið 2004. Gary Jules er frá San Diego og strögglaði í nokkur ár með hinum ýmsum hljómsveitum áður en hann samdi við plötuútgefandann A&M. Þeir gáfu út hans fyrstu plötu árið 1998, "Greetings from the side", hún fékk fína dóma en útgefandinn sinnti Gary ekki nóg og ekkert varð úr. A&M sparkaði Gary og fjórum árum síðar gaf hann sjálfur út plötuna "Trading snakeoil for wolftickets". Platan fékk fínar viðtökur en það var eiginlega ekki fyrr en árið 2004, þegar útgáfa hans af "Mad World" hljómaði í kvikmyndinni "Donnie Darko" að hann fékk almennilega athygli.
Þetta er gott dæmi um hvernig á að gera gamalt lag að sínu eigin. Hlustið á útgáfu Gary Jules í tónlistarspilaranum hér til hægri -->
Mad World með Gary Jules, myndband [youtube]
Mad World með Tears for fears, myndband [youtube]
Gary Jules [myspace]
Og eitt að lokum....
.... bara ef þið sáuð þetta ekki á sínum tíma. Ég var gjörsamlega orðlaus þegar ég sá gítarsólóið hans Prince, einhvern átti ég ekki von á þessu frá honum. (Ef þið nennið ekki að bíða, spólið þá á ca. 3:30). Vá hvað hann lét gítarinn "væla".
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2007 | 09:16
Flassbakk
Marian Gold og félagar í Alphaville með "Forever young". Klárlega ein af perlum 9. áratugarsins. Frá árinu 1984 í Berlín bregðum við okkur til ársins 1988 í Munchen:
Hljómsveitin Freiheit með lagið "Keeping the dream alive", ég hélt á sínum tíma að þetta væri lag með Paul McCartney enda er rödd söngvarans í hans stíl sem og raddsetningarnar í laginu.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2007 | 13:31
Helgarflétta
CYHSY
Það eru eflaust margir sem bíða spenntir eftir nýju plötu CYHSY (Clap your hands say yeah) en hún á víst að koma út í loka þessa mánaðar. Á myspace-síðu sveitarinnar er hægt að "streyma" nýju plötunni, "Some loud thunder", eins og hún leggur sig - þetta er auðvitað ekki eins og að hlusta á plötuna sjálfa en engu að síður ágætis "tíser". Ég bíð með að dæma plötuna þar til að ég hlusta á alvöru eintak. [Myspace]
Something in the air
Þetta lag er eitt af mínum allra uppáhalds frá 7. áratugi síðustu aldar. Lagið kom út á fyrstu og síðustu plötu hljómsveitarinnar Thunderclap Newman, pródúseruð af Pete Thownsend úr Who, "Hollywood dream" er þokkalegt cult í dag, svokallað "collectors item" - tónlistarspekúlantar eru ennþá að klóra sér í hausnum yfir því að platan komst ekki inná topp 100 í USA hvað þá að komast ofarlega á lista í UK! Skerandi rödd John Keen og pöbbalegt píanóspil Andy Newman gera þetta lag svo yndislegt, klárlega ein af perlum rokksögunnar.
Seabear
Sindri heitir kappinn, kallar sig Seabear. Þetta er ég að fíla og hef beðið spenntur í þó nokkuð langan tíma eftir fyrstu plötunni. Fyrsta breiðskífa hans (réttara sagt þeirra, þau eru víst oftast þrjú þessa dagana) er væntanleg á næstunni og er það þýska Morr Music sem gefur út. Benni Hemm Hemm er einnig "signaður" hjá þeirri útgáfu.
Áður gaf Seabear út EP-plötuna "Singing Arc" að mig minnir árið 2005. Kom sterk inn það árið. Athyglisvert viðtal við Sindra (Seabear) í Hlaupanótunni á Rás1, þar er spjallað um tónlistina sem og spilað þó nokkuð af efni - tæp klukkustund af góðu efni. [viðtal og lög á Rás1]
Á rokk.is er hægt að hlusta og hala niður fullt af lögum með Seabear. Mæli líka með [myspace].
Þrjú með sama flytjandanum - Ian Brown
Var að komast yfir The Greatest með Ian Brown núna um daginn. Ég hef alltaf verið nokkuð hrifinn af þeim tónlistarmanni, hlustaði svo sem ekkert óheyrilega mikið á Stone Roses í gamla daga en féll fyrst fyrir kappanum þegar ég heyrði plötuna Music of the spheres sem er í alla staði mikil snilld. Safnplatan The Greatest er frá árinu 2005 og þar er urmull af góðu efni.
Í tónlistarspilaranum hér til hægri getið þið hlustað á:
- Corpses in their mouths (af Unfinished monkeybusiness)
- Dolphins were monkeys (af Golden greats)
- F.E.A.R. (af Music for the spheres)
Viltu freista þess að næla þér í plötuna?
[hlekkur] http://www.the204.com/backup/Ian_Brown.zip
Tónlist | Breytt s.d. kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar