Leita í fréttum mbl.is

Nokkur lifandi myndbönd


Ef það er eitthvað band sem ég hefði verið til í að sjá á tónleikum á upphafi 8. áratugarins, þá er það Emerson, Lake & Palmer. Lagið hér fyrir ofan er af fyrstu breiðskífu sveitarinnar, "ELP" sem kom út í nóvember 1970 og hitti um leið beint í mark. Í laginu "Knife edge" munar Keith Emerson, hljómborðsleikara, ekkert um það að spila á tvö orgel (standandi í miðjunni), svo ekki sé minnst á í lokin þegar hann hallar orgelinu og spilar á það á hvolfi! Þetta er alvöru.


Og meira af góðum tónleikaböndum - Sigur Rós eru með þeim betri á tónleikum, allavega er ein af mínum allra bestu tónleikaupplifunum á tónleikum með þeim. Hér fyrir ofan má sjá þá, ásamt fríðu föruneyti, spila "Hoppípolla" í þætti hins virta sjónvarpsmanns Jools Holland á BBC.


Og svona rétta í lokin... höldum okkur samt við þátt Jools Holland - hér er Elliott Smith heitinn með eitt af mínum allra uppáhalds, "Waltz #2 (XO)". Frábær tónlistarmaður hér á ferðinni, segja má reyndar að kvikmyndagerðarmaðurinn Gus Van Sant hafi verið ákveðinn vendipunktur í ferli Elliotts. Van Sant var mikill aðdáandi kappans og vildi því ólmur fá að nota tónlist hans í kvikmynd sinni "Good Will Hunting" árið 1997. Eftir það var ekki aftur snúið, Elliott fór frá því að vera neðanjarðar indí-hundur til þess að vera meginstraums almannaeign. Elliott fékk Óskarstilnefningu fyrir lagið "Miss Misery" en vann ekki. Eins og flestir vita þá tók Elliott Smith sitt eigið líf í októbermánuði 2003.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Langar til að benda þér á tilraun We Are Scientists í að spila Hoppípolla í útvarpsþætti BBC

http://hypem.com/track/189244

Það eru skiptar skoðanir á því hvernig þetta gekk hjá þeim

Sigtryggur (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 22:07

2 Smámynd: My Music

Já ég var búinn að heyra þetta einhvern tímann. Ég hef nokkuð gaman að þessari útgáfu þeirra, það má reyndar deila um hversu vel þetta er gert, til dæmis er gítarspilið frekar "heimilislegt" - en það er létt yfir þessu hjá þeim.

My Music, 23.2.2007 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 685

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband