Leita í fréttum mbl.is

Eins smells undur - Napoleon XIV

Ég hef allt haft einstaklega gaman að fyrirbærinu "One hit wonder", eða eins smells undur. Það er af ýmsu að taka í þeim efnisflokki en eitt af mínum uppáhalds kom út árið 1966 og heitir "They´re coming to take me away, ha-haaa" og flytjandinn kallaði sig Napoleon XIV. Hlustaðu á lagið í spilaranum hér til hægri ->

Napoleon XIV heitir réttu nafni Jerry Samuels og var bara venjulegur tæknimaður í Associated Recording-hljóðverinu í New York. Hann hafði samið einn og einn popp-síngul fyrir raulara eins og Sammy Davis Jr. og Johnny Ray, jú ásamt að gefa sjálfur út eigið efni.. en án þess að fólk tæki mikið eftir því.

Hugmyndin að laginu var að gerjast í hausnum hans í smá tíma þar til að hann lét til skarar skríða, fékk nokkra góða vini til þess að hjálpa sér við innspilunina á nóttinni, þ.e.a.s. eftir að venjulegum vinnudegi lauk. Innspilunin var þó ekki flókin: trommur, hristur, klapp, sírenur og söngur. Þetta tók þó allt í allt 9 mánuði að klára.

napoleonXIVcoversLagið kom út eins og áður sagði árið 1966 og varð strax mjög vinsælt, enda mjög svo óvenjulegt lag á ferðinni. Þetta gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig, venjan er að þegar lög koma út þá eru þau bundin höfundarétti. Sem þýðir að hver sem er getur gert kópíu af laginu án leyfis höfundar, bara ef borgað er svo kallað "royalty" (þóknun). Lagið var hins vegar ekki skráð sem lag, heldur sem fyrirlestur og því heyrði það ekki undir hin venjulegu lög um höfundarétt. Önnur plötufyrirtæki máttu því ekki kópera lagið nema með leyfi höfundar.

Þetta olli nokkru fjaðrafoki og varð til þess að margar útvarpsstöðvar hættu að spila lagið. En aðeins um lagið sjálft - það hafa margir velt fyrir sér textanum og er hann augljóslega um einhvern sem er að díla við geðveiki. Í fyrstu var talið að textinn fjallaði um samband geðveika mannsins og elskuhuga en síðar kom í ljós, að þetta var um mann og hund! Eitt versa lagsins styður þá kenningu:

Well, you just wait
They´ll get you yet
And when they do
They´ll put you in the ASPCA, you mangy mutt!

ASPCA er skammstöfun fyrir American Society for the Prevention of Cruelty to Animals.

B-hliðin á þessum síngli hét því óþjála nafni "!Aaah-aH yawA eM ekaT oT gnimoC er'yehT", en eins og glöggir lesendur sjá þá er þetta nafnið á lagi A-hliðarinnar aftur á bak. Jerry lét sér ekki nægja að hafa nafnið aftur á bak, heldur var lagið á B-hliðinni, A-hliðar lagið spilað aftur á bak! Jerry lét ekki þar við sitja, nafn flytjandans á B-hliðinni var VIX noelopaN, já rétt hjá þér, Napoleon XIV aftur á bak.

Jerry Samuels rekur í dag umboðsskrifstofu fyrir "talenta" í Delaware Valley í Bandaríkjunum.

Smá getraun
Í spilaranum hér til hægri er lag merkt xxxxx - xxxxx. Flytjandinn getur flokkast undir að vera eins smells undur - ég spyr einfaldlega: hvað heitir lagið, hver flytur og hvaða ár erum við að tala um?
Svarið í athugasemdadálkinn takk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Yngvi Högnason

Wish I was home for christmas, Jona Lewi,líklega 1980 

Yngvi Högnason, 13.2.2007 kl. 22:32

2 identicon

xxxxx - xxxxx lagið heitir Stop the Cavalry, gefið út 1980, samið og flutt af Jona Lewie.

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 22:34

3 identicon

Sæll.
Ég hef dálitið af tónlistarnördisma í mér og varð því að fletta svarinu upp:
Flytjandinn heitir Jona Lewie, lagið heitir Stop the Cavalry og árið var 1980.
Frábær skemmtun, takk fyrir.
Með nördakveðju,
Bjarki

bjarkij (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 22:35

4 identicon

Já eða John Lewis...hehe.

Klikkað að heyra að coming to take me away sé frá 1966. Ég er fæddur 1974 og man vel eftir þessu. Kannski að Ísland hafi verið smá eftirá á þessum árum?

Zig 

ZIg (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 02:05

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég deili aðdáun minni með þér á þessu lagi. Þá rifjast upp fyrir mér lagið "Tip toe through the tulips" með Tiny Tim sem var óhemju vinsælt í kringum 1968. Gaurinn gaf út tólf laga plötu en ekkert af þeim lögum er mér minnisstætt nema lagið "The Wiper".

Það lag komst ekki frekar en hin upp á lista svo ég minnist þess.

Síðan má minnast á lagið "In the Summertime" sem sló í gegn sumarið 1969 og allir héldu að sú hljómsveit (hét hún ekki Troggs?) ætti glæsta framtíð fyrir höndum. En hún hvarf ef ég man rétt.

Hér í gamla daga voru tveggja laga plötur algengar og oft snerist platan algerlega um annað lagið en hitt var bara á bakhliðinni til þess að hún væri ekki auð.

Mér finnst alltaf gaman af að rifja þessar plötur upp, eins og til dæmis plötu Bítlanna með lögunum Penny Lane og Strawberry Fields Forever. Í fyrstu var lagið Penny Lane smellurinn en síðar er það Strawberry Fields sem hefur orðið að klassík.

Besta íslenska tveggja laga plata sem gefin hefur verið út finnst mér vera platan með hljómsveitinni Flowers með lögunum "Slappaðu af"  og "Glugginn". Hún er að mínu mati alveg jafn frábær nú og fyrir næstum 40 árum.

Ómar Ragnarsson, 14.2.2007 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 685

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband