Leita í fréttum mbl.is

Helgarflétta

CYHSY
slt_cover_largeÞað eru eflaust margir sem bíða spenntir eftir nýju plötu CYHSY (Clap your hands say yeah) en hún á víst að koma út í loka þessa mánaðar. Á myspace-síðu sveitarinnar er hægt að "streyma" nýju plötunni, "Some loud thunder", eins og hún leggur sig - þetta er auðvitað ekki eins og að hlusta á plötuna sjálfa en engu að síður ágætis "tíser". Ég bíð með að dæma plötuna þar til að ég hlusta á alvöru eintak. [Myspace]


Something in the air
Þetta lag er eitt af mínum allra uppáhalds frá 7. áratugi síðustu aldar. Lagið kom út á fyrstu og síðustu plötu hljómsveitarinnar Thunderclap Newman, pródúseruð af Pete Thownsend úr Who, "Hollywood dream" er þokkalegt cult í dag, svokallað "collectors item" - tónlistarspekúlantar eru ennþá að klóra sér í hausnum yfir því  að platan komst ekki inná topp 100 í USA hvað þá að komast ofarlega á lista í UK! Skerandi rödd John Keen og pöbbalegt píanóspil Andy Newman gera þetta lag svo yndislegt, klárlega ein af perlum rokksögunnar.

Seabear

Sindri heitir kappinn, kallar sig Seabear. Þetta er ég að fíla og hef beðið spenntur í þó nokkuð langan tíma eftir fyrstu plötunni. Fyrsta breiðskífa hans (réttara sagt þeirra, þau eru víst oftast þrjú þessa dagana) er væntanleg á næstunni og er það þýska Morr Music sem gefur út. Benni Hemm Hemm er einnig "signaður" hjá þeirri útgáfu.

Áður gaf Seabear út EP-plötuna "Singing Arc" að mig minnir árið 2005. Kom sterk inn það árið. Athyglisvert viðtal við Sindra (Seabear) í Hlaupanótunni á Rás1, þar er spjallað um tónlistina sem og spilað þó nokkuð af efni - tæp klukkustund af góðu efni. [viðtal og lög á Rás1]

Á rokk.is er hægt að hlusta og hala niður fullt af lögum með Seabear. Mæli líka með [myspace].

Þrjú með sama flytjandanum - Ian Brown
DSC_2262-a-Ian-Brown-2-795295Var að komast yfir “The Greatest” með Ian Brown núna um daginn. Ég hef alltaf verið nokkuð hrifinn af þeim tónlistarmanni, hlustaði svo sem ekkert óheyrilega mikið á Stone Roses í “gamla daga” en féll fyrst fyrir kappanum þegar ég heyrði plötuna “Music of the spheres” sem er í alla staði mikil snilld. Safnplatan “The Greatest” er frá árinu 2005 og þar er urmull af góðu efni.

Í tónlistarspilaranum hér til hægri getið þið hlustað á:
- Corpses in their mouths (af Unfinished monkeybusiness)
- Dolphins were monkeys (af Golden greats)
- F.E.A.R. (af Music for the spheres)

Viltu freista þess að næla þér í plötuna?
[hlekkur] http://www.the204.com/backup/Ian_Brown.zip


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 685

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband