Leita í fréttum mbl.is

U2, CYHSY og Menomena

Windows in the skies

Þetta myndband með U2, "Windows in the skies" er virkilega skemmtilega gert tónlistarmyndband, þarna sjáum við ca. 100 myndbrot af frægu tónlistarfólki sem að á einn eða annan hátt hefur haft áhrif á tónlistsöguna. "Plottið" í myndbandinu er að annað hvort passar varahreyfing tónlistarmannanna fullkomalega við texta lagsins eða þá að hreyfingar þeirra passa við lagið. Hef heyrt af því að hinir hörðustu hafi reynt að gera lista yfir þá sem birtast í þessu myndbandi! Ef að þú ert svo klikkaður, lesandi góður, þá máttu endilega deila þínum lista með okkur.
Annars er þetta snilldarlega gert myndband hjá Gary Koepke. 

Í hnotskurn: Some loud thunder - Clap Your Hands Say Yeah [2007]
00016505_someloudthunderÞað hafa margir beðið í mikilli eftirvæntingu eftir plötu númer tvö frá CYHSY, einfaldlega vegna þess að fyrsta plata þeirra, frá árinu 2005, var svo rosalega fersk og ný. Sem betur fer tókst CYHSY-mönnum að þróa stíl sinn á milli platnanna, því nýja platan er alls ekki týpískt framhald af fyrstu plötunni. Það er samt ekki þannig að CYSHY séu búnir að finna sér nýjan stíl, þvert á móti, þeim hefur tekist það sem svo mörgum öðrum mistekst, að gera góða plötu nr. 2! Þetta band þorir að "eksperimenta", og því fagna ég.

Hápunktar: "Satan said dance" og "Emily Jean Stock". (hlustið í tónlistarspilaranum hér til hægri)
Einkunn: 8.0
[myspace]

Í hnotskurn: Friend and Foe - Menomena [2007]
25599.friendandfoeÞetta er þriðja plata tríósins frá Portland í USA, játa það strax að ég hef ekki heyrt fyrstu tvær plöturnar og því get ég ekkert tjáð mig um þróun eða framfarir bandsins. Platan "Friend and Foe" er hins vegar skemmtilegt ferðalag í gegnum tilraunaeldhús drengjanna sem hafa búið til sitt eigið tölvuprógram sem "lúppar" hljóðfæraleik þeirra þar til það myndar eina heild. Mikil sköpunargleði og skemmtilega útfærðar hugmyndir í nánast hverju lagi. Fínasta plata.


Hápunktar:
"Wet and rusting" og "Rotten hell". (hlustið í tónlistarspilaranum hér til hægri)
Einkunn: 7.0
[myspace]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 686

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband