10.7.2007 | 23:35
Neutral Milk Hotel
Lagið sem var merkt xxxxx-xxxxx í tónlistarspilaranum heitir réttilega King of carrot flowers pt. 1 og er með amerísku indírokksveitinni Neutral Milk Hotel. Egill var með þetta rétt í kommentakerfinu í færslunni hér fyrir neðan.
Texti lagsins er nokkuð spes, eins og réttilega var bent á, og lýsir ofbeldi á milli móður og föður, sem og fyrstu kynlífsreynslu ungs pars. [Texti lagsins] Lagið er að finna á plötunni In the aeroplane over the sea sem var tekin upp sumarið 1997 og kom út í febrúar árið 1998.
Það er nú ekkert voðalega langt síðan að ég fór fyrst að hlusta á Neutral Milk Hotel, komt yfir plötuna "In the aeroplan over the sea" og hreifst strax af hráum einfaldleikanum sem og súrum og skemmtilegum textum Jeff Mangum. "On avery Island" er síðri, ekki jafn mikil snilld en engu að síður gott stöff.
Hljómsveitin, eða réttara sagt eins-manns-prójektið Neutral Milk Hotel (hér eftir kallað NMH), var stofnuð um miðbik tíunda áratugarins í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Denver í Colorado-fylki. NMH var í raun og veru einn maður að nafni Jeff Mangum (f. 1970), hann hafði áður barið trommur í Synthetic Flying Machine og The Olivia Tremor Control, áður en hann byrjaði á þessu upptökuverkefni sínu sem hann kallaði Neutral Milk Hotel. Áður hafði hann t.d. sent frá sér kasettu-demó í nokkrum eintökum undir nafninu Milk. NMH sendi frá sér þó nokkuð af kasettu-demóum þangað til að fyrsta alvöru efnið kom út í fjöldaframleiddum eintökum, það var sjö tomman Everything is árið 1994, gefin út af Cher Doll.
Fyrsta breiðskífan kom út nokkrum árum síðar (1996), Jeff fékk félaga sinn Rob Schneider til liðs við sig og var platan spiluð inn í hljóðveri Robs, Pet Sounds Studio, og með hjálp góðra spilafélaga kom fyrsta breiðskífan: On Avery Island í mars árið 1996. Plötufyrirtækið Merge Records gaf út, en hjá þeim leibel eru m.a. Arcade Fire, M. Ward, Lou Barlow, Lambchop o.fl.
Eftir þessa plötu bætti varð NMH fjögurra manna sveit, auk Jeff þá bættust við Julian Koster, Scott Spillane og Jeremy Barnes. Sveitin flutti til N.Y þar sem þeir bjuggu hjá ömmu eins meðlimsins, tíminn var nýttur í að æfa. Síðan var haldið í Ameríku-túr og fyrsta opinbera giggið leit dagsins ljós í lok apríl árið 1996. Sveitin fluttist svo til Athens í Georgíu-fylki þar sem að Jeff lokaði sig af og samdi megnið af stöffinu fyrir nýju væntanlegu plötuna. Loks var flutt aftur til Denver til þess að gera aðra breiðskífu.
In the aeroplane over the sea var tekin upp árið 1998, Rob Schneider pródúseraði aftur en platan fékk frábærar viðtökur í þröngum hópi í kringum sveitina, því miður ekki hjá almenningi eins og vonir kannski stóðu til. Þessi plata er af mörgum talin vera eitt af meistarastykkjum indí-tónlistarinnar og er mikið költ í dag. Pitchforkmedia valdi plötuna til að mynda sem fjórðu bestu plötu 10. áratugarins og gaf t.d. endurútgáfu plötunnar 10.0 í einkunn (sjaldgæft á þeim bænum!). Mörg lög plötunnar eru byggð á draumum Jeffs um gyðingafjölskyldu í seinni heimstyrjöldinni og einnig inspereruð af sögu Önnu Frank (gyðingastelpunni sem skráði dagbók í heimstyrjöldinni síðari). Lagið Holland, 1945 styður þá kenningu en Anna Frank lést einmitt í marsmánuði það ár.
NMH túruðu stíft í heilt ár eftir útgáfu plötunnar og það tók sinn toll á Jeff kallinn, þeir þurftu síðan að neita mörgum fyrirspurnum og m.a. frá sjálfum R.E.M. um að vera þeirra upphitunarband á tónleikaferðalagi. Seinna átti Jeff það til að spila í einu og einu einkasamkvæmi en lítið hefur heyrst né sést til hans síðan, fyrir utan eitt og eitt tilraunaverkefni.
Sterkur vinskapur hafði myndast, m.a. hjá Jeff Mangum, Rob Schneider og fleirum tónlistarfélögum þeirra frá menntaskólaárunum í Louisiana, sem varð til þess að saman stofnuðu þeir plötufyrirtækið og kollektívuna Elephant 6, þetta var á fyrri hluta 10. áratugarins. Þeir stóðu fyrir böndum eins og NMH, The Apples in Stereo (sem Rob Schneider var í) og Of Montreal, svo einhver séu nefnd. Þeim tókst þó ekki að halda í þessi bönd sem flest öll sömdu við stærri og fjársterkari leibela.
Það skjóta reglulega upp kollinum sögur þess efnis að NMH ætli að koma saman á ný en þeim er jafnan eytt strax aftur og þá aðallega af Jeff Mangum. Nú síðast í fyrra var umræða mikil á spjallborði óopinberrar heimasíðu Elephant 6, þar var því haldið fram að Jeff Mangum væri að vinna að nýju efni og ætlaði sér að túra innan skamms. Þetta olli miklu fjaðrafoki í indíheiminum, það birtust m.a. fréttir þess efnis á vefum Pitchforkmedia, Rolling Stone og Billboard. Sagan reyndist þó ekki vera á rökum reist og kvað Rob Schneider, félagi Jeffs, hana niður.
Við verðum því bara að lifa í voninni um að einn af snillingum indí-þjóðlagarokksins renni blóðið til skyldunnar og sendi frá sér plötu í anda NMH.
Ný lög í spilaranum hér til hægri:
- The King Of Carrot Flowers Pt. One (af "On the aeroplane over the sea" frá árinu 1998)
- In The Aeroplane Over The Sea (af "On the aeroplane over the sea" frá árinu 1998)
- Naomi (af "On avery Island" frá árinu 1996)
Tenglar:
[Heimasíða Neutral Milk Hotel]
[Óopinber heimasíða Elephant 6]
[Slatti af alls kyns MP3 og myndböndum með NMH]
[Pitchforkmedia: viðtal við Jeff Mangum árið 2002]
Og svona alveg í blálokin þá koma tvö myndbönd með NMH:
Fyrst læv upptaka frá einum af síðustu tónleikum sveitarinnar, tekið upp í Athens í Georgíu-fylki. Hér er það lagið "King Of Carrot Flowers Part 2 & 3".
Og svo "In the aeroplane over the sea", læv upptaka frá gamlaársdegi árið 1998.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.7.2007 | 15:32
Getraun, hressandi 80s-myndband og Travis í hnotskurn
Á þessum ágæta sunnudegi hef ég þetta að segja:
Í hnotskurn: The boy with no name - Travis [2007]
Fyrir mér hafa Travis-menn alltaf verið frekar hlutlausir og meðfærilegir, það hefur aldrei farið mikið fyrir þeim. Þeir hafa náð einum og einum slagara í hæstu hæðir en þess á milli dottið niður. Fimmta breiðskífa Skotanna knáu er nýkomin út og í stuttu máli þá er akkúrat ekkert nýtt í henni, gamla góða Travis-sándið skín í gegn og eru Travis-aðdáendur eflaust himinlifandi með það. Hins vegar verða þeir fyrir vonbriðgum sem vonuðust eftir þroskaðra eintaki og að meðlimir sveitarinnar þyrðu að taka meiri áhættu í lagasmíðum sínum. Fyrri helmingur plötunnar er fínn, hvorki meira né minna, margar fínar lagasmíðar en svo hallar undan fæti og eftir stendur frekar gleymanleg plata.
Hápunktar: "Closer" og "Selfish Jean" (hlustið í spilaranum hér til hægri -->)
Einkunn: 6.0
Fróðleiksmoli: Nafnið á plötunni, The boy with no name, er þannig til komið að Fran Healy söngvari Travis sendi tölvupóst á vin sinn með mynd af nýfæddum syni sínum og var fyrirsögn póstsins einmitt, nafnlausi drengurinn.
[myspace] ["selfish jean"-myndband]
Hressandi myndband frá 9. áratugnum
Hvar man ekki eftir Bronski Beat? Röddin hans Jimmy Sommerville fer upp í rjáfur í þessu lagi. Meðlimir Bronski Beat vildu með þessu myndbandi vekja athygli á stöðu samkynhneigðra í Bretlandi, enda segir myndbandið frá sögu Jimmy sem kom ungur út úr skápnum. Þeir létu ekki þar við sitja, á fyrstu breiðskífu tríósins, "The age of consent", er að finna innan í plötuumslaginu lista yfir hin ýmsu lönd og hvert aldurstakmarkið er fyrir karlmenn að gera "hitt" með öðrum karlmanni í hverju landi fyrir sig. Með þessu vildu þeir sýna að aldurstakmarkið í UK, sem var þá 21 árs, væri of hátt miðað við hin löndin. Það er gott bít í þessu.
Getraun
Í spilaranum hér til hægri er að finna lag merkt: "xxxxx-xxxxx". Ég spyr, hvað heitir lagið og hver flytur? Þeir sem hafa áhuga geta kommentað hér fyrir neðan. Smá vísbending.... lagið er að finna á þessari plötu:
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.7.2007 | 23:06
6 laga mixteip: sumarskap
Ákvað að finna til 6 lög sem koma mér í gott skap, ja... sumarskap ef þið viljið. Þessi lög eru valin af handahófi og koma héðan og þaðan úr safni mínu. Lögin eru öll að finna í tónlistarspilaranum hér til hægri (merkt #Mix: flytjandi-lagaheiti) sem og má sjá myndbönd við lögin (stundum læv) í boði jútjúb hér fyrir neðan.
Mr. Blue sky - Electric Light Orchestra (1978)
Eftir að ég byrjaði að hlusta mikið á Bítlana á sínum tíma þá komst ég fljótlega í kynni við Jeff Lynne og þá snilld sem hann var að gera með ELO. Mr. Blue Sky kemur mér ávallt í gott skap. Lagið hefur verið mikið notað í auglýsingaskyni, stórir retailer-ar eins og Marks & Spencer, Sears og fleiri hafa notað lagið. Margir muna einnig eftir herferð 365 fjölmiðla hér á landi í fyrra að mig minnir og hljómaði lagið undir í auglýsingunni. Hér er það læv í Top of the Pops:
Ain´t no easy way out Black Rebel Motorcycle Club (2005)
Frábært lag af frábærri plötu Howl sem kom út síðsumars árið 2005. Platan var mikil kúvending fyrir BRMC, frá því að spila nokkuð hrátt þjóðlagabílskúrs-rokk var komið meira blúsað og akústískara sánd hjá tríóinu. Þetta fór misvel í gagnrýnendur eins og gengur og gerist. Ég fíla hins vegar þessa plötu í tætlur, þetta lag er með þeim sterkari á plötunni. Hérna spila þeir lagið læv í Ft. Lauderdale USA:
She don´t use jelly Flaming Lips (1993)
Fyndið að þetta sé stærsti smellur sveitarinnar ever, ekki það að þetta sé það besta sem þeir hafi sent frá sér. Það skemmdi ekki fyrir að lagið var spilað í hinum geysivinsæla þætti Beavis & Butthead á MTV sem og að sveitin kom fram í ekki ómerkari þætti en Beverly Hills 90210 og flutti þetta lag á skólaballi. Eftir sveitin hafði spilað lagið þá átti Steve Sander þá fleygu setningu: You know, I've never been a big fan of alternative music, but these guys rocked the house! Lagið er hressandi, gítarriffið ógleymanlegt og afar grípandi.
The skin of my yellow country teeth Clap Your Hands Say Yeah (2005)
CYHSY voru á allra vörum árið 2005 og komu með ótrúlega ferska vinda inn í músíkina. Það má segja að Pitchforkmedia hafi startað þessu hæpi með góðum dómi um plötuna þeirra Clap your hands say yeah sem kom út þarna um sumarið. Platan er ein af þeim bestu þetta árið að mínum dómi og þetta lag kemur mér alltaf í góðan gír. Hérna er læv-útgáfa tekin upp á tónleikum í Dyflinni:
Dom andra Kent (2002)
Sænsku Kent eru mjög svo stórt nafn í Skandinavíu en hafa aldrei náð mikilli hylli utan hennar, allavega ekki af einhverju ráði. Á fimmtu breiðskífu sveitarinnar, Vapen & ammunition frá árinu 2002 er þetta stórgóða lag að finna, Dom andra, eða á íslensku: hinir. Myndbandið er voðalega sænskt eitthvað:
The sun ain´t gonna shine anymore Walker Brothers (1966)
Margir þekkja Scott Walker, hann átti að margra mati eina bestu breiðskífu síðasta árs The Drift, skífa sem ég hreinlega gat ekki hlustað á! Það er kannski færri sem vita að hann var í tríóinu Walker Brothers á sjöunda og áttunda áratugi síðustu aldar. Þetta voru reyndar engir bræður, það þótti bara vera meira kúl og bissness-vænlegra að gefa sig út fyrir að vera þrír sætir bræður frá Kaliforníu. Lagið gerði góða hluti árið 1966, sérstaklega í UK (þeir voru frá USA). Sögur herma að Walker-bræður hafi verið með stærri aðdáendaklúbb en sjálfir Bítlarnir á þessum árum, látum það vera! Fínt lag engu að síður, á stundum vel við yfir sumartímann.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.6.2007 | 20:45
Í hnotskurn:
Þrjár plötur sem ég hef verið að rúlla í gegnum síðustu daga og vikur. Slatti af lögum í spilaranum hér til hægri. Njótið.
Memory almost full Paul McCartney [2007]
Kannski er ég svona rosalega mikill McCartney-maður að ég á erfitt með að segja slæma hluti um manninn og þá sérstaklega tónlist hans. Það er eitthvað við melódíurnar hans sem alltaf hefur heillað mig, ég man t.d. ekki í fljótu bragði eftir lélegu McCartney-lagi? Ok, O-bla-di-o-bla-da er ekkert spes, en það er samt svo lýsandi fyrir lög McCartney að kynslóð eftir kynslóð þekkja lögin hans og geta hummað með!
Jæja, þá að þessari plötu. Hún er alveg hreint ágæt, ekki jafn góð og síðasta plata (Chaos and creation in the backyard frá árinu 2005) en það er margt rosalega viðkunnanlegt á plötunni, flest lögin eru mjög Paul-leg. Það hefur verið mikið gagnrýnt að platan sé gefin út af Hear Music (í eigu Starbucks), ég læt þá umræðu bíða betri tíma, enda hefur hún ekkert að gera með innihaldið. Þetta er björt og hressandi plata kærkomið bítl árið 2007.
Hápunktar: Mister Bellamy, Ever present past og Only mama knows. (hlustið hér til hægri)
Einkunn: 7.5
Fróðleiksmoli: Hear music var upphaflega stofnað árið 1990 en var keypt af Starbucks árið 1999. Hear music er bæði plötubúð og plötuútgefandi.
[heimasíða]
All of a sudden I miss everyone Explosions in the sky [2007]
Póstrokkararnir frá Texas senda hér frá sér sína fimmtu stúdíóbreiðskífu og verð ég að játa að þetta er sú fyrsta sem ég hlusta á í heild sinni. Sveitin spilar instrumental síð-indí-rokk. Þar sem að platan er einungis sex trakkar og myndar ákveðið konsept þá er engin ástæða til þess að fara úti einstaka lög. Þessi plata rennur snuðrulaust í gegn og oftast áreynslulítið, reyndar aftrar það henni hversu fyrirsjánleg lögin eru, þ.e. þeir komu mér aldrei á óvart þessar tæpu 44 mínútur platan rann í gegn. Engu að síður, þá er ég nokkuð ánægður með þessa plötu og hefur hún fengið að renna í gegn þó nokkrum sinnum.
Hápunktur: Welcome, Ghosts (hlustið hér til hægri)
Einkunn: 7.0
Fróðleiksmoli: Tónlist sveitarinnar hefur verið notuð þó nokkuð í sjónvarpi og í kvikmyndum. M.a. í myndinni Friday night lights með Billy Bob Thornton í aðalhlutverki.
[myspace]
Armchair Apocrypha Andrew Bird [2007]
Það er alltaf gaman að uppgötva eitthvað nýtt, ég hef séð og heyrt nafnið Andrew Bird þó nokkrum sinnum á síðustu árum en aldrei heyrt eina einustu nótu með honum (allavega ekki meðvitað). Þessa plötu komst ég yfir á dögunum og hef hlustið duglega á síðan. Þetta eintak er gríðarlega þétt, mörg eftirminnileg lög og síðast en ekki síst þá er strúktur á plötunni. Það eru margar stefnur sem mætast á þessari plötu, t.d. heyri ég smá swing í þessu hjá honum, í bland við folk, klassík og auðvitað við popp og rokk. Fínasta plata nú er bara að kíkja á gamla stöffið, plata hans frá 2005 Andrew Bird & the Mysterious Production of Eggs á víst að vera þrusugóð.
Hápunktar: Fiery crash, Imotosis og Plasticities. (hlustið hér til hægri)
Einkunn: 7.5
Fróðleiksmoli: Andrew hefur verið duglegur að spila inná plötur með öðrum flytjendum. Hann spilar t.d. inná Greatest Palace Music með Bonnie 'Prince' Billy frá 2004 og Z með My Morning Jacket frá 2005.
[myspace]
Tónlist | Breytt 27.6.2007 kl. 08:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.6.2007 | 17:45
Arthur Brown var maðurinn
Myndbandið hér að ofan er auðvitað lagið sem hann er lang lang frægastur fyrir, "Fire" og var það bandið Crazy world of Arthur Brown sem flutti. Ruglaður heimur Arthur Brown náði ekki neinu alvöru flugi eftir þennan mega-hittara, upphafslína lagsins: "I am the god of hellfire and I bring you....." er auðvitað fræg. Mín kynslóð þekkir kannski best upphafslínu lagsins frá lagi með Prodigy frá 90s (sjá hér).
Arthur Brown var eitthvað að gaufast við heimspeki og lögfræði í háskóla þegar hann gekk til liðs við hljómsveitina The Ramong Sound, sú sveit breyttist síðar í the Foundations ("Build me up buttercup" og "Baby, now that I´ve found I can let you go"), en Arthur hafði hætt í sveitinni áður en hún meikaði það. Árið 1968 kom svo stóra "breikþrúið", platan "Crazy world of Arthur Brown" kom út og náði óvæntum vinsældum bæði í Evrópu sem og í USA. Pete Townshend (úr Who) stjórnaði upptökum plötunnar og í bandinu hans voru engir aukvisar.
Arthur vakti gríðarlega athygli fyrir magnaða sviðsframkomu, hjálmurinn góði var á sínum stað og ósjaldan var kveikt í honum. Oftar en ekki komst Arthur í hann krappann á tónleikum og var til að mynda hætt við marga tónleika hans í USA vegna ágreinings um tryggingamál.
Ég ætla ekki að fara nánar út í skrautlegan feril Arthur Brown, heldur að ljúka þessu á myndbroti frá Glastonbury frá árinu 1971, vægast sagt skrautlegt. Hvaðan ætli Alice Cooper og Kiss hafi fengið hugmyndina um andlitsmálninguna?? Hmm.....
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.6.2007 | 14:53
Hver er maðurinn?
Þekkir þú þennan tónlistarmann? Þessi mynd af honum er frekar nýleg.
Ég ætla að gefa eina vísbendingu:
Kappinn er pjúra "eins-smells undur", og var hans eini smellur vinsæll undir lok sjöunda áratugsins.
Hver er maðurinn?
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.6.2007 | 12:52
Þessa dagana er ég að hlusta á....
Það hefur lítið verið um heilar plötur síðustu daga, meira um einstaka lög. Reyndar er ég að renna í gegn þessa dagana "Armchair Apocrypha" með Andrew Bird, "All Of A Sudden I Miss Everyone" með Explosions In The Sky og "Memory almost full" með Paul McCartney.
Af einstökum lögum sem hafa orðið á vegi mínum þá líst mér best á: (öll lögin eru í spilaranum hér til hægri)
"Fake empire" með The National
Ég veit ég er ógeðslega eftir á að "hæpa" þetta núna en einhvern veginn atvikaðist það þannig að ég var fyrst að heyra í þessu bandi í síðustu viku. Frábært lag og hlakka til að eignast plötuna "The Boxer", sem er einmitt fjórða stóra plata þessara drengja frá Ohio.
[Myspace]
"Pick me up uppercut" með Pop Levi
Mjög spes kauði frá Liverpool sem spilar tónlist sem er á jaðri argasta popps og glamrokks. Var í böndum eins og Super Numeri og Ladytron en fór sóló fyrir nokkrum árum og hefur verið að vekja athygli. Platan "The Return to Form Black Magick Party" kom út reyndar í lok árs 2005 en ekki "worldwide" fyrr en á þessu ári. Lagið "Pick me up uppercut" er hið hressasta. Það er hægt að streyma aragrúa af lögum Pop Levi inni á mæspesinu hans, sem og sjá fullt af myndböndum.
[Myspace]
"Kingdoms of rain" - Soulsavers
Leonard Cohen? Nei. Johnny Cash? Nei. Tom Waits? Nei. Þetta er víst Mark Lanegan sem ljáir Soulsavers rödd sína í þessu lagi. Soulsavers er "framleiðslu-dúett" skipaður Rich Machin og Ian Glover og er þetta lag af tiltölulega nýútkominni breiðskífu þeirra "It's Not How Far You Fall, It's The Way You Land", en þetta er önnur breiðskífa þeirra kappa. Dúettin fær hina og þessa listamenn til liðs við sig og á nýju plötunni má heyra breðga fyrir Will Oldam (Bonnie Prince Billy) og Jimmi Goodwin (úr Doves). Þetta lag, "Kingdoms of rain" er magnað.
[Myspace]
"Goodbye July / Margt að Ugga" með Hjaltalín
Ég var búinn að blogga áður um þessa íslensku sveit, Hjaltalín, en þá var þetta stórkostlega lag, "Goodbye July / Margt að Ugga" ekki fáanlegt á veraldarvefnum. Núna komst í hins vegar yfir live-upptöku úr Popplandinu á Rás 2. Hlustið hér til hægri, ég trúi ekki öðru en að þetta band eigi eftir að láta meira af sér kveða. Bíð spenntur eftir plötunni.
[Myspace]
"Svefn" með Stafrænum Hákon
Nýjasta plata eins-manns-sveitarinnar er komin út og heitir hún því skemmtilega nafni "Gummi", platan er komin út hér og þar í heiminum, t.d. í Asíu og í Skandinavíu, en hún virðist ekki vera komin út hér heima né í UK. Það sem ég hef heyrt af plötunni er mjög gott, þannig séð er þetta sjálfstætt framhald af því sem S. Hákon hefur verið að gera, en með þeirri stóru breytingu að flest lögin eru nú með söng. Lagið "Svefn" er t.d. sungið af Birgi nokkrum Hilmarssyni (Ampop). Lagið er stórgott, skemmtileg blanda af gömlu góðu S. Hákons-sándi í bland við pjúra indie-rokk.
[Myspace]
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2007 | 22:56
"Hold me closer to your heart" á heilanum
Ég sé að það er nú þegar búið að bóka þá á Airwaves í október og þeir munu hita upp fyrir The Rapture á Nösu núna í lok mánaðarins. Line-uppið þeirra á tónleikum er ekki af ódýrari sortinni, menn eins og Tobbi (fyrrv. Jeff Who og núverandi Dr. Spock), Gísli Galdur (Trabant, Ghostigital), Viðar (Trabant) o.fl. spila með þeim Birgi og Árna læv. Birgi hef ég ekki séð áður í "bransanum" en Árni er m.a. í FM Belfast, sem er eitt af hressustu læv-böndunum á klakanum í dag. Þeir stefna víst á breiðskífu með haustinu, það verður spennandi að fylgjast með því. Hitt lagið á myspace-inu þeirra er ágætt, "Waiting to happen", samt ekki af sama kaliberi og smellurinn.
Hlustaðu á lagið og fáðu það á heilann, mæli með því!
[myspace] [viðtal við Motion Boys í Grapevine]
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.6.2007 | 20:54
Björk og Feist í hnotskurn
Er búinn að hafa fínan tíma til þess að melta Voltu-plötuna hennar Bjarkar sem og fjórðu stóru plötu kanadíska tónlistarkrúttsins Leslie Feist. Hér koma hugrenningar mínar um þessar elskur.
Í hnotskurn: Volta Björk [2007]
Hljóðheimur Bjarkar er einstakur og það er í rauninni ekkert sem líkist því sándi sem hún nær einhvern veginn að búa til hverju sinni. Ég ber ómælda virðingu fyrir þessum tónlistarmanni og er ferill hennar glæsilegur. Platan Volta er virklega vegleg og faglega unnin í alla staði en einhvern veginn virðist hún ekki ná því sem mér finnst einkenna virkilega góðar plötur, en það er flæði og heildarmynd. Mér finnst sá leiðangur sem hlustandinn leggur upp í vera of misjafn og ekki renna nógu eðlilega og smurt fyrir sig. Það eru mörg góð lög á plötunni, svo eru önnur ekkert spes. T.d. eru fyrstu þrjú lög plötunnar frábær og svo dalar þetta smátt saman, það er einfaldlega of snemmt á 11-laga breiðskífu. Þetta er yfir meðallagi, en ekki langt.
Hápunktar: Earth intruders, Wanderlust og The dull flame of desire (hlusta til hægri)
Einkunn: 7.0
Fróðleiksmoli: Björk var söngkona Sykurmolanna!!
[myndband] við lagið Earth intruders
[myspace]
Í hnotskurn: The Reminder Feist [2007]
Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifinn að stelpulegu krúttpoppi, jú jú það hafa komið eitt og eitt lag hér og þar og jú Fisherman´s woman með Emilíönu Torrini fannst mér mjög góð, en... þegar ég heyrði þessa plötu, The Reminder með kanadísku tónlistarkonunni Leslie Feist þá verð ég að endurskoða þessa afstöðu mína gagnvart stelpulegu krúttpoppi. Þessi plata verður bara betri og betri við hverja einustu hlustun, fullt af góðum lögum og svo er hún Feist virkilega góð söngkona og útsetningarnar margar hverja mjög góðar. Urmull af góðum lögum, gott eintak hér á ferð.
Hápunktar: I feel it all, My moon my man og Past in present. (hlusta til hægri)
Einkunn: 8.0
Fróðleiksmoli #1: Feist bjó með Íslandsvinkonunni Peaches í 2 ár í Berlín og hafa þeir stöllur unnið saman að nokkrum verkefnum.
Fróðleiksmoli #2: Feist syngur í nokkrum lögum á plötu Kings of Convenience: Riot on an empty street frá árinu 2004.
[myndband] lagið My moon my man
[myspace]
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.6.2007 | 20:22
Svör við laufléttri getraun
Bloggvinur minn, Egill Harðar, var með þetta laukrétt:
1. Led Zeppelin Led Zeppelin
2. Lean into it Mr. Big
3. Rage against the magchine Rage against the machine
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar