Leita í fréttum mbl.is

Arthur Brown var maðurinn

Þórður Kristinsson var með þetta á hreinu, maðurinn á myndinni í síðustu færslu er Arthur Brown. Fannst við hæfi að varpa fram þessari getraun þar sem að hann átti einmitt afmæli í gær, 24. júní, 65 ára gamall.

Myndbandið hér að ofan er auðvitað lagið sem hann er lang lang frægastur fyrir, "Fire" og var það bandið Crazy world of Arthur Brown sem flutti. Ruglaður heimur Arthur Brown náði ekki neinu alvöru flugi eftir þennan mega-hittara, upphafslína lagsins: "I am the god of hellfire and I bring you....." er auðvitað fræg. Mín kynslóð þekkir kannski best upphafslínu lagsins frá lagi með Prodigy frá 90s (sjá hér).

Arthur Brown var eitthvað að gaufast við heimspeki og lögfræði í háskóla þegar hann gekk til liðs við hljómsveitina The Ramong Sound, sú sveit breyttist síðar í the Foundations ("Build me up buttercup" og "Baby, now that I´ve found I can let you go"), en Arthur hafði hætt í sveitinni áður en hún meikaði það. Árið 1968 kom svo stóra "breikþrúið", platan "Crazy world of Arthur Brown" kom út og náði óvæntum vinsældum bæði í Evrópu sem og í USA. Pete Townshend (úr Who) stjórnaði upptökum plötunnar og í bandinu hans voru engir aukvisar.

Arthur vakti gríðarlega athygli fyrir magnaða sviðsframkomu, hjálmurinn góði var á sínum stað og ósjaldan var kveikt í honum. Oftar en ekki komst Arthur í hann krappann á tónleikum og var til að mynda hætt við marga tónleika hans í USA vegna ágreinings um tryggingamál.

Ég ætla ekki að fara nánar út í skrautlegan feril Arthur Brown, heldur að ljúka þessu á myndbroti frá Glastonbury frá árinu 1971, vægast sagt skrautlegt. Hvaðan ætli Alice Cooper og Kiss hafi fengið hugmyndina um andlitsmálninguna?? Hmm.....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna kom það.

Þú sendir mig samt á alsherjar flakk um heim one hit wondera og skemmti ég mér konunglega, svo konunglega að ég gleymdi að spá hver maður væri. Takk fyrir mig. 

Ragga (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 681

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband