Leita í fréttum mbl.is

Björk og Feist í hnotskurn

Er búinn að hafa fínan tíma til þess að melta Voltu-plötuna hennar Bjarkar sem og fjórðu stóru plötu kanadíska tónlistarkrúttsins Leslie Feist. Hér koma hugrenningar mínar um þessar elskur.

Í hnotskurn: Volta – Björk [2007]
28898.bjorkcoverHljóðheimur Bjarkar er einstakur og það er í rauninni ekkert sem líkist því sándi sem hún nær einhvern veginn að búa til hverju sinni. Ég ber ómælda virðingu fyrir þessum tónlistarmanni og er ferill hennar glæsilegur. Platan Volta er virklega vegleg og faglega unnin í alla staði en einhvern veginn virðist hún ekki ná því sem mér finnst einkenna virkilega góðar plötur, en það er flæði og heildarmynd. Mér finnst sá leiðangur sem hlustandinn leggur upp í vera of misjafn og ekki renna nógu eðlilega og smurt fyrir sig. Það eru mörg góð lög á plötunni, svo eru önnur ekkert spes. T.d. eru fyrstu þrjú lög plötunnar frábær og svo dalar þetta smátt saman, það er einfaldlega of snemmt á 11-laga breiðskífu. Þetta er yfir meðallagi, en ekki langt.

Hápunktar: “Earth intruders”, “Wanderlust” og “The dull flame of desire” (hlusta til hægri)
Einkunn: 7.0

Fróðleiksmoli:
Björk var söngkona Sykurmolanna!!

[myndband] – við lagið “Earth intruders”
[myspace]

Í hnotskurn: The Reminder – Feist [2007]
ThereminderÉg hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifinn að stelpulegu krúttpoppi, jú jú það hafa komið eitt og eitt lag hér og þar og jú “Fisherman´s woman” með Emilíönu Torrini fannst mér mjög góð, en... þegar ég heyrði þessa plötu, “The Reminder” með kanadísku tónlistarkonunni Leslie Feist þá verð ég að endurskoða þessa afstöðu mína gagnvart stelpulegu krúttpoppi. Þessi plata verður bara betri og betri við hverja einustu hlustun, fullt af góðum lögum og svo er hún Feist virkilega góð söngkona og útsetningarnar margar hverja mjög góðar. Urmull af góðum lögum, gott eintak hér á ferð.

Hápunktar: “I feel it all”, “My moon my man” og “Past in present”. (hlusta til hægri)
Einkunn: 8.0

Fróðleiksmoli #1: Feist bjó með Íslandsvinkonunni Peaches í 2 ár í Berlín og hafa þeir stöllur unnið saman að nokkrum verkefnum.
Fróðleiksmoli #2: Feist syngur í nokkrum lögum á plötu Kings of Convenience: “Riot on an empty street” frá árinu 2004.

[myndband] – lagið “My moon my man”
[myspace]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reyndu að finna lag með Feist sem var í myndinni Paris, je t´aime, sem heitir La meme histoire.  Mjög gott lag.  Veit ekki hvort það er á disknum.  Þú finnur það bara á limewire eða álíka forriti.  Þó sennilega ekki tonlist.is

 Guðjón

Guðj´n (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 682

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband