Leita í fréttum mbl.is

Ron Sexsmith

Hinn þybbni kanadíski tónlistarmaður með “baby-feisið”, Ron Sexsmith, hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér um árabil. Ron er singer/songwriter og spilar þjóðlagatónlist með hæfilegri blöndu af kántrý og poppi.

l75zll36Ronald Eldon Sexsmith fæddist í St. Catharines, Ontario í Kanada árið 1964. Hann stofnaði sína fyrstu hljómsveit 14 ára gamall og innan nokkurra ára fengu þeir að spila reglulega á lókal klúbbi. Ron hafði miklar mætur á Pete Seeger og ákvað því að einbeita sér að þjóðlagamúsík og fókuseraði á að vera söngvaskáld. Hann flutti til Toronto og stofnaði sveitina Uncool og gaf út eigið efni, þetta var í kringum 1985 (þá 21 árs). Út komu kassetturnar “Out of the duff” og “There´s a way”. Eins og flestir tónlistarmenn í harkinu þá vann Ron dagvinnu á meðan hann í örvæntingu reyndi að meika það, Ron vann sem sendill á daginn en greip hvert tækifæri á kvöldin til þess að fá að spila tónlist sína með bandinu Uncool.

Árið 1991 kom loks út breiðskífa með Ron Sexsmith & the Uncool, hún hét “Grand Opera Lane”. Platan er öllu rokkaðri en það sem kom síðar með Ron, en platan varð til þess að hann fékk samning hjá stóru leibeli, Interscope Records (sem er í eigu Universal).
Fyrsta “alvöru” platan kom svo út árið 1995 og hét hún einfaldlega “Ron Sexsmith”. Platan var pródúseruð af Mitchell Froom (hefur unnið með Crowded House, Paul McCartney og Sheryl Crow). Sú plata er þannig séð samansafn af lögum frá fjögurra ára tímabili, 1991 til 1995, þar eru m.a. tvö lög sem eru í spilaranum hér til hægri: ”Lebanon, Tennessee” og “There´s a rhythm”.

c86029fe6b3Tveimur árum síðar kom “Other songs” út, einnig pródúseruð af Froom, þar hélt Sexsmith uppteknum hætti frá síðustu plötu, þ.e. að spila áheyrilegar og einfaldar kantrýskotnar melódíur, “Strawberry blonde” (smellið til að sjá myndband og hlustið á lagið hér til hægri) í bland við hugljúf akústísk lög, “So young” (í spilaranum einnig).

Árið 1999 kom “Whereabouts” út og þótti gagnrýnendum Ron fatast örlítið flugið á henni, það var fátt nýtt og pródúsjóninn köld og líflaus. Þessi plata skildi lítið eftir sig og kallaði á breytingar. Ron sagði skilið við Interscope (eða þeir við hann) og næsta plata, “Blue Boy” var gefin út af breska Cooking Vinyl og kom út árið 2001. Platan var tekin upp í Nashville og nýjir pródúserar fengnir í stað Froom. Steve Earle og Ray Kennedy komu til skjalanna og blésu nýju lífi í lagasmíðar Sexsmith sem urðu meira poppaðar en áður. Skemmtileg útsetning t.d. á laginu “This song” og krúttlega mínímalíska lagið “Thirsty love” eru góð dæmi um þær breytingar sem Ron gekk í gegnum (hlustið hér til hægri).

f48710nqxa6Ári síðar færði Ron sig yfir til landa sinna í Nettwerk (sem hafa m.a. gefið út Söru McLachlan, Sixpense non the richer o.fl.) og gaf út plötuna “Cobblestone Runway”. Þessi plata var einnig mikil breyting frá þeirri fyrri (og þótti hún mikil breyting frá þeirri á undan), þarna var Ron farinn að gæla við hljómborð, trommuheila og alls kyns tól – það var sum sé komin meiri elektróník í þetta hjá stráknum. Platan er full af góðum lögum og má segja að hún hafi komið honum loksins á kortið... reyndar má segja að hann hafi fengið mikla hjálp frá kollega sínum hinum megin við hafið. Hann fékk nefnilega Chris nokkurn Martin úr Coldplay til þess að syngja dúett með sér í laginu “Gold in them hills” og var sá síngull gefinn út af EMI í Bretlandi. Lagið fékk þó nokkra spilun og er óhætt að segja að hann hafi eignast marga nýja aðdáendur upp úr því. Hlustaðu á “Gold in them hills” hér til hægri eða smelltu á til þess að sjá myndbandið.

Árið 2004 kom platan “Retriever” út (einning gefin út af Nettwerk) og þykir hún án ef sú poppaðasta af þeim öllum. Á plötunni má heyri áhrif frá 60s poppi, m.a. nokkur Bítlaáhrif. Þó að lagasmíðarnar á plötunni séu ekki með þeim bestu hjá Ron þá festi hann sig í sessi sem góður textahöfundur. “Whatever it takes” kom út sem síngull og er það ágætis popplag, hlustið hér til hægri.

Nýlegasta plata Sexsmith kom út í fyrra og ber nafnið “Time being”. Ég hef því miður ekki komist yfir þá plötu ennþá, en á þeirri plötu hittir Ron fyrir gamla pródúserinn sinn, Mitchell Froom.

Ron Sexsmith er í mínum huga einn af bestu söngvaskáldum nútímans og hafa ekki ómerkari menn eins og Elvis Costello og Paul McCartney misst þvag yfir snilld hans. Ron hefur ekki náð út til heildarinnar, eins og svo margir aðrir "óuppgötvaðir" snillingar, en svo lengi sem hann heldur sínu striki þá er ég allavega sáttur. Ég mæli með honum og þá kannski sérstaklega plötunum “Blue boy” og “Cobblestone runway”.

Hægt er að heyra meira með Ron á myspace, sem og heyra brot af öllum lögum af nýjustu plötu hans.

Hér fyrir neðan má sjá tónleika með Ron Sexsmith í Paradiso Hall í maímánuði árið 2005. Þar flytur hann m.a. lög sem ég hef sérstaklega nefnt hér að ofan: “There´s a rythm”, “Strawberry blonde”, “This song”, “Whatever it takes” og “Gold in them hills”.


Þrjár plötur í hnotskurn: Chemical brothers, Fields og Smashing Pumpkins

Hef verið að rúlla þremur nýlegum plötum í gegn að undanförnu. Hérna koma hugrenningar mínar um þær.

We are the night – Chemical Brothers [2007]
CB-WeAretheNightÉg nældi mér í þessa plötu með mjög svo opnum hug og allur af vilja gerður til þessa að gefa þeim Tim Rowlands og Ed Simons sjéns, aðallega af því að ég hef aldrei hlustað á heila plötu með þeim “bræðrum”. Einhvern tímann er allt fyrst sagði einhver. Á þessari plötu eru þeir búnir að fá til liðs við sig heilan haug af listamönnum, Klaxons, Midlake, Willy Mason, Ali Love (sem ég hélt að væri Justin Timberlake!) og Fatlip.

Fyrir mér er þessi plata 90s elektrónísk músík með smá dassi af “nýju reifi” (the new rave a la Klaxons), þeir bræður eru greinilega að reyna að fá sinn skerf af þessari nýju bylgju enda er heil kynslóð af töflubryðjandi og neon-skríkjandi breskum ungmennum sem fíla þetta í tætlur. Það eru nokkrar fínar lagasmíðar á þessari plötu og ekkert endilega þær þar sem að utanaðkomandi listamenn leggja hönd á plóginn. Það hefur ekki gengið sérstaklega vel fyrir 90s-elektróníska listamenn að gera góða hluti á nýrri öld, Moby, Fat Boy Slim og Prodigy hafa ekki náð að gera neitt sérstakt á undanförnum árum. Chemical Brothers hafa hér gert heiðarlega tilraun, hún mistókst svo sem ekki en slær ekki í gegn.

Hápunktar: “Saturate” og “The Pills Won't Help You Now” (feat. Midlake)  (hlustið hér til hægri ->)
Einkunn: 6.5

Fróðleiksmoli: Þeir kölluðu sig upphaflega “Dust Brothers” eftir hinum fornfrægu sömplurum og pródúserum "E.Z. Mike" "King Gizmo" sem eru kannski hvað frægastir fyrir vinnu sína á plötum eins og “Paul's Boutique” (Beastie Boys) og “Odelay” (Beck). En eftir að þeir (þ.e.a.s. Tim og Ed) fóru að túra um USA hótuðu upphaflegu Dust Brothers málsókn. Nýju duftbræður breytti því nafninu í efnabræður.

[myspace] [youtube] - myndband við lagið "Do it again" af plötunni

Everthing last winter – Fields [2007]
Fields-Band-everything-last-winterÞetta er breskt “verðandi-meik” með íslensku ívafi, en hin íslenska Þórunn Antonía spilar á hljómborð sem og syngur eitthvað í þessu bandi. Tónlist sveitarinnar er pjúra indípopp/rokk með smá elektróník í bland. Sveitin vakti mikla athygli í fyrra fyrir góða læv-frammistöðu og plöturisarnir börðumst um þau, svo fór að Atlantic Records (dóttirfyrirtæki Warner) samdi við þau. “Everything last winter” er frumraunin og geta þau verið nokkuð sátt, þau taka ekki mikla áhættu heldur spila þetta öruggt – útkoman fyrir vikið er líka frekar “safe” og hlutlaus. Sæmilegasta eintak.
 
Hápunktar: “If you fail we all fail” (hlustið hér til hægri ->)
Einkunn: 6.0

Fróðleiksmoli: Upptökustjórinn á plötunni var Michael Beinhorn en sá kappi hefur m.a. unnið með Herbie Hancock, Korn, Soundgarden og Marilyn Manson.

[myspace] [youtube] - lagið "If you fail we all fail" tekið upp í Kore Studios

Zeitgeist – Smashing Pumpkins [2007]
Zeitgeist_coverSjötta breiðskífa alternative-rokkaranna í Smashing Pumpkins kom út í byrjun þessa mánaðar og var eflaust beðið með mikilli eftirvæntingu víðast hvar, enda er þetta fyrsta plata sveitarinnar síðan árið 2000. Ég get ekki sagt að ég hafi beðið spenntur, fyrir mér þá eru SP sveitin sem voru svona aðeins til hliðar við grunge-hreyfinguna á fyrri hluta 90s og gerðu góða plötu árið 1995 (“Mellon Collie and the Infinite Sadness”), plata sem er af mörgum talin til vera eitt af meistarastykkjum síðasta áratugar. Eftir það hefur sveitin að mínum dómi ekki náð sér almennilega á strik og þar af leiðandi ekki fengið mikla hlustun hjá mér.

Þessi plata, “Zeitgeist”, er ekkert spes og er bara frekar leiðinleg! Það vantar ekki stóra sándvegginn, gamla góða SP-stílinn í þetta né “vælið” í Billy Corgan, en það er hins vegar voðalega fátt nýtt eða öðruvísi við þessa plötu.... hún er frekar gleymanleg þessi. Maður spyr sig hver tilgangurinn hafi verið með að “ríjúnæta” SP aftur? Fyrir mér er þetta bara gömul tugga í bland við það sem Corgan hefur verið að gera eftir SP, sem sagt Swan og hitt sem ég man ekki einu sinn hvað heitir.

Hápunktar: “Neverlost” (hlustið hér til hægri ->)
Einkunn: 5.5

Fróðleiksmoli: Sá sem hannaði plötuumslagið fyrir plötuna heitir Shepard Fairey og er grafískur hönnuður. Hann gerði m.a. einnig artworkið fyrir stórmyndina “Walk the line” (um Johnny Cash). Sjá artworkið hér.

[myspace] [youtube] - myndband við lagið "Tarantula" sem er einmitt á plötunni


6 laga mixteip: akústískir andskotar

Ég hef alltaf verið mjög veikur fyrir flottum akústískum melódíum, þá aðallega þegar kassagítarinn spilar aðalhlutverkið. Hér koma nokkur ansi góð akústísk lög sem koma mér alltaf í gott skap og mikið jafnvægi. Þetta eru sannkallaðir akústískir andskotar. Bendi á að öll lögin eru hér í spilaranum til hægri til streymingar ->

Naked as we came – Iron & Wine [af Our endless numbered days frá 2004]
Þjóðlagarokkarinn Sam Beam frá Flórída kallar sig Iron & Wine, þriðja breiðskífa hans er að koma út og er ég svona smám saman byrjaður að rúlla henni í gegn. Platan sem hann gaf út fyrir 3 árum er frábær og er þetta lag að finna þar. Gríðarlega hugljúft og fallegt lag.

Don´t think twice it´s alright – Bob Dylan [af The Freewheelin’ Bob Dylan frá 1963]
Hvað getur maður sagt um eitt besta lag sem samið hefur verið? Þetta er af annarri breiðskífu Dylan og má segja að sú plata hafi komið honum almennilega á kortið, á henni eru aðeins tvær ábreiður á meðan á debjúplötunni voru aðeins tvö orginal Dylan lög.

Hér er mjög svo alternatív útgáfa af laginu frá árinu 1965.

Heartbeats - José González [af Veneer frá 2003]
Þetta lag er kannski hvað þekktast fyrir að vera í auglýsingunni “með öllum skopparaboltunum“(frá Sony Bravia) og er enginn vafi á því að sú ekspónering kom þessum ágæta tónlistarmanni á kortið. Hann José er fæddur í Gautaborg í Svíþjóð en foreldrar hans eru frá Argentínu. Platan Veneer kom út árið 2003 og gerði ágætis hluti en innan takmarkaðs hlustendahóps. Platan var endurútgefin í UK og USA árið 2005. Þetta lag, “Heartbeats”, er reyndar ábreiða tekin frá löndum hans í The Knife.

Hér má sjá hann José taka lagið en einnig er auglýsingunni frægu blandað við þetta (auðvitað!).

Wonderwall – Ryan Adams [af Love is hell frá 2004]
Þetta ódauðlega lag með skítapésunum í Oasis öðlaðist nýtt líf þegar Ryan Adams tók það upp á sína arma. Hann fór fyrst að prófa að spila þetta læv árið 2001 og fékk svona líka frábær viðbrögð, lagið kom síðar út á plötunni “Love is hell” árið 2004. Það hafa svo sem margir reynt við þetta lag, hver man ekki eftir The Mike Flowers Pops árið 1995 með sína útgáfu af laginu, þeir náðu #2 á breska listanum! Sjá myndbandið hér. Allavega, útgáfa Ryan Adams af laginu er það góð að höfundurinn sjálfur, Noel Gallagher er farinn að spila þessa útgáfu þegar hann spilar læv. Gaman að því, enda er þessi útgáfa hreint mögnuð.

Hérna má sjá Ryan spila það læv í Atlanta árið 1996, ekki alveg eins gott og í spilaranum hér til hægri.

Heart of gold – Neil Young [af Harvest frá 1972]
Einhvers staðar las ég að þetta lag væri eini #1 síngull Neil Young? Endilega leiðréttið mig ef þið vitið betur. Lagið er frábært og af frábærri plötu sem hefur fengið að rúlla oft og mörgum sinnum í tækinu.

Hér má sjá Neil Young taka lagið læv í myndveri BBC í febrúar árið 1971. Hann tekur ca. 2 mínútur í að koma sér fyrir og spjalla aðeins, svo byrjar þetta.

The Shining – Badly Drawn Boy [af Hour of Bewilderbest frá 2000]
Eitt af mínum allra allra uppáhalds, þetta lag er hreint og beint afbragð. Damon Gough kallar sig “illa teiknaðan dreng”, Badly Drawn Boy, og er mjög merkilegur tónlistarmaður. Þessi lágvaxni og þybbni maður “með húfuna” er frá Dunstable í Bedford-skíri og fór ekki auðveldu leiðina í bransanum. Hann byrjaði á að gefa út EP-plötur og dreifa þeim á meðal vina og ættingja, svo fór að spyrjast út að það var nokkuð í hann spunnið, þá fór hann að dreifa diskum á næturklúbba og aðra spilastaði. Á árunum 1995-1999 gaf hann út meira en fimm EP-plötur og sú síðasta “Once around the block” fengu hjólin til þessa að snúast. Breiðskífurnar eru í dag orðnar fimm, mjög misjafnar reyndar, en sú fyrsta (Hour of bewilderbeast) klárlega sú besta. Gough er mjög athyglisverður á tónleikum, keðjureykir, sötrar bjór og segir stundum of margar og of langar sögur.

Læv upptaka frá tónleikum BDB í The Royal Festival Hall árið 2004.


Svar við getrauninni....

Svörin létu ekki á sér standa, þetta kom reyndar í nokkrum skömmtum en komst á hreint fyrir rest. Hér fyrir neðan má sjá rétt svör sem og link í myndbönd við lögin.

1. Pretty flamingo – Manfred Mann (ekki myndband reyndar, orginal lagið hljómar á meðan stillimynd af kassettutæki fyllir skjáinn)
2. Since you´ve been gone - Rainbow
3. Rise – Public Image Limited
4. I wanna be adored – Stone Roses
5. Shiver - Coldplay
6. Chicago – Sufjan Stevens (læv upptaka)
7. Beautiful ones - Suede
8. Are friends electric – Gary Numan (læv í þýsku sjónvarpi)
9. Strange magic - ELO (læv upptaka)
10. On the road again – Canned Heat

Glöggir lesendur sjá að það var byrjað á 60s, svo var farið í 70s, næst 80s, 90s, svo komu tvö í röð frá 00s (Coldplay og Sufjan Stevens) og loks færðist þetta niður 90s, 80s, 70s og 60s.

Verð að hrósa þeim sem tóku þátt og þekktu lögin, sumt af þessu var býsna strembið og oft erfitt að ná að átta sig á aðeins 5 sekúndna broti. Skelli inn nýrri getraun við tækifæri.

Getraun: þekkir þú þessi lög?

Kominn tími á færslu og kominn tími á "lauflétta" tónlistargetraun. Í spilaranum hér til hægri er hljóðstykki merkt "Getraun-Getraun". Þetta eru 10 brot úr misþekktum lögum, hvert lagabrot er 5 sekúndur að lengd. Það er auðvitað spurt um bæði lagaheiti og flytjanda.

Vísbending: í þessum hrærigrauti er þó smá regla, það eru tvö lagabrot frá 60s, tvö frá 70s, tvö frá 80s, tvö frá 90s og tvö frá 00s.

Er ekki málið að svara í athugasemdadálkinn hér fyrir neðan?

Góð umfjöllun um Roskilde
Vil benda á greinargóða umfjöllun um Hróarskelduhátíðina hjá Kris Guð, hér.


Mother Mother

promoshotFélagi minn benti mér á þetta band nú á dögunum. Þau koma frá Vancouver í Kanada og hafa verið að geta sér góðs orðs jafnt og þétt að undanförnu. Ryan Guldemond var að vinna að sólóstöffi fyrir nokkrum árum en datt í hug að fá systur sína sem og menntaskólasystur til þess að syngja bakraddir fyrir sig. Tríóið kallaði sig Mother og spilaði nokkur akústísk gigg. Ryan fékk síðan tvo herramenn til viðbótar, einn á trommur og annan á bassa, og nú var komið bandið Mother Mother.

Sjálf gáfu þau út breiðskífu árið 2005 sem hét einfaldlega “Mother Mother” en þrátt fyrir að fá litla athygli þá fékk hún prýðis viðtökur hjá pressunni sem og hlustendum. Platan var svo endurútgefin núna í ár af kanadíska Last Gang Records (m.a. New Pornographers, Chromeo og Death from above 1979), nú hét skífan “Touch up” og bættu þau við nokkrum nýjum lögum sem ekki voru á nýju útgáfunni.

Tónlistin sem Mother Mother spilar er þannig séð einfaldlega índípopp, sumir myndu flokka þetta undir tyggjókúlupopp en mér finnst vera meiri dýpt í þessu en svo. Þau eru öll jazz- og/eða klassískt menntuð og bera lagasmíðarnar gæðalegann keim af því. Ég er að fíla þetta hressilega kanadíska popp, mæli með þessu.

Þrjú lög með Mother Mother eru í spilaranum hér til hægri:
- Touch up
- Dirty town
- Verbatim

[myspace] – þar er auðvitað hægt að hlusta á fleiri lög, mæli sérstaklega með “Legs away”.
[official web] – opinber heimasíða Mother Mother

Og hér er myndbandið við titillag plötunnar: “Touch up”


White Stripes, Interpol og The National

Þrjár plötur hafa fengið að rúlla í tækinu upp á síðkastið, þetta eru "Icky thump" með White Stripes, "Our love to admire" með Interpol og svo "Boxer" með The National.

Í hnotskurn: Icky Thump – White Stripes [2007]
IckyThump_CoverwsAð hugsa sér að það séu liðin 10 ár frá því að White stripes kom fyrst fram á sjónarsviðið. Nýjasta plata dúettsins er afar hrátt kvikindi, hún er tekin upp á tæpum þremur vikum og er það merkilegt nokk lengsta upptökuferli sveitarinnar til þessa! Þetta er pjúra hrátt og nakið rokk og ról, þó í bland við áður óheyrð áhrif (hjá WS), m.a. sekkjapípur og almenn mariachi-stemning. Ætli Jack White láti ekki Raconteurs-frontið sitt sjá um hlustendavæna tónlist og noti dúettinn með systur/kærustu (?) sinni til þess að blúsa aðeins og leika sér með gítarmagnarana í Nashville? Gott plan. Ég er nokkuð ánægður með þessa plötu, svolítið erfitt að átta sig á henni en hún verður betri við hverja hlustun og það veit á gott.

Hápunktar: “300 M.P.H. Torrential Outpour Blues” og “Prickly Thorn, But Sweetly Worn”. (hlustið hér til hægri)
Einkunn: 7.0

Fróðleiksmoli: White Stripes hafa, ólíkt flestum öðrum hljómsveitum, verið mjög duglegir við að leka EKKI lögum á netið áður en plötur þeirra koma út. En nokkrum vikum áður en að “Icky Thump” kom út var hún spiluð í heild sinni á útvarpsstöðinni Q101 í Chicago, þetta var í algjöru leyfisleysi. Jack White hringdi brjálaður í útvarpsstöðina og lét þá heyra það. Sögusagnir eru uppi um að plötufyrirtækið (Warner) hafi lekið plötunni til stöðvarinnar í kynningarskyni.

[myspace] [youtube] - myndband við titillag plötunnar


Í hnotskurn: Our love to admire – Interpol [2007]
Interpol_-_Our_Love_To_AdmireVerð að játa það að ég hef aldrei gefið þeim félögum í Interpol mikinn sjéns í gegnum árin, á hvorugar plöturnar þeirra en ákvað að næla mér í þá nýjustu eftir að ég heyrði fyrsta síngulinn ("The Heinrich Maneuver"). Mér líkar vel við þennan myrka indí-stíl sem þeir keyra á, greinileg Joy Division-áhrif í gangi og slatti af þunglyndi. Góður kokteill að mestu leiti en verður mjög fljótt einsleitur. Það eru nokkrar mjög góðar lagasmíðar á þessari plötu en mér finnst vanta nokkuð upp á til þess að hægt sé að tala um góða plötu. Þetta eintak er yfir meðallagi.
 
Hápunktar: “Pioneer to the falls” og “The Heinrich Maneuver” (hlustið hér til hægri)
Einkunn: 6.5

Fróðleiksmoli: Interpol eru taldir tilheyra “post-punk-revival” bylgjunni sem ruddi sér rúms á upphafi þessarar aldar. Skilgreiningin á þessari tónlistarbylgju er nokkurn veginn þannig að þetta er blanda af indírokki, póst-pönki og elektróník. Fleiri bönd sem tilheyra þessari bylgju eru t.d. Strokes, Liars, Yeah Yeah Yeahs og The Rapture. Pjúra póst-pönk hljómsveit og fánaberi þeirrar bylgju, ef út í þá sálma sé farið, er án efa Joy Division.

[myspace] [youtube] - myndband við lagið "The Heinrich Maneuver"


Í hnotskurn: Boxer – The National [2007]
TheNational-BoxerFjórða stúdíóplata The National kom út í maí síðastliðnum en ég er reyndar bara tiltölulega nýbúinn að næla mér í eintak. Mikið hefur verið ritað og rætt um ágæti þessarar plötu og margir góðir dómar birst á öldum ljósvakans. Platan er ansi góð, því er ekki að neita. Sveimkenndi baritónninn hann Matt Berninger er frontur sveitarinnar og skapar hann skemmtilega melankólíska stemningu á þessari plötu, og ekki eru textar hans í slakari kantinum. Fyrir utan upphafslagið, “Fake empire”, er enginn augljós hittari á þessari plötu, heldur er hún mjög jöfn heilt yfir. Gott eintak hér á ferð.

Hápunktar: “Fake empire”, “Green gloves” og “Start a war”. (hlustið hér til hægri)
Einkunn: 7.5

Fróðleiksmoli: Myndin á plötuumslaginu er af hljómsveitinni þegar hún spilaði í brúðkaupi upptökustjórans síns, Peter Katis. Til gamans má geta að Peter þessi pródúseraði einmitt fyrstu tvær plötur Interpol, en ekki þá þriðju sem er hér að ofan.

[myspace] [youtube] - myndband við lagið "Mistaken for strangers"


Fortíðardraugar: 5 óþolandi 90s-lög

Átti gott spjall við nokkra félaga á dögunum og barst talið að lélegum og/eða leiðinlegum lögum. Við stikluðum á stóru í tónlistarsögunni (ca. frá 60s og til dagsins í dag) og nefndum lög sem við mundum eftir (þ.e. voru vinsæl) en við gjörsamlega þoldum ekki.

Þetta spjall varð til þess að ég settist niður og fór að velta fyrir mér "fortíðardraugum" tónlistarsögunnar, datt í hug að byrja á því að nefna 5 lög frá tíunda áratugnum (90s) sem ég gjörsamlega þoldi ekki og skyldi ekkert í því af hverju þau voru svona vinsæl. Þetta eru ekki endilega 5 verstu lög 90s að mínum dómi, þetta eru einfaldlega 5 leiðinleg lög sem ég man eftir í fljótu bragði. Orðað öðruvísi: þessi 5 lög "representa" ekki rjómann af góðri tónlist 10. áratugarins!!

Scatman (Ski Ba Bop Ba Dop Bop) - Scatman John (1994)
John Paul Larkin, heitinn, skaust svo sannarlega upp á stjörnuhimininn árið 1994 með þessu lagi. Neita því ekki, viðlagið er grípandi og auðvelt er að syngja með, en kommon......
Ég reyndar verð að gefa honum John smá kredit eftir að ég fór aðeins að rýna í sögu hans. Þannig er að John stamaði frá unga aldri og olli það honum miklum vandræðum. Á unglingsárum, þá spilandi á píanó, þá kynntist hann söngaðferðinni "scat singing" (sjá wikipedia) í gegnum Ellu Fitzgerald og Louis Armstrong. Ekki það að hann hafi notað þessa aðferð, hann var píanóleikari og söng aldrei neitt. John varð síðar prófessjónal jazz-tónlistarmaður og gat sér gott orð á áttunda og níunda áratugnum. Vendipunkturinn á ferli hans var svo þegar hann fluttist til Berlínar (frá L.A. þar sem hann ólst upp) og fór að spila á pöbbum og skemmtiferðaskipum. Í stað þessa týpísku instrúmental "setta" sinna þá bætti hann við dagskrána laginu "On the Sunny Side of the Street" og notaði "scat singing". Þetta vakti stormandi lukku í hvert einasta skipti.

Þetta spurðist út og umbinn hans stakk upp á hvort hann ætti ekki bara að blanda "scat singing" og hin vinsæla teknói sem réði ríkjum í tónlistarheiminum um það leiti. John var efins, var hræddur um að það kæmist upp um að hann stamaði - honum var bent á að semja lög og texta sem fjölluðum um stam. Fyrsta lagið gerði svona stormandi lukku að öll heimsbyggðin stamaði með.




What is love - Haddaway (1993)
Pabbi hans Alexanders Haddaway var hollenskur sjávarlíffræðingur, mamma hans hjúkrunarkona frá Trínidad. Haddaway ólst upp bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum en bjó í Köln í Þýskalandi frá árinu 1989. Haddaway gerði júródanstónlist eins og hún gerðist verst/best (?) en náði miklum vinsældum með þessu lagi. Mestum vinsældum náði hann þó í gömlu ríkjum Sovétríkjanna, t.d. var þetta lag talið vera vara-þjóðsöngur Eista! Þessi tónlist á greinilega upp á pallborðið í þessum ríkjum enn þann dag í dag, sjáið bara Júróvisjón! Hrútleiðinlegt lag alveg hreint.



All that she wants - Ace of Base (1993)
Gjörsamlega þoli ekki lagið. Sá það um daginn á VH1 og fékk hroll. Þessi kvartett frá Gautaborg í Svíþjóð má eiga það að þau gerðu gríðarlega góða hluti á vinsældarlistum um heim allan. Náðu meira að segja góðum árangri í Ameríkunni (þessi síngull nr. #2 þar í landi). Breytir samt engu um það að ég þoli ekki lagið!



Informer - Snow (1993)
Hinn kanadíski "afbrotamaður" Darrin O'Brien gerði allt vitlaust með þessu lagið árið 1993, þá nýsloppinn út úr steininum, sat inni meira að segja í 1 ár. Darrin er sagður vera verðlaunaður kanadískur reggítónlistarmaður (sjá wikipedia) sem....zzzzz....zzzzzz...... einstaklega döpur tilraun hjá hvítum reggírappara að þykjast vera kúl.... Kanada var ekki kúl á þessum tíma.



Two princes - Spin doctors (1992)
Öll þessi lög sem ég hef talið upp eiga það sameiginlegt að vera rosalega einsleit og mikið um endurtekningar í þeim. Þetta lag, með alternative rokkurunum (haha!) frá New York, toppar þó endurtekningarnar í leiðindum. Bandið er enn að í dag og á þessum 15 árum frá því að lagið um prinsessurnar tvær var vinsælt, þá hefur bandið kannski hvað helst afrekað að hafa samið "theme" lagið fyrir tímabil 2 og 3 í sjónvarpsþættinum vinsæla "Spin city".

Sem betur fer á ég ekkert af þessum lögum til og því geta lesendur bloggsins því miður ekki hlustað á þau í spilaranum hér til hægri ->


"Fireworks" og "Leaf house" með Animal Collective

Platan "Strawberry Jam" með Animal Collective kemur út í september á þessu ári og bíða margir spenntir eftir því. Ég heyrði fyrst í sveitinni árið 2005 og þá var það hin frábæra plata "Sun tongs" (sem kom út 2004), fyrsta lag þeirrar plötu, "Leaf House" er hreinlega með betri lögum sem ég hef heyrt á ævinni, segi ég og skrifa! Sjá það spilað læv via jútjúb hér og hlustið á það í spilaranum hér til hægri ->

animal1-thumbÞó að nýja platan komi ekki út fyrr en í haust þá er auðvitað meira eða minna búið að leka henni á veraldarvefinn. "Dýrahópurinn" var reyndar nokkuð klókur í sínum aðgerðum, fyrstu þremur lögunum sem lekið var til fjölmiðla í kynningarskyni, voru rækilega "eyrnamerkt" á stafrænan hátt, þ.e.a.s. hvert og eitt eintak var merkt viðkomandi blaðamanni og/eða fjölmiðli. Skömmu síðar fóru lögin að streyma um vefinn og þá var auðvelt að sjá hver hafði lekið þessu. Viðkomandi tónlistarskríbent var tekinn rækilega í gegn og þurfti að skrifa strákunum einlæga afsökunarbeiðni út af hátterni sínu.

Ég er ekki mikið fyrir það að heyra eitt og eitt lag, vill heldur renna heillri plötu í gegn - það er þó ekki alltaf mögulegt. Hérna fyrir neðan er myndband við lag af nýju plötunni (sem gefin er út af Domino Records), lagið "Fireworks". Lofar aldreilis góðu. Hlustið á lagið í spilaranum hér til hægri ->



[myspace] [Domino Records]

Hnotskurnir fyrri parts 2007

Til gamans, úr því að árið 2007 er rúmlega hálfnað, þá birti ég yfirlit yfir þær plötur sem ég hef hlustað á og komu út á árinu. Athyglisvert þegar ég renni yfir listann þá sé ég strax að sumar plöturnar hafa vanist betur og betur á meðan aðrar verða þreyttari og "slakari" við hverja hlustun. Ef ég ætti að nefna dæmi þá finnst mér t.d. Wilco hafa unnið mikið á frá því ég hlustaði á hana fyrst, Feist verður bara betri og betri, sömuleiðis Modest Mouse.... á hinn bóginn dalar Clap Your Hands Say Yeah sem og Bloc Party. En svona er þetta, plötudómur er ekki dýnamískur og stend ég við það hugarástand sem ég var í þegar þessir dómar voru ritaðir. Hins vegar þegar árið verður gert upp þá eru þessar einkunnir aðeins til viðmiðunar, eitt af því sem einkennir góða plötu (að mér finnst) er að hún eldist vel hvort sem það líða vikur, mánuðir eða ár.

(Nafn á plötu, nafn á hljómsveit, einkunn) Læt fylgja með eitt stykki vídjó via jútjúb við hverja plötu á topp 5.

1. Grinderman – Grinderman 9.0

Þetta er official myndbandið við lagið "Grinderman" af samnefndri plötu.

2.-5. Neon Bible – Arcade Fire 8.0

Arcade Fire hita hér upp fyrir tónleika sína í París. Þetta er langt myndband en vel þess virði að sjá, sjáið m.a. "Neon Bible" spilað í lyftunni á leiðinni upp á svið, og "Wake up" spilað inni í áhorfendaskaranum áður en að tónleikarnir hefjast.

2.-5. Some loud thunder - Clap Your Hands Say Yeah 8.0

Hér er "Yankee go home" af plötunni, þetta er tónleikaupptaka.

2.-5. The Reminder – Feist 8.0

"I feel it all" spilað læv í Orpheum-leikhúsinu í Vancouver.

2.-5. We Were Dead Before The Ship Even Sank - Modest Mouse 8.0

Lagið "Dashboard" flutt læv í þætti David Letterman í maí-mánuði á þessu ári.

6.-8. Armchair Apocrypha – Andrew Bird 7.5
6.-8. Memory almost full – Paul McCartney 7.5
6.-8. A weekend in the city - Bloc Party 7.5
9.-12. Volta – Björk 7.0
9.-12. All of a sudden I miss everyone – Explosions in the sky 7.0
9.-12. Friend and Foe – Menomena 7.0
9.-12. Myth Takes - !!! 7.0
13. Sky blue sky – Wilco 6.5
14.-15. Myths of the near future – Klaxons 6.0
14.-15. Everybody – The Sea and Cake 6.0
16. Because of the times – Kings of Leon 5.5


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband