Leita í fréttum mbl.is

Fortíðardraugar: 5 óþolandi 90s-lög

Átti gott spjall við nokkra félaga á dögunum og barst talið að lélegum og/eða leiðinlegum lögum. Við stikluðum á stóru í tónlistarsögunni (ca. frá 60s og til dagsins í dag) og nefndum lög sem við mundum eftir (þ.e. voru vinsæl) en við gjörsamlega þoldum ekki.

Þetta spjall varð til þess að ég settist niður og fór að velta fyrir mér "fortíðardraugum" tónlistarsögunnar, datt í hug að byrja á því að nefna 5 lög frá tíunda áratugnum (90s) sem ég gjörsamlega þoldi ekki og skyldi ekkert í því af hverju þau voru svona vinsæl. Þetta eru ekki endilega 5 verstu lög 90s að mínum dómi, þetta eru einfaldlega 5 leiðinleg lög sem ég man eftir í fljótu bragði. Orðað öðruvísi: þessi 5 lög "representa" ekki rjómann af góðri tónlist 10. áratugarins!!

Scatman (Ski Ba Bop Ba Dop Bop) - Scatman John (1994)
John Paul Larkin, heitinn, skaust svo sannarlega upp á stjörnuhimininn árið 1994 með þessu lagi. Neita því ekki, viðlagið er grípandi og auðvelt er að syngja með, en kommon......
Ég reyndar verð að gefa honum John smá kredit eftir að ég fór aðeins að rýna í sögu hans. Þannig er að John stamaði frá unga aldri og olli það honum miklum vandræðum. Á unglingsárum, þá spilandi á píanó, þá kynntist hann söngaðferðinni "scat singing" (sjá wikipedia) í gegnum Ellu Fitzgerald og Louis Armstrong. Ekki það að hann hafi notað þessa aðferð, hann var píanóleikari og söng aldrei neitt. John varð síðar prófessjónal jazz-tónlistarmaður og gat sér gott orð á áttunda og níunda áratugnum. Vendipunkturinn á ferli hans var svo þegar hann fluttist til Berlínar (frá L.A. þar sem hann ólst upp) og fór að spila á pöbbum og skemmtiferðaskipum. Í stað þessa týpísku instrúmental "setta" sinna þá bætti hann við dagskrána laginu "On the Sunny Side of the Street" og notaði "scat singing". Þetta vakti stormandi lukku í hvert einasta skipti.

Þetta spurðist út og umbinn hans stakk upp á hvort hann ætti ekki bara að blanda "scat singing" og hin vinsæla teknói sem réði ríkjum í tónlistarheiminum um það leiti. John var efins, var hræddur um að það kæmist upp um að hann stamaði - honum var bent á að semja lög og texta sem fjölluðum um stam. Fyrsta lagið gerði svona stormandi lukku að öll heimsbyggðin stamaði með.




What is love - Haddaway (1993)
Pabbi hans Alexanders Haddaway var hollenskur sjávarlíffræðingur, mamma hans hjúkrunarkona frá Trínidad. Haddaway ólst upp bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum en bjó í Köln í Þýskalandi frá árinu 1989. Haddaway gerði júródanstónlist eins og hún gerðist verst/best (?) en náði miklum vinsældum með þessu lagi. Mestum vinsældum náði hann þó í gömlu ríkjum Sovétríkjanna, t.d. var þetta lag talið vera vara-þjóðsöngur Eista! Þessi tónlist á greinilega upp á pallborðið í þessum ríkjum enn þann dag í dag, sjáið bara Júróvisjón! Hrútleiðinlegt lag alveg hreint.



All that she wants - Ace of Base (1993)
Gjörsamlega þoli ekki lagið. Sá það um daginn á VH1 og fékk hroll. Þessi kvartett frá Gautaborg í Svíþjóð má eiga það að þau gerðu gríðarlega góða hluti á vinsældarlistum um heim allan. Náðu meira að segja góðum árangri í Ameríkunni (þessi síngull nr. #2 þar í landi). Breytir samt engu um það að ég þoli ekki lagið!



Informer - Snow (1993)
Hinn kanadíski "afbrotamaður" Darrin O'Brien gerði allt vitlaust með þessu lagið árið 1993, þá nýsloppinn út úr steininum, sat inni meira að segja í 1 ár. Darrin er sagður vera verðlaunaður kanadískur reggítónlistarmaður (sjá wikipedia) sem....zzzzz....zzzzzz...... einstaklega döpur tilraun hjá hvítum reggírappara að þykjast vera kúl.... Kanada var ekki kúl á þessum tíma.



Two princes - Spin doctors (1992)
Öll þessi lög sem ég hef talið upp eiga það sameiginlegt að vera rosalega einsleit og mikið um endurtekningar í þeim. Þetta lag, með alternative rokkurunum (haha!) frá New York, toppar þó endurtekningarnar í leiðindum. Bandið er enn að í dag og á þessum 15 árum frá því að lagið um prinsessurnar tvær var vinsælt, þá hefur bandið kannski hvað helst afrekað að hafa samið "theme" lagið fyrir tímabil 2 og 3 í sjónvarpsþættinum vinsæla "Spin city".

Sem betur fer á ég ekkert af þessum lögum til og því geta lesendur bloggsins því miður ekki hlustað á þau í spilaranum hér til hægri ->


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég hef greinilega miklu hærri þröskuld en þú. Mér finnst mörg þessa laga bara alveg ágæt. Held reyndar að mér hafi aldrei þótt neitt af þessum lögum virkilega gott en alveg ágætt að hlusta á þau á nokkurra ára fresti.

Takk annars fyrir pistlana þína. Þeir eru mjög skemmtilegir og ég hef uppgötvað helling af tónlist sem mér finnst flott. Reyndi að hlaða eitthvað með Soulsavers niður af Limewire en þeir virðast ekki hafa neitt þar.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 16.7.2007 kl. 01:20

2 identicon

Vá þegar ég las þetta blogg hjá þér þá fékk ég svona blast from the past tilfinningu og sá fyrir mér öll unglingsárin fann næstum því lyktina bara af þvi einu að lesa um þessi lög..hahaha svona er maður nú 90´s næmur..Og við sem vorum alltaf að öfunda hippana og 80's liðið á þvi að hafa átt svona sér tímabil fyrir sig meðan okkur leið eins og við ættum ekki neitt tímabil og 90'S væri bara svona millibilsástand..En það er nú sennilega alltaf þannig að fólk fattar ekki þegar það er að upplifa hlutina það er ekki fyrr en mörgum árum seinna þegar það lítur til baka sem það sér tímabilið sem það upplifði sem eitthvað sérstakt. En allaveganna þá datt mér i hug að nefna fyrstu 5 BESTU lögin sem komu upp i hausinn á mér eftir að ég las 5 mest óþolandi lögin þín hi hi.. Þetta er það sem mér datt fyrst i hug..

STOP með Sam Brown ansi gott lag sem virkar enn þann dag i dag..blús sungin af hvítri konu i rauðum kjól með ofsalega rauðan varalit.

Crystal Waters man ekki titilinn en textabrot sem ég man eftir er þetta "She wakes up early every morning just to do her make up"Ég man að Crystal Waters kom til íslands og spilaði á Hótel íslandi alveg brill og bara fyndið.

STING "Three of hearts "alveg brill lag þetta lag var i 2 myndum Leon og einhverri annari með einum af Baldvin bræðronum.

Violent Femmes "Add it up" alveg brill lag sem var i myndinni Singles

Pearl Jam "Black" gerist ekkert meira 90'S grunge..

Alveg fyndið ég gæti allt i einu nefnt 100 lög sem ég var búin að gleyma en ég læt þetta duga í bili.. Kv Elín

elinjonina (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 01:28

3 identicon

Sannleikurinn er sá að þetta eru GEGGJUÐ LÖG!!! :)

Ég skal segja ykkur hvernig formúlan virkar..

Miðbæjarrottur sem vita ekki hvaða merki Gilette er og listaspírur og þannig fólk hlustar á Coldplay álika sunnudags-rigningartónlist og fílar að finna ekki fyrir fótunum á sér á efri hæðinni á Prikinu vegna troðnings... Það hefur andúð á 90's lögum...

Fallega og skemmtilega fólkið sem þjáist ekki af þunglyndi, dýrkar þessi 90's lög því þau koma manni alltaf í gott skap :)

 Mjög einfalt...

I I (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 18:48

4 identicon

Ekki veit ég hver þú ert.

  En að blanda saman Haddaway og Scatman John, við Spin doctors er náttúrulega bara ekkert annað, en asskoti góður vitnisburður um mann, sem hefur nákvæmlega ekkert til að skrifa um og neyðist til að henda inn í þessa upptalningu sína bærilegustu hljómsveit og fínu lagi, einungis til að "lífga upp á listann". Sorglegur

díon michelius (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 19:13

5 identicon

Spurning hvað eigandi þessa vefs er gamall... allaveganna man ég þegar þessi lög voru vinsæl, sumarið sem Street Ball var haldið í Laugardalnum, hvítar gallabuxur voru vinsælar og Galaxy leiktækjasalurinn var í Kringlunni og Ingólfskaffi var og hét og Tunglið í Lækjargötu...  myndi sko drepa til að lifa þetta ár aftur :)

I I (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 23:08

6 Smámynd: My Music

Ég þakka skemmtilegar athugasemdir. Þessar hugrenningar mínar voru langt í frá að vera áfellisdómur á áratuginn 90s sem slíkann, enda margt gott sem gerðist þá.

Tónlistarlega séð þá finnst mér þessi áratugur ekki eins sterkur og t.d. 60s og 80s, en það breytir því ekki að það var margt gott í tónlistinni á þessum tíma, ég ákvað hins vegar að benda á 5 stykki óþolandi lög, ég læt topp 5 yfir góð 90s lög bíða betri tíma.

Ég tek hattinn ofan fyrir Díon Michelius, hann er fyrsti Spin Doctors-maðurinn sem ég heyri af. Þau lög sem ég hef heyrt með þeim, aðallega af "Pocket full of kryptonite" og stöku lög af hinu stöffinu, eru mér ekki að skapi. Þannig er nú það.

My Music, 17.7.2007 kl. 11:24

7 Smámynd: Grumpa

var búin að gleyma hvað Imformer var hræðilegt lag! úfff!!

Grumpa, 17.7.2007 kl. 16:04

8 identicon

Þú verður að kynna þér tónlistina betur, svipuð og blues traveller.

  Sá þá einu sinni á tónleikum í Houston(1993). Voru með mjög skemmtilega sviðsframkomu, og hótaði bassaleikarinn m.a. að berja nokkra óróaseggi meðal tónleikagesta. Þetta var frekar fyndin uppákoma, en honum var full alvara. Síðan héldu tónleikarnir áfram eins og ekkert hefði í skorist.  Hann gerði sig virkilega líklegan til að hoppa út í salinn!!! Þetta var magnað!!  Annars eru þetta nú mestu friðsemdargaurar held ég.

Dion michelius (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 675

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband