Leita í fréttum mbl.is

White Stripes, Interpol og The National

Ţrjár plötur hafa fengiđ ađ rúlla í tćkinu upp á síđkastiđ, ţetta eru "Icky thump" međ White Stripes, "Our love to admire" međ Interpol og svo "Boxer" međ The National.

Í hnotskurn: Icky Thump – White Stripes [2007]
IckyThump_CoverwsAđ hugsa sér ađ ţađ séu liđin 10 ár frá ţví ađ White stripes kom fyrst fram á sjónarsviđiđ. Nýjasta plata dúettsins er afar hrátt kvikindi, hún er tekin upp á tćpum ţremur vikum og er ţađ merkilegt nokk lengsta upptökuferli sveitarinnar til ţessa! Ţetta er pjúra hrátt og nakiđ rokk og ról, ţó í bland viđ áđur óheyrđ áhrif (hjá WS), m.a. sekkjapípur og almenn mariachi-stemning. Ćtli Jack White láti ekki Raconteurs-frontiđ sitt sjá um hlustendavćna tónlist og noti dúettinn međ systur/kćrustu (?) sinni til ţess ađ blúsa ađeins og leika sér međ gítarmagnarana í Nashville? Gott plan. Ég er nokkuđ ánćgđur međ ţessa plötu, svolítiđ erfitt ađ átta sig á henni en hún verđur betri viđ hverja hlustun og ţađ veit á gott.

Hápunktar: “300 M.P.H. Torrential Outpour Blues” og “Prickly Thorn, But Sweetly Worn”. (hlustiđ hér til hćgri)
Einkunn: 7.0

Fróđleiksmoli: White Stripes hafa, ólíkt flestum öđrum hljómsveitum, veriđ mjög duglegir viđ ađ leka EKKI lögum á netiđ áđur en plötur ţeirra koma út. En nokkrum vikum áđur en ađ “Icky Thump” kom út var hún spiluđ í heild sinni á útvarpsstöđinni Q101 í Chicago, ţetta var í algjöru leyfisleysi. Jack White hringdi brjálađur í útvarpsstöđina og lét ţá heyra ţađ. Sögusagnir eru uppi um ađ plötufyrirtćkiđ (Warner) hafi lekiđ plötunni til stöđvarinnar í kynningarskyni.

[myspace] [youtube] - myndband viđ titillag plötunnar


Í hnotskurn: Our love to admire – Interpol [2007]
Interpol_-_Our_Love_To_AdmireVerđ ađ játa ţađ ađ ég hef aldrei gefiđ ţeim félögum í Interpol mikinn sjéns í gegnum árin, á hvorugar plöturnar ţeirra en ákvađ ađ nćla mér í ţá nýjustu eftir ađ ég heyrđi fyrsta síngulinn ("The Heinrich Maneuver"). Mér líkar vel viđ ţennan myrka indí-stíl sem ţeir keyra á, greinileg Joy Division-áhrif í gangi og slatti af ţunglyndi. Góđur kokteill ađ mestu leiti en verđur mjög fljótt einsleitur. Ţađ eru nokkrar mjög góđar lagasmíđar á ţessari plötu en mér finnst vanta nokkuđ upp á til ţess ađ hćgt sé ađ tala um góđa plötu. Ţetta eintak er yfir međallagi.
 
Hápunktar: “Pioneer to the falls” og “The Heinrich Maneuver” (hlustiđ hér til hćgri)
Einkunn: 6.5

Fróđleiksmoli: Interpol eru taldir tilheyra “post-punk-revival” bylgjunni sem ruddi sér rúms á upphafi ţessarar aldar. Skilgreiningin á ţessari tónlistarbylgju er nokkurn veginn ţannig ađ ţetta er blanda af indírokki, póst-pönki og elektróník. Fleiri bönd sem tilheyra ţessari bylgju eru t.d. Strokes, Liars, Yeah Yeah Yeahs og The Rapture. Pjúra póst-pönk hljómsveit og fánaberi ţeirrar bylgju, ef út í ţá sálma sé fariđ, er án efa Joy Division.

[myspace] [youtube] - myndband viđ lagiđ "The Heinrich Maneuver"


Í hnotskurn: Boxer – The National [2007]
TheNational-BoxerFjórđa stúdíóplata The National kom út í maí síđastliđnum en ég er reyndar bara tiltölulega nýbúinn ađ nćla mér í eintak. Mikiđ hefur veriđ ritađ og rćtt um ágćti ţessarar plötu og margir góđir dómar birst á öldum ljósvakans. Platan er ansi góđ, ţví er ekki ađ neita. Sveimkenndi baritónninn hann Matt Berninger er frontur sveitarinnar og skapar hann skemmtilega melankólíska stemningu á ţessari plötu, og ekki eru textar hans í slakari kantinum. Fyrir utan upphafslagiđ, “Fake empire”, er enginn augljós hittari á ţessari plötu, heldur er hún mjög jöfn heilt yfir. Gott eintak hér á ferđ.

Hápunktar: “Fake empire”, “Green gloves” og “Start a war”. (hlustiđ hér til hćgri)
Einkunn: 7.5

Fróđleiksmoli: Myndin á plötuumslaginu er af hljómsveitinni ţegar hún spilađi í brúđkaupi upptökustjórans síns, Peter Katis. Til gamans má geta ađ Peter ţessi pródúserađi einmitt fyrstu tvćr plötur Interpol, en ekki ţá ţriđju sem er hér ađ ofan.

[myspace] [youtube] - myndband viđ lagiđ "Mistaken for strangers"


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Björn Sigurđsson

Áhugaverđar plötur sem ţú tekur fyrir. Ég hef tekiđ undarlegt ástfóstur viđ interpol. Ég keypti plötuna Bright Lights eftir ađ Antics var komin út. Ég er búin ađ hlusta endalaust á ţá plötu og á ekki en Antics. Ćtli ég láti ekki verđa af ţví fyrst ţriđja platan ţeirra er komin út. 

White Stripes er merkileg hljómsveit sem hefur algjöra sérstöđu, ég náđi í plötuna ţeirra í gegnum Torrent og á eftir ađ tékka á henni.

National er forvitnileg hljómsveit, tékk á henni ţegar ég hef tíma.. 

Ingi Björn Sigurđsson, 18.7.2007 kl. 18:52

2 identicon

Sammála ţér međ National, mjög flott plata. Icky Thump er fín en nýja Interpol finnst mér algjör yfirpródúseruđ hörmung.

Stígur Helgason (IP-tala skráđ) 18.7.2007 kl. 19:11

3 identicon

Eina platan sem ég hef virkilega kynnt mér af ţessum lista er Icky Thump og ég er ánćgđ út í gegn.

Ragga (IP-tala skráđ) 18.7.2007 kl. 19:40

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 674

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband