Leita í fréttum mbl.is

Ga ga ga ga ga – Spoon [2007]

GaGaGaGaGaSjötta breiðskífa indírokkaranna frá Austin, Texas kom út í sumar og hef ég verið að rúlla henni í gegn við og við. Hún greip mig alls ekki við fyrstu hlustun og hef ég þurft að melta hana alveg síðan í júlímánuði. Nú er svo komið að ég er farinn að fíla þetta bara ansi vel. Þetta eintak er virkilega vel unnið, greinilega mikið lagt í þetta og hafa Spoonverjar náð að skapa sér nokkuð sérstakt sánd. Lagið “The ghost of you lingers” (sem átti reyndar upphaflega að heita “Ga ga ga ga ga”) er hrein og tær snilld, svo ég noti það ofnotaða og leiðinlega orð. Mér finnst skífan missa aðeins dampinn á seinni hlutanum en það er eins og gengur og gerist í þessum bransa. Fínt eintak hér á ferð.


Hápunktar:The ghost of you lingers”, “Don´t make me a target” og “You got yr cherry bomb” (þið getið með góðu móti hlustað á lögin þrjú í spilaranum hægra megin á síðunni)

Einkunn: 7.5

Fróðleiksmoli: Lagið “The Underdog” er próduserað af Jon nokkrum Brion. Jon er virtur pródúser í faginu og hefur m.a. unnið með Kanye West, Aimee Mann og Fiona Apple. Annars er restin af plötunni pródúseruð af trommara Spoon, honum Jim Eno.

[mæspeis]  [jútjúb – “The ghost of you lingers”]


Mixteip: Airwaves 2007, fyrsti hluti

200772611474450.orgHef verið að skoða lænuppið á Airwaves sem er jú bara handan við hornið. Líst nokkuð vel á og datt í hug að henda saman í smá "blandsnældu" fyrir þá sem hafa áhuga á að heyra nokkur tóndæmi af því sem Örlygsmenn hafa upp á að bjóða þetta árið. Það er af mörgu að taka og er því þetta bara fyrsti skammtur af nokkrum.

Að þessu sinni ætla ég að færa ykkur 5 hljóðdæmi frá nokkrum af þeim erlendu hljómsveitum sem munu mæta á svæðið.

#1 Easier - Grizzly Bear (US)
Byrjum á indírokksveitinni frá Brooklyn, Grizzly Bear, en þessi kvartett spilar seiðandi sýru-þjóðlaga indípopp/rokk. Platan þeirra "Yellow house" frá því í fyrra fékk gríðarlegt lof gagnrýnenda, hún heillaði mig reyndar ekki á þeim tíma en hefur unnið jafnt og þétt á. Gæti trúað því að þeir væru þéttir læv. Lagið "Easier" er upphafslag plötunnar "Yellow house".
[mæspeis] [airwaves]

#2 Carry around - Annuals (US)
Ungstirnin í Annuals hafa heillað margan skríbentinn síðustu misserin. Airwaves-menn féllu til að mynda fyrir þeim á SXSW-hátíðinni  í ár og urðu hreinlega að bóka bandið á Airwaves. Annuals gáfu út sína fyrstu breiðskífu í október árið 2006 heitir hún "Be he me" og fékk prýðis dóma. Annuals er oft líst sem blöndu af Arcade Fire og Animal Collective, ekki langt frá því að vera ágætis lýsing á tónlist sveitarinnar. Lagið "Carry around" er að finna á plötunni "Be he me".
[mæspeis] [airwaves]

#3 Cantelopps - Khonnor (US)
Undrabarnið Connor Kirby-Long kemur frá Vermont og varð 21 árs gamall í júlí síðastliðnum. Hann hefur kallað sig ýmsum nöfnum, t.d. Grandmother og I, Cactus en gengur nú undir nafninu Khonnor. Fyrsta breiðskífan hans undir því nafni kom út í fyrra og heitir "Burning place". Khonnor spilar sveimandi og tilraunakennda elektróníku. Ég veit lítið um kappann, veit heldur ekki hvort þetta lag "Cantelopps" sé að finna á breiðskífunni eða hvort þetta kom út á EP? Fínt lag engu að síður.
[web] [airwaves]

#4 Neon rose - Solid Gold (US)
Nettur Ratatat-fílingur í gangi hér en þó með vókal. Þetta er víst ósamninsbundið tríó sem gerði það gott á SXSW á þessu ári. Þeir eru að vinna að sinni fyrstu breiðskífu sem mun bera heitið "Bodies of water", þeir þykja kraftmiklir og hressandi á sviði. Lagið "Neon rose" er held ég alveg örugglega að finna á EP-plötunni "Out of your mind".

Drengirnir í Solid Gold er greinilega mjög spenntir að koma á Frónið en á mæspeisi þeirra segir m.a.: "Holy fucking shit. We got invited to play at the Iceland Airwaves Music Festival in Reykjavik, Iceland. We will be headlining the opening night at a club called Organ. We will spend a week in Iceland eating and drinking canned food and vodka that we will smuggle into Iceland, cuz we 'ain't got no money, and their shits is spensive. Nyaaaaasss!"
[mæspeis] [airwaves]

#5 Bedroom gurgle - Late of the pier (UK)
Jæja, kominn tími á smá breskt eftir fjögur amerísk í röð. Late of the pier er ein af vonarstjörnum Bretlands í tónlistinni, NME gengur svo langt að segja að þessi sveit sé framtíðin! "Bathroom gurgle" er annar síngull sveitarinnar og er vægast sagt mjög hressandi slagari. Það er augljóslega smá "New Rave" fílingur í þessu, ég sá þokkalega skilgreiningu á tónlist sveitarinnar á dögunum, þá var talað um að þetta væri blanda af Daft Punk og Flaming Lips!
[mæspeis] [airwaves]

Lögin er öll hér til hægri í spilaranum. Njótið.


The ghost that carried us away - Seabear

1179965922Ég hef verið mikill aðdáandi Seabear allar götur síðan ég heyrði EP-plötuna hans "Singing Arc", ætli það hafi ekki verið árið 2004 frekar en 2003. Sú EP-plata var ótrúlega ekta, hrá en einstaklega einlæg. Það var einhver stemning sem ég féll fyrir. Nú er Seabear ekki lengur bara einn maður, heldur hátt í 7 manna band.

Fyrsta breiðskífan kom út fyrir skemmstu, gefin út af þýska Morr Music, og ber nafnið "The gost that carried us away". Platan er ágæt, margt gott á henni að finna en ég persónulega sakna hráa og einlæga stílsins sem einkenndi Seabear á sínum tíma. Platan er frekar einsleit og flöt, þ.e.a.s. það vantar strúktur á þetta sem myndi gera plötuna eftirminnilegri. Lagasmíðarnar eru margar hverjar mjög góðar, "Libraries", "I sing, I swim" og "Arms" eru allt lög sem Seabear getur verið stoltur af. Persónulega finnst mér "Seashell" vera yfirburðalag á þessari plötu, leiðinlegt að það skildi vera síðasta lag plötunnar, því ef það væri fyrr þá myndi strúkturinn umtalaði bætast til muna.

Þetta er ágætis frumraun, ekki spurning, slatti af góðu efni en helst til of einsleitt og flatt. Fronturinn Seabear er snjall tónlistarmaður og hef ég fulla trú á því að hann eigi eftir að láta mikið af sér kveða í framtíðinni.

Hápunktar: "Seashell" og "Arms" (hlustið hér til hægri)

Einkunn: 7.0

Tónleikar: Ég sá Seabear ásamt bandi spila fyrir ekki svo löngu og verð því miður að gefa því giggi dapra dóma. Einkahúmor og kæruleysi einkenndu þennan hálfttíma sem sveitin spilaði og varð til þess að sá sem átti hvorki afmæli þennan dag né þekkti bandið persónulega varð  útundan. Slæmt þegar góðir tónlistarmenn með mikla hæfileika bera ekki meiri viðringu fyrir (í flestum tilfellum) borgandi tónleikagestum en svo að menn hafa ekki áhuga á því að gera þetta pró og gefa sig alla í þetta. Spilamennska var í fínu lagi, það verður ekki af sveitinni tekið, en framkoman var einstaklega döpur. Hlakka til að að sjá Seabear aftur læv og þá geta þau unnið mig aftur á sitt band!

Fróðleiksmoli: Seabear munu túra með Múm á Evróputúr þeirra núna í vetur. Seabear mun einnig spila á Airwaves í október.

Vídjó: Tvö stutt myndbönd þegar Morr Music héldu tónleika á Akureyri og í Reykjavík fyrr í sumar. [1-hluti] og [2-hluti]. Fram koma Seabear, Benni Hemm Hemm, Isan, Tarwater og The Go Find.

[Seabear á mæspeis] [EP platan Singing Arc, frítt niðurhal] [Morr Music]


Þrjú frábær og urrandi góð lög fyrir helgina

Þessi þrjú lög eiga það öll sameiginlegt að vera urrandi góð og að vera gædd þeim eiginleikum að koma mér í gott skap í hvert sinn er ég heyri þau.

Together in electric dreams - Phil Oakey & Giorgio Moroder
Ég held að það séu margir sammála mér um að þetta sé eitt albesta lag 9. áratugarins og slær öllum þessum svokölluðu stöndurdum við. Það er algengur misskilingur að halda að lagið sé með Human League, söngvari HL syngur lagið réttilega, hann Phil Oakey, en lagið er skrifað á hann og ítalska undrið Giorgio Moroder. Misskiliningur byggist væntanlega á þeirri staðreynd að lagið fer feikilega vinsælt árið 1984 um svipað leiti og Human League voru einnig að gera góða hluti á vinsældarlistum.

Lagið er að mínum dómi hið fullkomna 80s-lag: einfalt lag, grípandi viðlag og síðast en ekki síst: synthageðveiki af dýrari sortinni.



[Together in electric dreams - Phil Oakey & Giorgio Moroder - MP3]

Hurdy gurdy man - Donovan
Hinn skoski Donovan Leitch er kannski eftir á að hygga einn af vanmetnari tónlistarmönnum 7. áratugarins, ég hef til að mynda aldrei rækilega kynnt mér tónlistina hans heldur látið duga þessa helstu hittara. Lagið "Hurdy gurdy man" er að mínum dómi brakandi góð lagasmíði, sándið og stemningin í laginu er skelfilega töff.

Því miður var ekki hægt að birta það myndband sem ég helst vildi láta fylgja með, þið getið smellt hér til þess að sjá það. Annars er það þetta hér fyrir neðan, grafísk sækadelía.



[Hurdy gurdy man - Donovan - MP3]

Songbird - Oasis
Endum þetta á léttu og þægilegu nótunum. Hið mjög svo Bítla-Lennon-lega lag Oasis-manna, "Songbird". Ég veit ekki með ykkur en ég fæ "oohhh Yoko...." til þess að passa inn hér og þar, sem er ekkert slæmt ef út í það er farið. Virkilega grípandi bastarður hér á ferð og er týpískt lag fyrir mig að falla fyrir. Annars hef ég skipst á að elska og hata Oasis í gegnum tíðina, því er ekki að neita að þeir eiga mörg virkilega góð lög en einhvern veginn hafa þeir alltaf farið í taugarnar á mér. "Songbird" er hins vegar gott kaffi.



[Songbird - Oasis - MP3]

Fagnaðarefni

Wall-of-guitarsVar að lesa glóðvolgt fréttabréf frá Iceland Airwaves og sá að danski indí-leibellinn Crunchy Frog mun senda þrjá listamenn úr sínum röðum á hátíðina í ár: Tremelo Beer Gut, Heavy Trash og síðast en ekki síst.... Snake and Jet´s Amazing Bullit Band! Þeir sem hafa lesið bloggið af einhverju viti muna kannski eftir þegar ég bloggaði um þetta band í aprílmánuði.

SAJABB (Snake and Jet's Amazing Bullit Band) er eitt það skemmtilegasta og frumlegasta sem fram hefur komið á dönsku tónlistarsenunni síðustu misserin og kom það svo sem engum á óvart að eitt framsæknasta danska leibelið, Crunchy Frog, skildi semja við þá. Hjá þeim eru fyrir listamenn á borð við Power Solo, Junior Senior og Epo-555, allt bönd sem eru Íslendingum að góðu kunn.

Fyrsta breiðskífa sveitarinnar er væntanleg núna í lok mánaðarins og mun hún bera heitið "X-ray spirit". Það verður spennandi að rúlla henni í gegn. Ég mæli eindregið með að íslenskir tónlistarunnendur flykkjist á Airwaves og sjái SAJABB, ég er svo lánsamur að hafa séð þá Thomas og Thor spila læv, það var hreint fyrirtak!

Á heimasíðu sveitarinnar er að finna tónlistarspilara og mæli ég með því að þið rennið þeim fimm lögum sem þar eru í gegn, gott stöff. Lögin eru (smellið hér til að hlusta á öll):
1. Favourite (af "Building Garbage Structure", EP frá 2006)
2. Garbage structure (af "Building Garbage Structure", EP frá 2006)
3. Teamrider (af "Building Garbage Structure", EP frá 2006)
4.  X-ray spirit (af "X-ray spirit", LP sem kemur út í sept. 2007)
5. Structure2 (af "Building Garbage Structure", EP frá 2006)

[Heimasíða] [Myspace]


Dr. Spock

Lagið sem var merkt "xxxxx-xxxxx" í tónlistarspilaranum hér til hægri heitir réttilega "Sons of ecuador" og er með íslensku sveitinni Dr. Spock. Albert nokkur var með þetta hárrétt.

Fyrst þegar ég heyrði í Dr. Spock, snemma á síðasta ári minnir mig, þá fannst mér ekki mikið til þeirra koma. Óttarlegt garg og mikill hrærigrautur af alls kyns tónlistarstefnum og ég sá hreinlega ekki né heyrði snilldina í þessu sem svo margir höfðu reynt að sannfæra mig um.

_mg_0308Svo fór ég að gefa plötunni "Dr. Phil" sjéns og hlustaði á hana aftur og aftur. Smám saman, hægt en örugglega, heillaðist ég gjörsamlega upp úr skónum og það toppaðist algjörlega þegar ég sá þá loksins á tónleikum seint á síðasta ári. Ég er á því að Dr. Spock sé eitt besta læv-bandið á Íslandi í dag - og ekki skemmir fyrir hversu mikið augnakonfekt Óttarr Proppé er! Hann er flottasti frontur á bandi sem ég hef nokkur tímann upplifað á tónleikum.

Þeir sem ekki hafa séð Spock læv á tónleikum vita náttúrulega ekki af hverju þeir eru að missa, til að gefa ykkur einhverja hugmynd þá orðaði skríbent hjá tónlistartímaritinu Kerrang! það nokkuð vel eftir einhverja Airwaves-hátíðina:

"DR. SPOCK are unlike anything you´ll ever see. They open their show by hurling rubber gloves into the crowd and then gradually strip down to either pink spandex trousers or leopard skin pants, all the while blasting schizophrenic disco-punk. One singer is a vast man mountain roaring at the crowd, the other looks like a mad, ‘70s history professor. It´s entirely impossible what to make of them, other than that they put on a masterful show."

Ég þekki reyndar ekki sögu sveitarinnar nógu vel til þess að fjölyrða mikið um hana, veit reyndar að sveitin er meira en 10 ára gömul en kom fyrst almennilega upp á sjónarsviðið í kringum 2004 og sömdu við Smekkleysu. "Dr. Phil" kom út ári síðar og þeir hafa spilað fjölmarga tónleika bæði hér heima og erlendis. Erlendis má nefna Eurosonic-hátíðina í Hollandi en þar fengu þeir góðar viðtökur.

Það er ógjörningur að skilgreina þessa tónlist, einhvers staðar sá ég þessa skilgreiningu á stíl Dr. Spock: "Heavy-Metal Cabaret with a dash of Surf-Porn Cartoon Funk". Ég er ekki frá því að þetta sé bara ágætis skilgreining, þetta er nefnilega hrærigrautur af alls kyns stefnum sem er svo listalega soðið saman í góðan jafning.

Sveitin er skipuð tónlistmönnum sem eru hoknir af reynslu og hafa komið við sögu í sveitum hans og Ham, Ensími, Funkstrasse, Írafári og Jeff Who, bara til að nefna nokkrar.

img_2039

Læt þrjú stykki lög í viðbót í spilarann hér til hægri, tvö þeirra af breiðskífunni "Dr. Phil" en sú plata var tekin upp læv á 20 klukkustundum. Áður er "Sons of ecuador" í spilaranum en það lag er að finna á EP-plötu sem kom út fyrir síðustu jól, en "Skítapakk" er þar einnig.
- Suckmycockspockyoufuck (af "Dr. Phil")
- It´s sexy (af "Dr. Phil")
- Skítapakk (af "The incredible tooth of Dr. Zoega")

[Dr. Spock á mæspeis]


Nýtt frá Beirut og "Furries" - lauflétt getraun

beirut_15032007_topHinn rúmlega tvítugi Zach Condon átti eina af albestu plötum síðasta árs og blöffaði ófáan tónlistarunnandann upp úr skónum. Beirut kallar hann sig og platan "The Gulag Orkestar" er hreint fyrirtak, það mætti skilgreina þetta sem sígauna-indí og myndi margur halda að kappinn væri alinn upp í einhverju afskektu austantjaldslandi, og verð ég að viðkurkenna að var einn af þeim og þótti þetta allt saman gríðarlega fallegt.

Raunin er að Zach er ameríkani, nánar tiltekið frá Santa Fe í Nýju Mexíkó og hafði aldrei komið til Evrópu þegar hann samdi þessa plötu. Allavega, Zach og hópurinn hans, Beirut, voru að gefa út nýja plötu, "The flying club cup", eru eflaust margir sem bíða spenntir eftir henni. Ég komst yfir nokkur lög af skífunni og læt eitt stykki flakka hér. Af þessu lagi að dæma þá er nokkuð ljóst að Beirut heldur sínu striki frá því á síðustu plötu.

A sunday smile - Beirut [.]

[Beirut offisjal heimasíða] [Beirut á mæspeis]

Ég hef aldrei hlustað neitt almennilega á Super Furry Animals, þekki eitt og eitt lag en ekkert meira en það. Fyrir mér er þetta sveit sem einhvern veginn aldrei hefur náð að komast almennilega upp á yfirborðið og losnað við þann endalausa samanburð við aðrar breskar. Þá er ég tala um sveitir á borð við Radiohead, Blur, Oasis, Verve og Stone Roses svo einhverjar séu nefndar. Þetta er nafn sem maður hefur heyrt milljón sinnum en einhvern veginn aldrei fundið fyrir löngun til þess að "girða rækilega niðrum þá" og kynnast tónlistinni.

"Hey Venus!" er áttunda breiðskífa Wales-verjanna og er nýkomin út. Ég er með eitt lag af þeirri plötu í fórum mínum og er þetta hinn fínasti poppslagari.

Run away - Super Furry Animals [.]

[Super Furry Animals offisjal heimasíða] [Super Furry Animals á mæspeis]


Lauflétt getraun
Í tónlistarspilaranum hér til hægri er lag merkt "xxxxx-xxxxx". Ég spyr um lagaheiti og flytjanda, svo einfalt er það. Svarið vinsamlegast í athugasemdakerfið hér fyrir neðan.


Feist læv hjá Letterman - nýr síngull frá Band of Horses

Hin huggu- og krúttlega Feist tekur hér lagið "1234" í þætti David Letterman þann 27. ágúst. Lagið er af frábærri plötu hennar "Reminder" (2007) sem ég hvet fólk eindregið til þess að næla sér í.
Glöggir lesendur sjá að með henni á sviði er fríður hópur fólks úr hljómsveitum eins og: Broken Social Scene, The New Pornographers, The National, Grizzly Bear, og Mates of State. Urrandi stuð hjá David Letterman.



1234 - Feist [.]

[Feist á mæspeis] [Feist á jútjúb]

Is there a ghost?
Fyrsti síngullinn af væntanlegri plötu Band of Horses er kominn út. Lagið heitir "Is there a ghost?" og lofar hann mjög góðu.

Is there a ghost? - Band of horses [.]

Platan "Cease to begin" á víst að koma út 9. október næstkomandi. Hrossin hafa þó tilkynnt að þeir ætli að spila nokkur gigg í september í USA og ætla gömlu brýnin í Dinosour Jr. að slást í för með þeim í þennan fimm tónleika túr.

[Band of horses á mæspeis]

Paul semur um ástarlífið

Það er vonandi að Paul nái sér á strik eftir öll leiðindin með Heather Mills. Það eru ófá lögin sem Paul hefur samið í gegnum tíðina er fjalla um ástarsambönd hans. Mér dettur strax í hug Bítlalagið "I´m looking through you" af Rubber Soul.

Lagið fjallar um samband hans við leikkonuna Jane Asher sem var kærasta hans á þeim tíma (1965). Texti lagsins er beinskeittur og lýsir því hvernig hann upplifir þeirra samband. Setningar eins og: 
- "You don´t look different but you have changed"
- "Why, tell me why, did you not treat me right? Love has a nasty habit of disappearing overnight .", gefa skýra mynd á því hvernig staðan var hjá þeim.

Annað lag af sömu plötu, Rubber Soul, "You won´t see me" fjallar einnig um krísuna í sambandi Pauls við Jane. Jane hafði mikið fyrir stafni í leiklistinni og sagan segir að á þessum tíma hafi hún verið í Wales að leika og ekki haft fyrir því að svara símanum þegar kærastinn hringdi í hana:
"When I call you up
Your line's engaged"

Paul vildi að Jane eyddi meiri tíma í þetta samband en það var auðvitað erfitt þegar tvö stór egó, tónlistarmaður og leikkona, leiddu saman hesta sína:
"We have lost the time
that was so hard to find"

Paul og Jane voru saman í ein 5 ár (1963 til 1968) en Jane enn þann dag í dag harðneitar hún að tala um samband sitt við Paul né þann tíma er þau voru saman. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Paul reiðir af með nýju kærustunni, sem einmitt er leikkona.

Hlustið á lögin tvö hér í spilaranum til hægri.

You won´t see me, "læv" á tónleikum árið 2004:

mbl.is Ástarlíf McCartneys að glæðast?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt og nýlegt

fruit001Hinn geðþekki Beck Hansen var að senda frá sér nýjan síngul þó svo að engar fréttir séu um nýja breiðskífu. Lagið heitir "Timebomb" og er afar hressandi bastarður.

Timebomb - Beck [.]

Josh Ritter sá ég hita upp fyrir Damien Rice á tónleikum í útlandinu fyrir nokkrum árum síðan og þótti mér nokkuð til hans koma. Hef ekki fylgst mikið með kauða síðan en það er víst ný plata á hurðarþrepinu og fyrsta lag hennar mun vera "To the dogs or whoever". Allt í læ bara. Platan mun heita "The Historical Conquests of Josh Ritter" og ku vera fimmta breiðskífa hans.

To the dogs or whoever - Josh Ritter [.]

Fyrsti offisíal síngullinn af væntanlegri breiðskífu Animal Collective er mættur á svæðið og vídjóið er ekkert slor. Lagið heitir "Peacebone" og breiðskífan, sem kemur út 11. september 2007 (úúú!), mun heita "Strawberry Jam".  Það er meira eða minna búið að leka öllu albúminu á netið en strákarnir í AC voru nokkuð klókir í sínum aðgerðum, eins og ég bloggaði um í júlí síðastliðnum. Myndbandið við lagið má sjá hér.

Peacebone - Animal Collective [.]

Þættinum barst bréf fyrir nokkru síðan og var bent á þennan kauða. Jared Von Fleet úr sveitinni Voxtrot á sér gæluverkefni er hann kallar Sparrow House. Á þessu ári hefur hann verið að þruma frá sér EP-plötum og nú síðast EP-plötunni "Falls" og þar er að finna þetta ágæta lag "When I am gone". Elliott Smith, einhver?

When I am gone - Sparrow House [.]

Öll lögin fjögur er hægt að hlusta á í spilaranum hér til hægri.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband