Leita í fréttum mbl.is

Paul semur um ástarlífið

Það er vonandi að Paul nái sér á strik eftir öll leiðindin með Heather Mills. Það eru ófá lögin sem Paul hefur samið í gegnum tíðina er fjalla um ástarsambönd hans. Mér dettur strax í hug Bítlalagið "I´m looking through you" af Rubber Soul.

Lagið fjallar um samband hans við leikkonuna Jane Asher sem var kærasta hans á þeim tíma (1965). Texti lagsins er beinskeittur og lýsir því hvernig hann upplifir þeirra samband. Setningar eins og: 
- "You don´t look different but you have changed"
- "Why, tell me why, did you not treat me right? Love has a nasty habit of disappearing overnight .", gefa skýra mynd á því hvernig staðan var hjá þeim.

Annað lag af sömu plötu, Rubber Soul, "You won´t see me" fjallar einnig um krísuna í sambandi Pauls við Jane. Jane hafði mikið fyrir stafni í leiklistinni og sagan segir að á þessum tíma hafi hún verið í Wales að leika og ekki haft fyrir því að svara símanum þegar kærastinn hringdi í hana:
"When I call you up
Your line's engaged"

Paul vildi að Jane eyddi meiri tíma í þetta samband en það var auðvitað erfitt þegar tvö stór egó, tónlistarmaður og leikkona, leiddu saman hesta sína:
"We have lost the time
that was so hard to find"

Paul og Jane voru saman í ein 5 ár (1963 til 1968) en Jane enn þann dag í dag harðneitar hún að tala um samband sitt við Paul né þann tíma er þau voru saman. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Paul reiðir af með nýju kærustunni, sem einmitt er leikkona.

Hlustið á lögin tvö hér í spilaranum til hægri.

You won´t see me, "læv" á tónleikum árið 2004:

mbl.is Ástarlíf McCartneys að glæðast?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 659

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband