Leita í fréttum mbl.is

Nýtt frá Beirut og "Furries" - lauflétt getraun

beirut_15032007_topHinn rúmlega tvítugi Zach Condon átti eina af albestu plötum síðasta árs og blöffaði ófáan tónlistarunnandann upp úr skónum. Beirut kallar hann sig og platan "The Gulag Orkestar" er hreint fyrirtak, það mætti skilgreina þetta sem sígauna-indí og myndi margur halda að kappinn væri alinn upp í einhverju afskektu austantjaldslandi, og verð ég að viðkurkenna að var einn af þeim og þótti þetta allt saman gríðarlega fallegt.

Raunin er að Zach er ameríkani, nánar tiltekið frá Santa Fe í Nýju Mexíkó og hafði aldrei komið til Evrópu þegar hann samdi þessa plötu. Allavega, Zach og hópurinn hans, Beirut, voru að gefa út nýja plötu, "The flying club cup", eru eflaust margir sem bíða spenntir eftir henni. Ég komst yfir nokkur lög af skífunni og læt eitt stykki flakka hér. Af þessu lagi að dæma þá er nokkuð ljóst að Beirut heldur sínu striki frá því á síðustu plötu.

A sunday smile - Beirut [.]

[Beirut offisjal heimasíða] [Beirut á mæspeis]

Ég hef aldrei hlustað neitt almennilega á Super Furry Animals, þekki eitt og eitt lag en ekkert meira en það. Fyrir mér er þetta sveit sem einhvern veginn aldrei hefur náð að komast almennilega upp á yfirborðið og losnað við þann endalausa samanburð við aðrar breskar. Þá er ég tala um sveitir á borð við Radiohead, Blur, Oasis, Verve og Stone Roses svo einhverjar séu nefndar. Þetta er nafn sem maður hefur heyrt milljón sinnum en einhvern veginn aldrei fundið fyrir löngun til þess að "girða rækilega niðrum þá" og kynnast tónlistinni.

"Hey Venus!" er áttunda breiðskífa Wales-verjanna og er nýkomin út. Ég er með eitt lag af þeirri plötu í fórum mínum og er þetta hinn fínasti poppslagari.

Run away - Super Furry Animals [.]

[Super Furry Animals offisjal heimasíða] [Super Furry Animals á mæspeis]


Lauflétt getraun
Í tónlistarspilaranum hér til hægri er lag merkt "xxxxx-xxxxx". Ég spyr um lagaheiti og flytjanda, svo einfalt er það. Svarið vinsamlegast í athugasemdakerfið hér fyrir neðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dr.Spock - The sons of Ecuador

Albert (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 11:29

2 Smámynd: Grumpa

skemmtilegt þetta Beirut lag, minnir mig pínulítið á Rufus Wainwright

Grumpa, 8.9.2007 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 682

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband