Leita í fréttum mbl.is

The Stage names – Okkervil River [2007]

ThestagenamesFjórða breiðskífa Okkervil River kom út núna í lok sumars, ég tók fyrst eftir þessu bandi þegar þeir gáfu út “Black sheep boy” árið 2005 og þótti mér nokkuð til þeirra plötu koma á þeim tíma. Þessi plata inniheldur hresst en mjög innihaldsríkt indírokk í bland við nokkur falleg og róleg lög. Með þessari plötu er Okkervil River að stimpla sig inn sem band sem vert að er að gefa gaum og taka mark á - þeir munu framvegis ekki koma skemmtilega á óvart eða gjörsamlega aftan að fólki með útspil sínu, þeir eru komnir upp í efri deildirnar í þessum bransa.

Flest ef ekki öll lögin á plötunni eru mjög svo áheyrileg og fín. Opnunarlagið “Our life is not a movie or maybe” er slagari ef dýrari sortinni og hlýtur að teljast eitt af erlendu lögum ársins. Stórvirki plötunnar er lagið “Plus one”, fyrir utan að vera flott lag þá er textinn gríðarlega góður og vel heppnaður. Þar er verið að vitna í mörg af frægustu lögum tónlistarsögunnar sem innihalda tölur, en Okkervil River bætir alltaf einum við (“Plus one”) og tvinnar það skemmtilega saman við textann.

Og þá yfir það neikvæða, eins góð og áheyrileg platan er þá fékk ég óvenju fljótt leið á henni. Ástæðuna tel ég vera að uppbyggingu plötunnar, fimm fyrstu lögin eru virkilega góð, þrjú fyrstu af þeim eru í hressari kantinum, svo koma tvö róleg sem eru reyndar virkilega góð. Þar á eftir, í stað þess að hressa þetta aðeins við halda þeir áfram á “easy” nótum og platan nánast fjarar út – ekki að lögin séu slök, þau eru bara frekar gleymanleg. Ef það væri ekki fyrir skemmtilega samsuðu í lokalaginu (þar sem “Sloop John B” með Beach Boys er skotið inn) þá væri seinni parturinn hreinlega ekki nógu góður. En heilt yfir er þetta ágætis plata sem vert er að hlusta á.

Hápunktar:Our life is not a movie or maybe”, “A hand to take a hold on the scene”, “Savannah smiles” og “Plus One”. (Hlustið á þessi fjögur lög í spilaranum hér hægra megin á síðunni)

Einkunn: 7.0

Fróðleiksmoli: Í laginu “Plus one”, sem ég tala um hér fyrir ofan, eru nokkur af merkari lögum tónlistarsögunnar sem bera tölustaf(i) í lagaheitinu nefnd. Meðal þeirra sem nefnd eru: “50 ways to leave your love” með Paul Simon, “99 Luftballoons” með Nenu, “Eight miles high” með Byrds og “7 Chinese brothers” með REM.

Vídjó: “Our life is not a movie or maybe”

[mæspeis]


Nýtt frá Raveonettes

the-raveonettesÞað var að koma út ný plata með dönsku Raveonettes, "Lust lust lust". Ég hef reyndar ekki komist yfir plötuna en heyrt tvö lög og lofa þau góðu. Gárungarnir segja að þetta sé besta plata dúettsins til þessa og mér heyrist hún hafa alla burði til þess, ef marka má fyrsta síngulinn, "Dead sound".

Þetta er lag virkilega grípandi, krúttlega stelpuraddað og svo er skítugur gítarinn ekki langt undan, svo kemur hið mjög svo Raveonettes-lega og rockabilly-innspireraða gítarpikk í brúnni, fínt lag á ferðinni hér. Hér má svo sjá myndbandið við lagið, og er það líka nokkuð gott:

Dead sound (fyrsti síngull af nýju plötunni)


Upphafslag plötunnar er hins vegar hið mjög svo skítuga "Aly, walk with me". Hinir sömu gárungar vilja meina að svona skítugt sánd hafi ekki heyrt frá dúettnum síðan að þeirra fyrstu EP-plötu. Það skal ósagt látið, en lagið er hressandi.

Ally walk with me (spilað læv, Triple Door í Seattle USA)

Danski dúettinn Raveonettes samanstendur af Sune Wagner og Sharin Foo. Þau hafa gefið út þrjár breiðskífur og eina EP-plötu. Þeirra frægustu smellir eru líklega "The great love sound" (vídjó) og "Love in a trashcan" (vídjó). Þess má geta að íslenska sveitin Singapore Sling túraði með Raveonettes um Bandaríkin fyrir nokkrum árum síðan.


Bítlagetraun - þekkir þú þessi lög?

0934-TS-BeatlesLogo-30cmÍ tónlistarspilaranum hér til hægri er að finna hljóðskrá (Beatles - Lagabútar) sem inniheldur 10 stutt lagabrot með hinum geysivinsælu Bítlum (The Beatles). Ég spyr einfaldlega: þekkir þú þessi 10 lög? Endilega svarið í athugasemdakerfið hér fyrir neðan.

Og svo eru tvær bónusspurningar fyrir þá sem vilja.

Bónus 1: tvö þessara lagabrota eru úr lögum sem eru að finna á sömu plötunni. Hvaða lagabrot eru það og hver er platan?

Bónus 2: tvö þessara lagabrota eru ábreiður (cover), hvaða lög eru það og hverjir sömdu?


Ég bíð spenntur

Ég fagna þessu gríðarlega, doktorarnir sameinast í almennu flippi og stuði. Dr. Spock er ein skemmtilegasta læv sveit landsins og ekki skemmir fyrir hversu huggulegir þeir eru í fasi og framkomu. Óttarr Proppé er laglegasti frontur sem hugsast getur og Finni er gríðarlega ógnandi á kantinum. Bandið er þétt og ótrúlega fært. Svo er Dr. Gunni auðvitað snjall lagasmiður og hefur næmt eyra og auga fyrir grípandi laglínum. Hin fullkomna uppskrift að evróvisjónlagi?

Í viðtalinu talar Dr. Gunni um að lagið sé mjög kaflaskipt, bæði þungt og svo rólegt. Kannski bara svolítíð í áttina að laginu "Beach boys" af plötunni "Dr. Phil"? Eitthvað í þeim dúr væri líklegt til vinsælda. Eða þá "It´s sexy" af sömu plötu, það væri hressandi. Hlakka til að sjá laugardagslögin á RÚV.

Hlustið á bæði "Beach boys" og "It's sexy" í spilaranum hér til hægri.

[Dr. Spock á mæspeis] [Bloggið hans Dr. Gunna]

Og svona eitt hressandi í lokin með Dr. Gunna, "Homo sapiens":


mbl.is Doktorarnir í Evróvisjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flying Cup Club – Beirut [2007]

brtfccÞað er eitthvað við þennan kauða, Zach Condon, sem ég á ótrúlega erfitt með að lýsa með orðum hvað er. Gamlar klysjur eins og sannfærandi, einlægt, trúverðugt og ekta koma upp í hugann en samt eru þetta ekki nógu sterk orð til þess að lýsa því andrúmslofti sem hann nær að skapa á plötum sínum. Það hafa margir spekúlantarnir reynt að skilgreina þessa músík og setja hana í bás, það finnst mér einnig erfitt að gera. Mitt boð væri sígauna-indí, einfalt og gott, en rúmar samt ekki allt það sem Beirut stendur fyrir.

Þá að þessari plötu, “Flying cup club”. Hún hitti ekki alveg jafn mikið í mark við fyrstu hlustun eins og debjú platan frá því í fyrra, “Gulag Orkestar” en það sem nýja platan hefur fram yfir þá gömlu er heildarsvipur, hún er þroskaðri og “flóvið” er betra og einhvern veginn eðlilegra. Reyndar finnst mér hún dala óþarflega mikið í restina, síðustu lögin eru ekki nógu sterk. Það eru skemmtilega frönsk áhrif á þessari plötu, Condon hefur sjálfur nefnt Jacques Brel sem áhrifavald, svo má heyra franskt horn í þó nokkrum lögum. Það var mikið “hæp” í kringum Beirut í fyrra vegna debjúplötunnar, menn spurðu sjálfa sig hvort að þætti væri nú ekki bara einhver bóla, o nei, hann Zach hefur fest sig í sessi sem virkilega snjall lagasmiður og ekki síst útsetjari. Fínt kaffi hér á ferð.

Hápunktar:Nantes”, “Sunday smile” og “Cliquot”.

Einkunn: 7.5

Vídjó: “Nantes”, spilað læv utan dyra fyrir Blogotheque “Take away show”.



[mæspeis]


Cease to begin – Band of horses [2007]

CeasetobeginÞað er ekki auðvelt að fylgja á eftir góðri debjúplötu, hvað þá svona fljótt á eftir. Fyrsta plata BOH kom út í mars 2006 og þessi nýja núna í október 2007. Það er aldeilis greddan í strákunum! Að mínum dómi var “Everything all the time” ein af fimm bestu plötum síðasta árs (sjá hér).
“Cease to begin” er einnig hörkuplata, BOH eru klárlega búnir að skapa sér sitt eigið “sánd”, “sánd” sem ég kepptist við að tengja við einhverja aðra og vildi meina að þetta væri blanda af Neil Young, Flaming Lips og My Morning Jacket með smá dass af REO Speedwagon! Þetta er nú meiri hrærigraturinn hjá mér, við þetta mætti e.t.v. bæta The Band. Mér finnst þessar plötur frekar svipaðar, það eru 4-5 eðal lagasmíðar á þeim hvorri fyrir sig og svo eru hin lögin mjög fín og eru með í því að mynda sterka heild. Það er einhvern ekki annað hægt en að hrífast að rödinni hans Ben Bridwell, hann er sannfærandi og er vel bakkaður upp með gítarveggnum sem er orðið vörumerki BOH. Ég held svei mér þá að ég sé orðinn BOH aðdáandi.

Hápunktar:Ode to irc”, “No one’s gonna love you”, “Island on the coast” og “Marry song”.

Einkunn: 8.5

Fróðleiksmoli: Eins og einn lesandi bloggsins, hann Þórður, bendir á í athugasemdakerfinu hér aðeins neðar, þá hætti Mat Brooke (annar forsprakka BOH) skömmu eftir að “Everything all the time” kom út árið 2006. Þetta gerði hann til þess að einbeita sér að hinu bandinu sínu, Grand Archives. Hlustið á nokkur lög með þeirri sveit hér. Það er plata væntanleg í febrúar á næsta ári. Þeir eru á sama leibeli og BOH (og reyndar líka Handsome Furs), Sub Pop.

Vídjó: “Marry song”



[mæspeis]

Plague park – Handsome Furs [2007]

HF-PlagueParkJá það er ýmislegt gott hægt að gera með gítar, söng, syntha og trommuheila. Dan Broeckner, annar forsprakka Wolf Parade, er hér með einfalda en nokkuð góða plötu ásamt unnustu sinni, Alexei Perry. Þau kalla sig Handsome Furs og þessa frekar stutta 9 laga plata rennur einstaklega ljúflega í gegn. Stundum getur  statískur taktur trommaheilans farið í pirrurnar á manni en það er eitthvað við lagasmíðar Dan sem heillar. Treginn og eymdin skín í gegn, bæði í textum og flutningi, en ekki þannig að maður detti í þunglyndi. Engin rakettuvísindi hér á ferð, fínt eintak.

Hápunktar:What we had”, “Snakes on the ladder” og “Dead + Rural

Einkunn: 8.0

Fróðleiksmoli: Dan Broeckner er annar forsprakka Wolf Parade ásamt Spencer Krug. Þeir hafa verið duglegir í hliðarverkefnum þegar Wolf Parade er í pásu. Spencer er t.d. í Sunset Rubdown, Frog Eyes og Swan Lake, og Dan auðvitað í Handsome Furs.

Vídjó: “Cannot get started”


[Mæspeis]


No one's gonna love you

Þetta er klárlega uppáhalds lagið mitt þessa dagana:
"No one´s gonna love you" með Band of Horses af nýju plötunni "Cease to begin" sem kom út fyrir skemmstu. Sú plata er að renna smúþlega í gegn þessa dagana.

[offisjal heimasíða hrossabandsins] [mæspeis hrossabandsins]

Hallærislegt en jafnframt hressandi

Ákvað að gúggla "worst music videos ever" á fékk nokkur ansi hreint hallærisleg en þó hressandi myndbönd upp. Nokkur dæmi:

Shaddup you face - Joe Dolce Music Theatre (1981)
"Og skammastu þín svo....", var þetta ekki einhvern veginn svona þegar Halli og Laddi sungu þetta síðar? Joe Dolce græddi milljónir á þessum smelli sínum, en það virðist loða við þessi eins smells undur að þeir ná ekki að fylgja hittaranum eftir!

Losing you - Jan Terri (1993)

Þetta hlýtur bara að vera djók!? Einhvers staðar las ég að Jan þessi (fagra) hafi unnið sem limmóbílstjóri en dreymt um frægð og frama sem söngkona. Hún lét gera þetta tímamótamyndband við lag sitt og átti það til að gauka því að viðskiptavinum sínum í von um að verða uppgötvuð. Hvað klikkaði?

Hooked on a feeling - David Hasselhoff (1999)

Úff, best að segja sem minnst um þetta slys.


Söngvaskáld: Pétur Ben og Ólöf Arnalds

Mæli með þessari þáttaröð á RÚV, nú í gær spilaði Ólöf Arnalds og í síðustu viku var það Pétur Ben.

Hér er beinn linkur í þáttinn með Pétri, en hér með Ólöfu. Virkilega gott framtak hjá RÚV!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband