Leita í fréttum mbl.is

Flying Cup Club – Beirut [2007]

brtfccÞað er eitthvað við þennan kauða, Zach Condon, sem ég á ótrúlega erfitt með að lýsa með orðum hvað er. Gamlar klysjur eins og sannfærandi, einlægt, trúverðugt og ekta koma upp í hugann en samt eru þetta ekki nógu sterk orð til þess að lýsa því andrúmslofti sem hann nær að skapa á plötum sínum. Það hafa margir spekúlantarnir reynt að skilgreina þessa músík og setja hana í bás, það finnst mér einnig erfitt að gera. Mitt boð væri sígauna-indí, einfalt og gott, en rúmar samt ekki allt það sem Beirut stendur fyrir.

Þá að þessari plötu, “Flying cup club”. Hún hitti ekki alveg jafn mikið í mark við fyrstu hlustun eins og debjú platan frá því í fyrra, “Gulag Orkestar” en það sem nýja platan hefur fram yfir þá gömlu er heildarsvipur, hún er þroskaðri og “flóvið” er betra og einhvern veginn eðlilegra. Reyndar finnst mér hún dala óþarflega mikið í restina, síðustu lögin eru ekki nógu sterk. Það eru skemmtilega frönsk áhrif á þessari plötu, Condon hefur sjálfur nefnt Jacques Brel sem áhrifavald, svo má heyra franskt horn í þó nokkrum lögum. Það var mikið “hæp” í kringum Beirut í fyrra vegna debjúplötunnar, menn spurðu sjálfa sig hvort að þætti væri nú ekki bara einhver bóla, o nei, hann Zach hefur fest sig í sessi sem virkilega snjall lagasmiður og ekki síst útsetjari. Fínt kaffi hér á ferð.

Hápunktar:Nantes”, “Sunday smile” og “Cliquot”.

Einkunn: 7.5

Vídjó: “Nantes”, spilað læv utan dyra fyrir Blogotheque “Take away show”.



[mæspeis]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 679

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband