Leita í fréttum mbl.is

Hallærislegt en jafnframt hressandi

Ákvað að gúggla "worst music videos ever" á fékk nokkur ansi hreint hallærisleg en þó hressandi myndbönd upp. Nokkur dæmi:

Shaddup you face - Joe Dolce Music Theatre (1981)
"Og skammastu þín svo....", var þetta ekki einhvern veginn svona þegar Halli og Laddi sungu þetta síðar? Joe Dolce græddi milljónir á þessum smelli sínum, en það virðist loða við þessi eins smells undur að þeir ná ekki að fylgja hittaranum eftir!

Losing you - Jan Terri (1993)

Þetta hlýtur bara að vera djók!? Einhvers staðar las ég að Jan þessi (fagra) hafi unnið sem limmóbílstjóri en dreymt um frægð og frama sem söngkona. Hún lét gera þetta tímamótamyndband við lag sitt og átti það til að gauka því að viðskiptavinum sínum í von um að verða uppgötvuð. Hvað klikkaði?

Hooked on a feeling - David Hasselhoff (1999)

Úff, best að segja sem minnst um þetta slys.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm, næ bara ekki upp í það hvað gat klikkað hjá Jan blessuninni.  Hefði haldið að videóið hefði þurft að koma út 11. sept.2001 til að verða svona undir í samkeppninni.

Joe Dolche er flottur en Hasselhoff er náttlega crappo di tutti crappo, eins og hans er von og vís, þótt kvikmyndagerðarmennirnir hefðu átt að fá MTV og Emmy verðlaun fyrir listaverkið.

ÞESSI er samt í einna mestu uppáhaldi hjá mér.  Svalara gerist það ekki.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2007 kl. 23:22

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er svo textuð útgáfa og svo smá Diller.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2007 kl. 23:33

3 identicon

Jan Terri, vááá!! Sko, ég held bara að ég hafi ekki fengið jafn hressandi Outsider-kjaftshögg í andlitið síðan Gissur Björn Eiríksson var og hét!

"Losing You" er náttúrulega bara klassík, hvernig er hægt annað en að elska "cameraworkið" rétt á eftir 2:30-markinu, hehe! Ég hélt í upphafi myndbandsins að ég væri að horfa á "Polyester" e. John Waters, þ.e. þegar hin "fagra" Jan steig í limmuna.

Las á pedíunni að Marilyn Manson hafi tekið hana upp á sína arma einhverntímann..

Svo er náttúrulega hver einasta sekúnda af Hasselhoff ekkert annað en ómetanleg menningarverðmæti!

Takk, takk, mr. MyMusic! 

Óskar P. Einarsson (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 23:49

4 identicon

 Maður fær kjánahroll !!! Jeeeeeeminnn.

Dýrley Young (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 05:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 678

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband