Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Danskt band á uppleið: Choir of young believers

Choir_200Choir of young believers er danskt eins-manns-verkefni sem hefur verið að gera ágætis hluti í Danaveldi. Það er hinn 24 ára gamli Jannis Noya Makrigiannis sem er maðurinn á bakvið þetta, trúi ekki öðru en að hann sé af grísku bergi brotinn, en hann er uppalinn í Danmörku.

Fyrsta plata "kórsins" kom út núna á dögunum og er þetta 4-laga EP-stuttskífa sem inniheldur m.a. smellinn "Sharpen your knife" sem hefur fengið mikla spilun bæði í útvarpi og sjónvarpi (hlustið á lagið hér til hægri).

Choir of young believers spilar þjóðlaga-skotið indípopp og þeir sem ætla á Hróarskelduhátíðina geta upplifað Jannis (og hátt í 8-manna hljómsveit) þar.

Lög með Choir of young believers í spilaranum hér til hægri:
- Sharpen your knife
- We talk on the phone

Hérna getið þið séð Choir of young believers taka tvö lög ("Riot" og "Sharpen your knife") í danska ríkissjónvarpinu:

Fagnaðarefni

Óhætt að segja að þetta sé mikill hvalreki fyrir íslenska tónlistarunnendur. Hr. Örlygur með gott "múv" þarna.

Nú er bara að næla sér í nýjustu plötuna "Pocket symphony" og rifja upp gamla stöffið.

Air spilar "Venus" á tónleikum: 

mbl.is Miðasala á tónleika Air hefst á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kings of Leon og Grinderman

Hef verið að láta tvær afar ólíkar og mis góðar plötur rúlla síðustu daga og vikur. Hér koma hugrenningar mínar um þær.

Í hnotskurn: Because of the times – Kings of Leon [2007]
BotT-ProperÞriðja breiðskífa þeirra Followill-bræðra (og frænda) kom út í byrjun apríl og get ég ekki sagst hafa orðið mikið var við það. Óþarfi er að fara mörgum orðum um hversu mikil snilld fyrsta breiðskífa þeirra var (Youth and young manhood frá 2004) en einhverja hluta vegna fór breiðskífa númer 2 (Aha Shake Heartbreak frá 2005) alveg fram hjá mér, hvað þá þessi nýjasta. Jæja, þá að plötunni.... tja... er ekki alveg að ná henni, satt best að segja. Nokkrir ágætis sprettir en ekki meira en það. Þeir ná einhvern veginn aldrei flugi og það vantar þennan klassíska rauða þráð sem mér finnst einkenna góðar plötur. Ég held að það hafi verið Pitchforkmedia sem sögðu eitthvað á þá leið að Kings of Leon væru því miður búnir að breytast úr Suðurríkja-Strokes í Suðurríkja-U2. Kannski ekki alveg það sem mér datt fyrst í hug en.... ekki nógu gott eintak!

Hápunktur: “Knocked up” (hlustið á lagið hér til hægri)
Einkunn: 5.5
Fróðleiksmoli: Kannski er hluti skýringarinnar á því að Pitchfork kalli Kings of Leon Suðurríkja-U2, að þeir túruð með U2-flokknum á síðasta Bandaríkjatúr sveitarinnar.

[myspace] [myndband] - við lagið “On call” sem er að finna á plötunni.

Í hnotskurn: Grinderman – Grinderman [2007]
Grinderman-coverÉg hef aldrei verið Nick Cave-maður og ástæðan fyrir því er einföld: ég hef einfaldlega aldrei gefið honum sjéns! Þetta nýja hliðarverkefni hans (og Bad Seeds félaga hans), Grinderman, finnst mér hins vegar frábært. Þessi plata, Grinderman, er það besta sem ég hef heyrt á þessu herrans ári, 2007. Attidútið og skítuga sándið á þessari plötu er ekta, lögin er flest öll virkilega góð.... þannig að ég verð bara að segja alveg eins og er: hrikalega þétt eintak hér á ferð, usssss....! Þeir sem hafa nú þegar ekki heyrt þetta - út í búð eða halið þessu niður. Mæli með þessu.

Hápunktar: “No pussy blues”, “Grinderman” og “Go tell the women” (hlustið á lögin hér til hægri)
Einkunn: 9.0

[myspace] [myndband] - No pussy blues spilað live í þætti Jools Holland á BBC


Svar við getraun: Curt Smith úr Tears for Fears

Myndin var auðvitað af Curt Smith sem var annar helmingurinn í hinum magnaða dúett Tears for Fears. Þið þekkjið hann væntanlega betur á þessari mynd:
null
Curt Smith er hér vinstra megin með félaga sínum Roland Orzabal úr Tears for Fears.

Nýtt lag og myndband með Sir Paul:


Þetta er fyrsti síngullinn af nýju plötunni og heitir lagið "Dance tonight". Platan "Memory almost full" kemur út 5. júní næstkomandi, bíð spenntur, mér fannst síðasta plata Paul "Chaos and creation in the backyard" með betri plötum ársins 2005.

Wilco, Sea and the Cake og hver er maðurinn??

Hef verið að hlusta á nokkrar nýjar plötur upp á síðkastið. M.a. Björk, Grinderman, Kings of Leon, Feist og Kaiser Chiefs, ætla mér að segja skoðun mína á þessum plötum bráðlega. Hérna koma svo Wilco og Sea and the Cake.

Í hnotskurn: Sky blue sky - Wilco [2007]
SkyblueskySjötta stúdíóplata Chicago-drengjanna í Wilco kom út 14. maí síðastliðinn. Ég hef vitað af þessu bandi í nokkur ár en aldrei veitt því neinn sérstakann áhuga. Ákvað að renna þessari plötu í gegn og sé svo sem ekki eftir því. Þetta er afar þægilegt kántrýskotið indípopp og rennur platan áreynslulaust í gegn. Kannski að notalegheitin séu þó um of, skilur ekki mikið eftir sig. Kannski að maður þurfi að hlusta meira á hana? Já ég trúi því að hún verði bara betri við hverja hlustun.

Hápunktar: “Either way” og það mjög svo Dylan-íska “What light”. (HLUSTAÐU Á LÖGIN HÉR TIL HÆGRI)
Einkunn: 6.5

Fróðleiksmoli:
Gáfu út plötuna “Mermaid Avenue” ásamt Billy Bragg en platan innihélt þeirra útgáfur af gömlum ókláruðum Woodie Guthrie-lögum.

[myspace] [myndband] – Þáttur David Letterman: Wilco taka lagið “Hummingbird” af plötunni “A ghost is born” frá árinu 2004.

Í hnotskurn: Everybody – The Sea and Cake [2007]
Album-Sea%26Cake_EverybodyÞetta band er ekki nýtt af nálinni, var stofnað í byrjun síðasta áratugar og var af mörgum talin vera mikil póstrokk-súpergrúppa (menn komu m.a. úr Shrimp Boat, Coctails og Tortoise). Þetta er sjöunda breiðskífa sveitarinnar og mætti lýsa þessu sem skemmtilegum bræðingi af indírokki, soul og smá jazz, sem sagt nokkuð tilraunakennt. Nokkuð björt og þægileg plata sem þó nær sér ekki á flug.

Hápunktar: “Up on crutches” og “Coconut”. (HLUSTAÐU Á LÖGIN HÉR TIL HÆGRI)
Einkunn: 6.0

[myspace] - [myndband] Bowie-lagið “Sound and vision”, flutt af The Sea and cake.

Hver er maðurinn??
Svona rétt í lokin og algjörlega til gamans gert.. þá spyr ég: hver er maðurinn á myndinni hér fyrir neðan? Bónusspurning: í hvaða bandi var hann í "gamla daga"? Þeir sem telja sig vita einhvern deili á kauða geta svarað í kommentadálkinn hér fyrir neðan.
null 


Langar þig á tónleika heima í stofu?

Fabchannel.com er ein af mínum allra uppáhalds síðum þegar kemur að tónlist, og þá sérstaklega þegar um ræðir tónleika á netinu. Þarna inni er urmull af heilum tónleikum með mörgum af athyglisverðustu böndunum í dag. Nokkur dæmi:

Cold War Kids (18.11.2006)



Midlake (16.08.2006)


Bright Eyes (12.07.2005)


Ron Sexsmith (30.05.2005)


Þetta er bara brot af því sem í boði er. Það mætti einning nefna Arcade Fire, Bloc Party, Damien Rice, Josh Ritter, Echo and the Bunnymen og fleiri og fleiri. Af íslensku efni þarna þá er t.d. að finna tiltölulega nýja tónleika með Benna Hemm Hemm og tónleika með Emilíönu Torrini frá marsmánuði 2005.

Hvað getur maður sagt?


Ég trúi ekki öðru en að það sé gott grín í gangi hjá Samwell og félögum. Skemmtilegur karakter hér á ferðinni, lagið og myndbandið hreint út sagt ógleymanlegt. Það er víst mikið talað um þetta myndband í bloggheiminum í dag.

[Heimasíða] [Viðtal við Samwell]

Mánudagsgrautur

Fjölbreyttur og næringaríkur grautur í upphafi vikunnar.

Elliott Smith – High times
200px-Elliott_Smith2Þetta lag, “High times”, er eitt af þeim fjölmörgu úr smiðju Elliott Smith heitins, sem enn ekki hafa komið út. Frábært lag sem varð til á árunum 1994-1997 og hann tók víst oft á tónleikum, lagið verður að finna á safnplötunni “New moon” sem kemur út á morgun, 8.maí, og gefin út af gamla “leibelnum” hans Elliott, Kill Rock Stars. Platan verður stútfull af sjaldgæfum upptökum sem og áður óútgefnu efni frá árunum ´94 til ´97. “Hight times” er rábært lag í anda Elliott Smith heitins. Njótið hér til hægri.

[Kill Rock Stars
 

Björk – Earth intruders
l_819e73bd03cd711d8f207d97533c74e5Platan “Volta” kom út í dag og spurning hvort maður skelli sér ekki á eitt eintak? Fyrsti síngullinn “Earth intruders” hefur fengið að hljóma núna í nokkrar vikur og venst bara hreint ágætlega. Hef heyrt 1-2 lög til viðbótar af plötunni og þau lofa góðu. Svo er hún að fá glimrandi dóma. “Earth intruders” er hér til hægri til streymingar.

[myspace]


CocoRosie – Rainbowarriors
cocorosieÞær systur, Sierra og Bianca, kalla sig CocoRosie og gáfu nýverið út sína fjórðu breiðskífu og ber hún heitið "The Adventures of Ghosthorse and Stillborn". Lagið “Rainbowarriors” er upphafslag plötunnar og það eina sem ég hef heyrt af henni. Þær stöllur hafa reyndar farið nett í taugarnar á mér í þó nokkurn tíma en það virðist vera að þoka aðeins til í þeim efnum. Platan hefur fengið misjafnar viðtökur en þetta lag er í fínu lagi og lofar góðu. Saga þessara systra er nokkuð merkileg og geta áhugasamir lesið nánar um það hér. Hlustið hér til hægri.

[myspace]


Handsome Furs

fursÍ lok þessa mánaðar kemur út platan ”Plague Park” með kanadíska dúettnum Handsome Furs. Ég komst yfir tvö lög með þeim nú á dögunum og verð að játa að ég bíð mjög spenntur eftir frumrauninni.

Þessi dúett er skipaður kærustuparinu Dan Broeckner og Alexei Perry. Dan þessi er kannski þekktari fyrir störf sín í hljómsveitinni Wolf Parade, en þar syngur hann, spilar á gítar og semur mikið af efni þeirra (jafnt við Spencer Krug). Wolf Parade kom sterk inn árið 2005 með fína plötu: ”Apologies to the Queen Mary”. Meðlimir Wolf Parade hafa verið duglegir að skapa sér hliðarverkefni, t.d. hefur Spencer Krug (söngvari, hljómborðsleikari og lagahöfundur) verið iðinn með Swan Lake og Sunset Rubdown.

Plata Handsome Furs kemur út 22. maí og þessi tvö lög (sem hægt er að hlusta á hér til hægri) eru auðvitað á henni. Upphafslag plötunnar ”What we had” er suddalega skítugur, hrár og dimmur slagari, frábært lag þar á ferðinni. Lagið ”Snakes on the ladder” er öllu bjartara í sér, þó skammdegið sé aldrei langt undan.

Handsome Furs eru á samning hjá Sub Pop, en sá ”leibell” er gerður út frá Seattle og er kannski hvað frægastur fyrir að hafa gefið út Nirvana og Soundgarden þegar þær sveitir voru að stíga sín fyrstu skref á grunge-senunni. Í dag er Sub Pop með nöfn eins og Band of horses, Wolf Parade, Low, CSS, Iron & Wine og Sleater-Kinney á sinni skrá, bara til að nefna nokkur nöfn.

[Myspace] [Heimasíða Sub Pop] [Wolf Parade á myspace]


Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband