Leita í fréttum mbl.is

Wilco, Sea and the Cake og hver er maðurinn??

Hef verið að hlusta á nokkrar nýjar plötur upp á síðkastið. M.a. Björk, Grinderman, Kings of Leon, Feist og Kaiser Chiefs, ætla mér að segja skoðun mína á þessum plötum bráðlega. Hérna koma svo Wilco og Sea and the Cake.

Í hnotskurn: Sky blue sky - Wilco [2007]
SkyblueskySjötta stúdíóplata Chicago-drengjanna í Wilco kom út 14. maí síðastliðinn. Ég hef vitað af þessu bandi í nokkur ár en aldrei veitt því neinn sérstakann áhuga. Ákvað að renna þessari plötu í gegn og sé svo sem ekki eftir því. Þetta er afar þægilegt kántrýskotið indípopp og rennur platan áreynslulaust í gegn. Kannski að notalegheitin séu þó um of, skilur ekki mikið eftir sig. Kannski að maður þurfi að hlusta meira á hana? Já ég trúi því að hún verði bara betri við hverja hlustun.

Hápunktar: “Either way” og það mjög svo Dylan-íska “What light”. (HLUSTAÐU Á LÖGIN HÉR TIL HÆGRI)
Einkunn: 6.5

Fróðleiksmoli:
Gáfu út plötuna “Mermaid Avenue” ásamt Billy Bragg en platan innihélt þeirra útgáfur af gömlum ókláruðum Woodie Guthrie-lögum.

[myspace] [myndband] – Þáttur David Letterman: Wilco taka lagið “Hummingbird” af plötunni “A ghost is born” frá árinu 2004.

Í hnotskurn: Everybody – The Sea and Cake [2007]
Album-Sea%26Cake_EverybodyÞetta band er ekki nýtt af nálinni, var stofnað í byrjun síðasta áratugar og var af mörgum talin vera mikil póstrokk-súpergrúppa (menn komu m.a. úr Shrimp Boat, Coctails og Tortoise). Þetta er sjöunda breiðskífa sveitarinnar og mætti lýsa þessu sem skemmtilegum bræðingi af indírokki, soul og smá jazz, sem sagt nokkuð tilraunakennt. Nokkuð björt og þægileg plata sem þó nær sér ekki á flug.

Hápunktar: “Up on crutches” og “Coconut”. (HLUSTAÐU Á LÖGIN HÉR TIL HÆGRI)
Einkunn: 6.0

[myspace] - [myndband] Bowie-lagið “Sound and vision”, flutt af The Sea and cake.

Hver er maðurinn??
Svona rétt í lokin og algjörlega til gamans gert.. þá spyr ég: hver er maðurinn á myndinni hér fyrir neðan? Bónusspurning: í hvaða bandi var hann í "gamla daga"? Þeir sem telja sig vita einhvern deili á kauða geta svarað í kommentadálkinn hér fyrir neðan.
null 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef bara heyrt eitt lag með kauða og það er alveg ágætt en myndbandið við lagið tekur flestu fram (reyndar langt síðan ég hef séð það en sem táningi þótti mér þetta ansi magnað). Gaurinn er sögnvari hljómsveitarinnar The Beloved. Þurfti aðstoð Allmusic til að finna nafnið, Jon Marsh. Er þetta kannski svona Gettu betur svar þar sem spyrillinn leyfir besservisserinum að tala frá sér allt vit þar til að hann lætur vita að svarið sé ekki fullnægjandi?

Kristján Sigurjónsson (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 17:31

2 Smámynd: My Music

Ég segi bara eins og Sigmar spyrill myndi eflaust segja í þessari stöðu: Ég ætla að stoppa þig hér, þú ert ekki með þetta.....

Ekki er þetta Jon Marsh. Hér er mynd af honum: http://www.fabriclondon.com/press/beta/uploads/forthcoming/jonmarsh01.jpg

Smá vísbending: Sveitin sem "hver er maðurinn" var í, var stofnuð í sama landi og á sama áratugi og The Beloved (sem Jon Marsh var í).

Veit ekki hvort að þetta hjálpar eitthvað?

My Music, 24.5.2007 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband