Leita í fréttum mbl.is

Kings of Leon og Grinderman

Hef verið að láta tvær afar ólíkar og mis góðar plötur rúlla síðustu daga og vikur. Hér koma hugrenningar mínar um þær.

Í hnotskurn: Because of the times – Kings of Leon [2007]
BotT-ProperÞriðja breiðskífa þeirra Followill-bræðra (og frænda) kom út í byrjun apríl og get ég ekki sagst hafa orðið mikið var við það. Óþarfi er að fara mörgum orðum um hversu mikil snilld fyrsta breiðskífa þeirra var (Youth and young manhood frá 2004) en einhverja hluta vegna fór breiðskífa númer 2 (Aha Shake Heartbreak frá 2005) alveg fram hjá mér, hvað þá þessi nýjasta. Jæja, þá að plötunni.... tja... er ekki alveg að ná henni, satt best að segja. Nokkrir ágætis sprettir en ekki meira en það. Þeir ná einhvern veginn aldrei flugi og það vantar þennan klassíska rauða þráð sem mér finnst einkenna góðar plötur. Ég held að það hafi verið Pitchforkmedia sem sögðu eitthvað á þá leið að Kings of Leon væru því miður búnir að breytast úr Suðurríkja-Strokes í Suðurríkja-U2. Kannski ekki alveg það sem mér datt fyrst í hug en.... ekki nógu gott eintak!

Hápunktur: “Knocked up” (hlustið á lagið hér til hægri)
Einkunn: 5.5
Fróðleiksmoli: Kannski er hluti skýringarinnar á því að Pitchfork kalli Kings of Leon Suðurríkja-U2, að þeir túruð með U2-flokknum á síðasta Bandaríkjatúr sveitarinnar.

[myspace] [myndband] - við lagið “On call” sem er að finna á plötunni.

Í hnotskurn: Grinderman – Grinderman [2007]
Grinderman-coverÉg hef aldrei verið Nick Cave-maður og ástæðan fyrir því er einföld: ég hef einfaldlega aldrei gefið honum sjéns! Þetta nýja hliðarverkefni hans (og Bad Seeds félaga hans), Grinderman, finnst mér hins vegar frábært. Þessi plata, Grinderman, er það besta sem ég hef heyrt á þessu herrans ári, 2007. Attidútið og skítuga sándið á þessari plötu er ekta, lögin er flest öll virkilega góð.... þannig að ég verð bara að segja alveg eins og er: hrikalega þétt eintak hér á ferð, usssss....! Þeir sem hafa nú þegar ekki heyrt þetta - út í búð eða halið þessu niður. Mæli með þessu.

Hápunktar: “No pussy blues”, “Grinderman” og “Go tell the women” (hlustið á lögin hér til hægri)
Einkunn: 9.0

[myspace] [myndband] - No pussy blues spilað live í þætti Jools Holland á BBC


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú skaltu gefa Nick Cave og komast að því að Grinderman, þrátt fyrir að vera fín plata, er síður en svo ein þeirra bestu sem hann hefur frá sér látið. Alls ekki.

Stígur Helgason (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 15:17

2 identicon

...gefa Nick Cave SÉNS...

Svo má hins vegar alveg gefa hann líka. Tilvalin gjöf.

Stígur Helgason (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 652

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband