Bloggfćrslur mánađarins, desember 2007
31.12.2007 | 12:28
Night falls over Kortedala – Jens Lekman [2007]
Ég var ekkert smá hrifinn af plötunni hans frá 2005, Oh you are so silent Jens, ţađ var eitthvađ svo ótrúlega ljúft og sannfćrandi viđ ţennan geđţekka unga Svía međ silkimjúku röddina.
Nýja platan er ađ mörgu leyti heilsteyptari en sú fyrri ţó hana vanti viđ fyrstu hlustanir eftirminnilega og afgerandi hittara. Ţađ er engu til sparađ, útsetningarnar eru miklar og útpćldar, skemmtileg sömpl hér og ţar og textarnir hallćrislega einfaldir en samt eitthvađ svo sannir. Ég sé fyrir mér ađ ţessi plata eigi bara eftir ađ verđa betri ţegar fram líđa stundir, ţađ eru lög á henni sem hafa alla burđi til ţess ađ festast í heilabúi mínu (t.d. "The Opposite of Hallelujah" og "I'm Leaving You Because I Don't Love You"). Fín plata hér á ferđ hjá Jens Lekman.
Hápunktar: "The Opposite of Hallelujah" og "I'm Leaving You Because I Don't Love You" (hlustiđ á lögin hér til hćgri)
Einkunn: 8.0
Vídjó: "Shirin" (af plötunni spilađ lćv á tónleikum)
Leiđrétt 01.01.08: Platan heitir "Night falls over Kortedala" en ekki "Kortedela" eins og rangt var fariđ međ upphaflega. Ţakka góđar ábendingar.
Tónlist | Breytt 1.1.2008 kl. 12:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
31.12.2007 | 12:28
Friend opportunity – Deerhoof [2007]
Ţađ er tćpt ár síđan ađ ţessi plata kom út og gott ef ţetta er ekki sjöunda breiđskífa sveitarinnar, einhvern veginn hef ég aldrei gefiđ ţeim almennilegan gaum og nennt ađ leggja mig fram viđ ađ hlusta á tónlist ţeirra. Gárungarnir segja ađ ţetta sé međ ţví hlustendavćnna sem ţau hafa sent frá sér en ţó má heyra nokkuđ framúrstefnulegan og tilraunakenndan hljóm. Mér finnst ţess plata nokkuđ skemmtileg og fersk, krúttleg rödd Satomi Matsuzaki gefur ţessu nokkuđ framandi blć og ţađ er einhver undirliggjandi rokk/popp-söngleikjastemning í ţessu hjá ţeim sem virkar ágćtlega. Ţrátt fyrir ţennan ferskleika og skemmilegheit ţá hefur plötunni ekki tekist ađ festa sig í sessi í spilaranum mínum, ţađ er eitthvađ viđ hana sem fćr mig til ţess ađ nenna ekki ađ hlusta mikiđ á hana. Lagiđ +81 er fantagott lag, eitt af flottari lögum ársins 2007.
Hápunktar: +81 og The percect me (hlustiđ á lögin hér til hćgri)
Einkunn: 7.0
Vídjó: "+81" (spilađ lćv í amerísku sjónvarpi)
[mćspeis]
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
31.12.2007 | 12:28
Hissing Fauna, are you the destroyer? – Of Montreal [2007]
Grípandi melódíur og afar viđkunnalegir kórusar er eitthvađ sem hefur einkennt lög sem slegiđ hafa í gegn. Ţessi breiđskífa Of Montreal-manna er uppfull af ţannig lögum, lögin eru meira en bara grípandi, mörg ţeirra eru bara ţrusugóđ. Kevin Barnes er potturinn og pannan í ţessari sveit og ţar er á ferđinni mjög athyglisverđur tónlistarmađur, hann er međ miklar pćlingar á ţessari konsept-breiđskífu sem fjallar um umbreytingu hans til alter-egósins og glamrokkarans Georgie Fruit.
Ég hef veriđ lengi ađ melta ţessa plötu, renndi henni í gegn í haust og ţá hreif hún mig alls ekki. Platan var sett á ís í nokkuđ langan tíma og nú er hún farin ađ rúlla meira og ég farinn ađ fíla ţetta meir. Ţađ er margt virkilega gott á ţessari plötu, skemmtilegar nálganir, hallćrislega hressandi popp og nett geđveila í gangi í textasmíđunum. Ég er ekki alveg ađ meta ţetta sem meistaraverk né snilld eins og margir vilja meina, ţađ er kannski helst vegna ţess hve seinni partur plötunnar slekkur mikiđ í ţeim stemmara sem fyrri parturinn nćr upp. Ţađ breytir ţó ekki ţeirri stađreynd ađ ţetta er gott stöff, ekki spurning.
Hápunktar: Cato as a pun og Heimdalsgate like a promethean curse (hlustiđ á lögin hér til hćgri)
Einkunn: 8.0
Vídjó: "Suffer for fashion" (myndband viđ opnunarlag plötunnar)
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2007 | 02:51
Mugiboogie – Mugison [2007]
Gullkálfurinn Mugison er hér međ gríđarlega ţroskađa plötu, hún er virkilega vel gerđ og skemmtilega lifandi innspiluđ. Ţađ eru engir aukvisar í kringum óskabarniđ á ţessu sinni og á ţađ stóran ţátt í ţví hversu heilsteypt og góđ ţessi plata er. Mugison er reyndar kominn á ţann stađ á sínum ferli ađ hann getur gert ţađ sem honum sýnist, hann er skrambi sannfćrandi strákurinn og hefur mikinn međbyr á réttum stöđum hann hefur ţetta í hendi sér. Ég var persónulega ekki ađ fíla Mugsion neitt sérstaklega vel í laptop-fílíngi, ţví er ţessi plata ađ virka mjög vel á mig, ţarna vil ég sjá hann og heyra, međ hörkubandi og gott grúv í gangi. Fjölbreytnin á plötunni er gríđarleg og er ţađ hennar helsti styrkur, t.d. miđađ viđ síđustu plötu (Mugimama) sem var kannski nokkuđ safe hvađ varđar heildarsvip í samanburđi viđ ţessa. Ţrusugóđ plata hjá Mugison.
Hápunktar: The pathetic anthem og The Animal.
Einkunn: 8.5
Vídjó: The great unrest
[web]
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2007 | 02:06
Mirrored – Battles [2007]
Mikiđ hrikalega hefur veriđ erfitt ađ melta ţetta stórvirki Batlanna, ţetta afsprengi math-rokksins er ekki fyrir hvern sem er og getur veriđ ansi erfitt ađ fikra sig í gegnum stórbrotnar og oft á tíđum taktlausar lagasmíđar drengjanna. Ţví meira sem ég hef hlustađ á ţessa plötu ţví meira kann ég ađ meta hana. Ég ţarf reyndar ađ vera í mjög sérstöku stuđi fyrir ţetta, ţetta er ekki alveg sunnudagskvöldiđ međ kaffibollann, ţessi músík gruflar í hausnum á manni og ţađ tekur á mann ađ međtaka ţessa mögnuđu hljóđbylgjur sem dynja á manni. Ţetta er hljómsveit sem ég hreinlega verđ ađ fá ađ sjá lćv. Lagiđ Atlas er af mörgum taliđ vera sterkasta lag plötunnar og er ég nokkuđ sammála, reyndar finnst mér Tonto vera mesta snilldin, hressandi grautur ţar á ferđ. Ţessi plata er stórkostleg, ekki fullkomin og alls ekki allra ađ hlusta á.
Hápunktar: Atlas og Tonto
Einkunn: 8,0
Vídjó: Tonto
[mćspeis]
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2007 | 02:04
In rainbows – Radiohead [2007]
Ég var mjög hrifinn af sólóstöffi Thom Yorke frá ţví í fyrra (Eraser) og ég fílađi líka mjög vel gamla stöffiđ hjá Radiohead, ţađ var minna af nýlega Radiohead efninu sem átti upp á pallborđiđ hjá mér, Kid A og Amnesiac voru ekki ađ ná mér fyrir utan einstaka lög. Ţessi plata er einhvern veginn gamla góđa Radiohead en samt áriđ 2007, Thom Yorke fćr sína elektrónísku fullnćgingu annars stađar en fćr ţess í stađ ađ láta rokkiđ (međ smá dass af elektróník) leika lausum hala á ný međ félögum sínum. Lagiđ Nude er t.d. strax orđiđ ađ Radiohead klassíker, Reckoner hljómar kunnuglega (sem sagt Radiohead-legt) og rúsínan í pylsuendanum er hiđ mjög svo áhrifaríka lag Videotape. Ţetta er ágćtis plata, rennur smurt í gegn og venst einstaklega vel. Ţađ má svo auđvitađ deila um hvort ađ ţessi stefna sveitarinnar sé rétt, hefđu ţeir átt ađ halda áfram tilraunsstarfsemenni eđa var orđiđ tímabćrt ađ fá gamla góđa Radiohead til baka? Ađ ţessu sinni hallast ég ađ ţví síđast nefnda en vil endilega sjá ţá experimenta meira í framtíđinni.
Hápunktar: Nude og Videotape.
Einkunn: 7.5
Vídjó: Videotape
[mćspeis]
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2007 | 02:03
Sound of silver – LCD Soundsystem [2007]
Ég vil byrja á ţví ađ biđja James Murphy afsökunar á ţví ađ dćma hann svona fyrir fram, ég var búinn ađ stimpla tónlist hans sem einhvern töflubryđjandi og svitahnykkjandi viđbjóđ. Ég hef aldrei veriđ mikiđ fyrir dansmúsíkina (reyndar valdi ég The Warning međ Hot Chip plötu ársins í fyrra), hingađ til hef ég hlustađ meira á alvarlegri músík en ţessi plata kom mér gjörsamlega í opna skjöldu. Urrandi gott kvikindi sem svei mér ţá inniheldur tvö af betri lögum ársins, Someone great og All my friends. Hin lögin eru góđ líka, varla veikan blett ađ finna og platan rennur snyrtilega í gegn. Ţetta er án efa ein af bestu plötum ársins. James Murphy er greinilega snjall tónlistarmađur, einhvers stađar las ég ađ hann vćri mjög svo anlógískur, vill helst hafa allt ekta og er lítiđ fyrir feika hljóđin sem hann notar. Ţetta gerir pakkann bara enn meira sannfćrandi.
Hápunktar: Someone great og All my friends.
Einkunn: 8.5
Vídjó: "All my friends"
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2007 | 09:01
Gleđileg jól
Jólalög ársins í ár eru án efa međ Stafrćnum Hákon og Unstatuesque (áđur Dialect).
Merry Christmas Mr. Lawrence - Stafrćnn Hákon & Unstatuesque
White Christmas - Stafrćnn Hákon & Unstatuesque (feat. Magnús Freyr)
Virkilega skemmtileg nálgun hjá ţessum frábćrum listamönnum. Hvar man ekki eftir "Hva' ţekkja ţeir ekki jólin?" sem Stafrćnn Hákon og Dialect gerđi hér um áriđ, ţeir sem misstu af ţví stórvirki geta nálgast ţađ hér:
Hva' ţekkja ţeir ekki jólin - Stafrćnn Hákon
[mćspeisiđ hans SH] [SH web]
Tónlist | Breytt s.d. kl. 09:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2007 | 17:43
Dapurt plötuumslag: Sell Sell Sell - David Gray
Ég hef nú lengi veriđ nokkur ađdáandi David Gray, sérstaklega "early" stöffiđ hans og svo "White Ladder", sem er náttúrulega brakandi gott kaffi. En ţetta plötuumslag, fyrir plötuna hans "Sell sell sell" frá árinu 1996, er gjörsamlega glatađ. Ţarna er David vćntanlega ađ skírskjóta í hiđ erfiđa kapphlaup um hylli neytenda ţegar kemur ađ plötusölu. Ţađ hefđi örugglega veriđ hćgt ađ útfćra ţetta öđruvísi og kannski ekki alveg svona hallćrislega. Hvađ er máliđ međ verđmiđana á "Buddy Holly"-gleraugunum?
Reyndar er eitt nokkuđ gott lag á ţessari plötu, ţađ er "Late night radio". Ţađ er í spilaranum hér til hćgri.
[heimasíđa DG]
Ţetta minnir mig auđvitađ á fleiri döpur plötuumslög, en fyrir áhugasama ţá er ţessi síđa nokkuđ góđ, reyndar miklar öfgar ţar og lítiđ um ţekkta flytjendur. Hvar man t.d. ekki eftir ţessu hrćđilega koveri?
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
8.12.2007 | 12:49
The Stage names – Okkervil River [2007]
Fjórđa breiđskífa Okkervil River kom út núna í lok sumars, ég tók fyrst eftir ţessu bandi ţegar ţeir gáfu út Black sheep boy áriđ 2005 og ţótti mér nokkuđ til ţeirra plötu koma á ţeim tíma. Ţessi plata inniheldur hresst en mjög innihaldsríkt indírokk í bland viđ nokkur falleg og róleg lög. Međ ţessari plötu er Okkervil River ađ stimpla sig inn sem band sem vert ađ er ađ gefa gaum og taka mark á - ţeir munu framvegis ekki koma skemmtilega á óvart eđa gjörsamlega aftan ađ fólki međ útspil sínu, ţeir eru komnir upp í efri deildirnar í ţessum bransa.
Flest ef ekki öll lögin á plötunni eru mjög svo áheyrileg og fín. Opnunarlagiđ Our life is not a movie or maybe er slagari ef dýrari sortinni og hlýtur ađ teljast eitt af erlendu lögum ársins. Stórvirki plötunnar er lagiđ Plus one, fyrir utan ađ vera flott lag ţá er textinn gríđarlega góđur og vel heppnađur. Ţar er veriđ ađ vitna í mörg af frćgustu lögum tónlistarsögunnar sem innihalda tölur, en Okkervil River bćtir alltaf einum viđ (Plus one) og tvinnar ţađ skemmtilega saman viđ textann.
Og ţá yfir ţađ neikvćđa, eins góđ og áheyrileg platan er ţá fékk ég óvenju fljótt leiđ á henni. Ástćđuna tel ég vera ađ uppbyggingu plötunnar, fimm fyrstu lögin eru virkilega góđ, ţrjú fyrstu af ţeim eru í hressari kantinum, svo koma tvö róleg sem eru reyndar virkilega góđ. Ţar á eftir, í stađ ţess ađ hressa ţetta ađeins viđ halda ţeir áfram á easy nótum og platan nánast fjarar út ekki ađ lögin séu slök, ţau eru bara frekar gleymanleg. Ef ţađ vćri ekki fyrir skemmtilega samsuđu í lokalaginu (ţar sem Sloop John B međ Beach Boys er skotiđ inn) ţá vćri seinni parturinn hreinlega ekki nógu góđur. En heilt yfir er ţetta ágćtis plata sem vert er ađ hlusta á.
Hápunktar: Our life is not a movie or maybe, A hand to take a hold on the scene, Savannah smiles og Plus One. (Hlustiđ á ţessi fjögur lög í spilaranum hér hćgra megin á síđunni)
Einkunn: 7.0
Fróđleiksmoli: Í laginu Plus one, sem ég tala um hér fyrir ofan, eru nokkur af merkari lögum tónlistarsögunnar sem bera tölustaf(i) í lagaheitinu nefnd. Međal ţeirra sem nefnd eru: 50 ways to leave your love međ Paul Simon, 99 Luftballoons međ Nenu, Eight miles high međ Byrds og 7 Chinese brothers međ REM.
Vídjó: Our life is not a movie or maybe
[mćspeis]
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Innlent
- Fuglar drápust mjög hratt eftir ađ einkenni komu fram
- Tveir handteknir grunađir um frelsissviptingu
- Sjá ekki fyrir mörg ágreiningsmál
- Ţú fćrđ ekki allt sem ţú vilt ţegar ţú ert í málamiđlun
- Börn bundin í stóla og borđa ekki sjálf
- Samstarf í ţágu farsćldar barna í viđkvćmri stöđu
- Netsvikarar opnuđu flóđgáttir fjöldapósta
- Fundi lokiđ í dag: Kristrún veitir viđtal