Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
4.12.2007 | 08:54
Nýtt frá Raveonettes
Það var að koma út ný plata með dönsku Raveonettes, "Lust lust lust". Ég hef reyndar ekki komist yfir plötuna en heyrt tvö lög og lofa þau góðu. Gárungarnir segja að þetta sé besta plata dúettsins til þessa og mér heyrist hún hafa alla burði til þess, ef marka má fyrsta síngulinn, "Dead sound".
Þetta er lag virkilega grípandi, krúttlega stelpuraddað og svo er skítugur gítarinn ekki langt undan, svo kemur hið mjög svo Raveonettes-lega og rockabilly-innspireraða gítarpikk í brúnni, fínt lag á ferðinni hér. Hér má svo sjá myndbandið við lagið, og er það líka nokkuð gott:
Dead sound (fyrsti síngull af nýju plötunni)
Upphafslag plötunnar er hins vegar hið mjög svo skítuga "Aly, walk with me". Hinir sömu gárungar vilja meina að svona skítugt sánd hafi ekki heyrt frá dúettnum síðan að þeirra fyrstu EP-plötu. Það skal ósagt látið, en lagið er hressandi.
Ally walk with me (spilað læv, Triple Door í Seattle USA)
Danski dúettinn Raveonettes samanstendur af Sune Wagner og Sharin Foo. Þau hafa gefið út þrjár breiðskífur og eina EP-plötu. Þeirra frægustu smellir eru líklega "The great love sound" (vídjó) og "Love in a trashcan" (vídjó). Þess má geta að íslenska sveitin Singapore Sling túraði með Raveonettes um Bandaríkin fyrir nokkrum árum síðan.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2007 | 23:07
Bítlagetraun - þekkir þú þessi lög?
Í tónlistarspilaranum hér til hægri er að finna hljóðskrá (Beatles - Lagabútar) sem inniheldur 10 stutt lagabrot með hinum geysivinsælu Bítlum (The Beatles). Ég spyr einfaldlega: þekkir þú þessi 10 lög? Endilega svarið í athugasemdakerfið hér fyrir neðan.
Og svo eru tvær bónusspurningar fyrir þá sem vilja.
Bónus 1: tvö þessara lagabrota eru úr lögum sem eru að finna á sömu plötunni. Hvaða lagabrot eru það og hver er platan?
Bónus 2: tvö þessara lagabrota eru ábreiður (cover), hvaða lög eru það og hverjir sömdu?
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Erlent
- Heimurinn logar
- Ákæra um embættisbrot lögð fram
- Yoon dregur í land
- Hrundu sókn Rússa yfir Oskil-ána
- Herlögin í gildi þar til forsetinn segi annað
- Þingið felldi herlög forsetans úr gildi
- Hermenn girða þinghús Suður-Kóreu af
- Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu
- Synjar Musk um 7.700 milljarða kaupauka
- Skemmdir á köplum í Finnlandi óhapp