9.1.2008 | 15:05
Bestu erlendu plötur ársins 2007
Ég hef á síđasta ári skrifađ smá greinarstúfa hér á bloggiđ og gefiđ hátt í fimmtíu breiđskífum einkunn, ţetta hefur ađallega veriđ gert til gamans og dćgrarstyttingar. Nú víst ađ áriđ 2007 er liđiđ er viđ hćfi ađ gera upp tónlistaráriđ og birta topp 10 yfir bestu erlendu plöturnar. Nú koma einkunnagjafarnir sér ađ góđum notum og eru ţćr gott viđmiđ ţegar litiđ er um öxl og rýnt í tónlistaráriđ 2007. Topp tíu erlendu plötur ársins 2007 ađ mínum dómi eru:
#10 Easy tiger Ryan Adams
Ţessi plata fékk ađ rúlla óheyrilega oft í gegn á tímabili hjá mér á ţessu ári, ţetta er ţćgilegt kántrýskotiđ popp/rokk og margar góđar lagasmíđar hjá Ryan Adams. Ţessi plata var í miklu uppáhaldi hjá mér á ţessu ári, engin tímamótaplata en solid er hún.
Upphaflegur dómur: 8.0 [Mćspeis]
#9 Sheperds dog Iron & Wine
Flott plata hjá Sam Beam, meiri hljómsveitarfílingur og elektróník en veriđ hefur en kassagítarinn aldrei langt undan. Meiri draumkennd í gangi en fyrr og gríđarlega heilsteypt kvikindi hér á ferđ.
Upphaflegur dómur: 8.0 [Mćspeis]
#8 The Reminder Feist
Ćtli ţetta sé ekki útvarpsvćnasta platan á listanum ţetta áriđ og gćti flokkast undir FM-popp, ef svo er ţá er ţetta allavega FM-popp af dýrari sortinni. Ţađ er eitthvađ viđ hana Leslie Feist, skelfilega seiđandi og ljúf plata hjá henni sem ég fékk eiginlega ekki nóg af á árinu. Mörg lög á ţessari plötu sem eru orđin klassíkerar.
Upphaflegur dómur: 8.0 [Mćspeis]
#7 Mirrored Battles
Skelfilega tormeltur en jafnfram stórkostlegur grautur. Ţvílíkar pćlingar, ţeir félagar hafa greinilega legiđ yfir stćrđfrćđi-formúlunum ţví ţćr eru nánast allar ađ ganga upp. Ţađ ţurfti sinn tíma í ađ melta ţessa plötu, ţetta er stórvirki.
Upphaflegur dómur: 8.0 [mćspeis]
#6 Plague park Handsome Furs
Ţađ ţarf víst engin rakettuvísindi til ţessa ađ búa til góđa plötu. Gítar, söngur, synthar og trommuheili. Einfalt og hrátt. Gott eintak.
Upphaflegur dómur: 8.0 [Mćspeis]
#5 Neon Bible Arcade Fire
Ekki auđvelt hlutskipti ađ fylgja eftir The Funeral en ţessi plata er gríđarlega heilsteypt, fyrstu fjögur lögin eru frábćr (sem og No cars go auđvitađ, restin er góđ. Ein af betri plötum ársins.
Upphaflegur dómur: 8.0 [Mćspeis]
#4 Cease to begin Band of horses
Verđur bara betri viđ hverja hlustun, mörg ótrúlega solid lög á plötunni. Ég tók ástfóstri viđ ţessa plötu og hún verđskuldar svo sannarlega sćti á topp 5.
Upphaflegur dómur: 8.5 [Mćspeis]
#3 Sound of silver LCD Soundsystem
Urrandi gott kvikindi sem svei mér ţá inniheldur tvö af betri lögum ársins, Someone great og All my friends. Hin lögin eru góđ líka, varla veikan blett ađ finna og platan rennur snyrtilega í gegn. Uppgötvun ársins hjá mér allavega.
Upphaflegur dómur: 8.5 [Mćspeis]
#2 Grinderman Grinderman
Seint verđ ég talinn vera Nick Cave-mađur og skal ég fyrstur viđurkenna fákunnáttu mína á sögu hans og tónlist. En ţessi plata Grinderman kom ţvílíkt aftan ađ mér í árinu, ég hreifst af henni viđ fyrstu hlustun, hráleiki og attitút sem fćr fólk eins og mig og ţig til ţess ađ míga í sig af geđshrćringu. Klassa skífa.
Upphaflegur dómur: 9.0 [Mćspeis]
#1 Strawberry Jam - Animal Collective
Yfirburđa plata ţessa árs, ég talađi um Pet sounds okkar tíma ţegar ég ritađi um plötuna fyrr á árinu, ég fer ekkert ofan af ţví. Urrandi sköpunargleđi hjá ţessum frábćru listamönnum. Topp eintak. Besta erlenda plata ársins 2007. Hvernig vćri svo ađ "stríma" snilldinni? Kíktu í tónlistarspilarann hér til hćgri.
Upphaflegur dómur: 9.5 [Mćspeis]
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.