Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2007
3.8.2007 | 12:43
Diskóhiti
Lagiđ sem ég heyrđi heitir "Disco heat" og finnst mér grúviđ í ţví lagi alveg hrikalega grípandi. Hlustađ á lagiđ hér til hćgri -->
Nú er bara ađ nćla sér í plötuna, en hún kom út um miđjan júní á ţessu ári. Calvin ţessi er Skoti, fćddur í Dumfries í Skotlandi en hefur búiđ í Lundúnum lengi vel. Eins og svo margir ađrir var ađ hann búa til tónlist inni í svefniherbergi međ misjöfnum árangri. Hann er einn af ţeim sem uppgötvuđust í gegnum myspace (Lily Allen, Arctic Monkeys....), en EMI plöturisinn nćldi í kappann í fyrra, ţá var hann ađ vinna viđ ađ rađa í hillur í Marks & Spencer.
Stćrsti "hittarinn" hans er án efa "Acceptable in the 80s" (hlustađu hér til hćgri -->) sem er mjög lýsandi fyrir tónlistarstefnu Harris, en ţetta er elektrómúsík međ mikilli skírskotun í ţann ágćta áratug, 80s. Gríđarlega danshvetjandi tónlist hér á ferđ.
Myndband viđ lagiđ "Acceptable in the 80s".
Calvin Harris - Myspace
Calvin Harris - Official
Calvin Harris - Youtube
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
2.8.2007 | 15:16
Í hnotskurn: tvćr íslenskar plötur
Kominn tími til ađ hlusta á íslenska tónlist. Hef veriđ ađ rúllu nýjum plötum međ Stafrćnum Hákon og Amiinu í gegn upp á síđkastiđ.
Í hnotskurn: Gummi Stafrćnn Hákon [2007]
Fimmta breiđskífa Stafrćns Hákons (Ólafs Joshepssonar) kom út fyrr í sumar og marka ákveđin tímamót hjá honum. Ţetta er í fyrsta sinn sem ađ ţađ er sungiđ af einhverju ráđi í lögum hans, tónlist hans hefur hingađ til veriđ instrúmental. Tími til kominn myndi einhver segja og ađrir kannski svartsýnir á ţađ hvernig ţessi kokteill yrđi. Af níu lögum ţá eru 6 međ söngi en restin (ţrjú lög) upp á gamla góđa Hákons mátann.
Platan sem heild er góđ, inná milli eru nokkrar virkilega góđar lagasmíđar (t.d. Svefn, Rjúpa og Thurr Thurr) en svo eru líka einstaka lög sem skilja lítiđ sem ekkert eftir sig (t.d. hiđ 10 mínútna langa Kvef). Ađ mínum dómi er ţetta rökrétt ákvörđun hjá Hákon ađ krydda gítarsveimiđ sitt međ söng og finnst mér honum takast vel upp á Gumma. Ađdáunarvert hvernig honum tekst ađ láta sönginn falla vel inní lögin í stađ ţess ađ söngurinn leiđi eins og venja er, ţađ finnst mér koma vel út. Gott eintak hér á ferđ.
Hápunktar: Svefn og Rjupa. (hlustađu á lögin hér til hćgri-->)
Einkunn: 8.0
Fróđleiksmoli: Stafrćnn Hákon spilar ásamt hljómsveit á nćstu Airwaves-hátíđ. Kominn tími til!
[myspace] [youtube] lagiđ Eder, af plötunni Ventill/Poki, spilađ lćv í Birmingham áriđ 2004
Í hnotskurn: Kurr Amiina [2007]
Krúttpjásurnar úr Amiinu komu međ sína fyrstu breiđskífu á ţessu ári og ber hún nafniđ Kurr. Eftir nokkurra ára bakcup fyrir Sigur Rós var kominn tími til ađ ţessar hćfileikaríku stúlkur létu ljós sitt skína og skín ţađ ljós nokkuđ skćrt á debjúplötunni. Ég ćtla ađ sleppa klisjunni um íslenska náttúru, álfa og huldufólk, enda er ţađ ekki ţađ sem fer í gegnum hugann ţegar ţessi plata rúllar. Ţađ er einhver ólýsanleg ró og yfirvegun sem ţyrmist yfir mann á ţessari plötu, hvert lag hefur sína melankólísku stemningu reyndar ţegar síga fer á seinni hlutann ţá fer ţessi ró ađ breytast í ţreytu og kannski löngun í ađ eitthvađ komi manni á óvart, ţví helsti ókostur plötunnar er hvađ lögin eru fyrirsjáanleg. Heilt yfir er ţetta fínasta frumraun.
Hápunktar: Rugla og Seoul (hlustađu á lögin hér til hćgri-->)
Einkunn: 7.0
Fróđleiksmoli: Frćđstu meira um stúlkurnar í 9 mínútna myndbandi um kvartetttinn og nýju plötunna ţeirra, hér.
[myspace] [youtube] Seoul lćv í íslensku sjónvarpi
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2007 | 07:12
Daft Punk ađ stela frá Apparat Organ Quartet?
Ég var ađ skrolla í gegnum Pitchforkmedia um daginn og rakst á ţessa mynd af franska dúettnum Daft Punk. Ţessi mynd er tekin á tónleikum ţeirra í Seattle í Bandaríkjunum ţann 28. júlí síđastliđinn.
Mér fannst ţetta merki ţeirra (ţađ sem ţeir gera međ höndunum) vera mjög kunnuglegt og rámađi í ađ hafa séđ ţetta gert áđur á tónleikum. Jú, gott ef ađ íslensku Apparat Organ Quartet vćru ekki vanir ađ gera ţetta á tónleikum sínum. Ég hef séđ ţá nokkrum sinnum lćv og voru međlimir sveitarinnar duglegir ađ gefa ţetta merki á milli laga.
Mér tókst ađ finna mynd af Apparat gera ţetta á tónleikum, hér er mynd af Apparat á Airwaves í október áriđ 2006. Ţar má sjá Úlf Eldjárn gera ţetta sama merki.
Ekki veit ég hvađ meiningin međ ţessu merki er, á ţetta ađ vera ţríhyrningur, tígull eđa hjarta? Skiptir kannski ekki máli, en ţađ athyglisverđa er hvor sveitin var á undan ađ nota ţetta á tónleikum? Hafa Daft Punk séđ Apparat á tónleikum? Eđa öfugt?
"Around the world" međ Daft Punk
"Romantika" međ Apparat Organ Quartet
Ný plata vćntanleg međ Apparat
Heyrst hefur ađ Apparat-menn hafi lokiđ innspilun á nýrri breiđskífu og eftirvinnsla sé í gangi ţessa dagana. Ćtli ţeir stefni ekki á ađ koma henni út fyrir jólin? Ţađ er óhćtt ađ segja ađ ţessari breiđskífu hafi veriđ beđiđ međ mikilli eftirvćntingu, enda hefur Apparat veriđ ca. 5 ár ađ fylgja debjú-plötunni eftir. Sú kom út áriđ 2002 en Apparat var stofnuđ áriđ 1999 ţá sem eitt af tilraunaverkefnum Tilraunaeldhússins (Kitchen Motors). Ţađ tók ca. 3 ár ađ gera ţá plötu.
Eina lagiđ af nýju plötunni sem fengiđ hefur opinbera spilun er "Konami" en ţađ var flutt í Kastljósinu á RÚV í lok janúar á ţessu ári.
Á mćspeisi sveitarinnar er lítiđ gefiđ upp hvađ varđar nýju plötuna en ţar má sjá ađ ţeir spila í Gent í Belgíu í september. Einnig heyrđi ég af ţví ađ ţeir munu spila á tónlistarhátíđinni "Reykjavik to Rotterdam" í nóvember, ásamt fjöldanum öllum af íslenskum hljómsveitum.
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar