Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Þrjú með sama flytjandanum: Skakkamanage

200583016254950.240Íslenska sveitin Skakkamanage flokkast örugglega undir þá skilgreiningu að spila krúttlega tónlist. Ég get alveg falllist á það, en tónlistin er meira en bara krúttleg. Fyrsta plata þeirra "Lab of love" kom út á síðasta ári og er bara þónokkuð góð, auðvitað ekki gallalaus.

Sveitin var stofnuð árið 2003 af hjónakornunum Svavari og Berglindi en í dag eru þau víst fimm. David Fricke, ritstjóri Rolling Stone, lýsir kannski best sveitinni með sínum orðum:

"Skakkamanage, originally a naïve-pop trio, now a bigger band with a better grip on its Belle and Sebastian ambitions..."

Skakkamanage minnir óneitanlega á B&S en það er einhvern veginn meiri melankólía og tregi í Skakka. Einnig er eitthvað voðalega heillandi við maður/kona eltingarleikinn í söngnum. Eins og áður sagði er platan ekki gallalaus, krúttmetið er stundum of mikið og "artífartí"-leikinn stundum of mikill - en spilamennskan er góð og nokkur mjög góð lög á þessari plötu. Mæli með þessu bandi.

Lögin þrjú með Skakkamanage hér í tónlistarspilaranum til hægri eru öll af plötunni "Lab of love" sem ætti að fást í öllum betri hljómplötuverslunum landsins. Lögin eru:
- Flames of fire
- None smoker (nældu þér í lagið hér)
- Walk with me (nældu þér í lagið hér)

[Skakkamanage á Myspace] [Heimasíða Skakkamanage]


Vel heppnaðar endurgerðir

Það getur eiginlega hvaða tónlistarmaður sem er tekið lag, sem áður hefur komið út, og spilað það nokkuð eins og upprunulega útgáfan er. Mér hefur fundist það, í flestum tilvikum, vera algjörlega tilgangslaust. Þarna erum við að tala um "cover".

Svo eru aðrir sem taka áður útgefið lag og gera það að sínu, þ.e.a.s. breyta því (innan skynsamlegs ramma) og túlka það á sinn hátt. Það er svokallað "remake", eða á góðri íslensku endurgerð. Það eru til mörg virkilega góð dæmi um þetta og dettur mér strax tvö í hug:

"Let´s dance" með David Bowie og síðar M Ward
m_wardLagið Let´s dance kom út á samnefndri plötu með David Bowie árið 1983. Ég hef aldrei sérstaklega fílað þetta lag, allavega ekki í póst-diskó fíling Bowie. Nákvæmlega 20 árum síðar gefur M Ward út sína aðra plötu, "Transfiguration of Vincent" og þar er hans útgáfa af "Let´s dance". Þarna erum við að tala um þvílíka umbreytingu, fyrst þegar ég heyrði útgáfu M Ward þá var það ekki fyrr en lagið var að verða hálfnað að ég fattaði að þetta var "Let´s dance". Virkilega magnað.

Hlustið á útgáfu M Ward í tónlistarspilaranum hér til hægri -->

Let´s dance með M Ward, live upptaka [youtube]
Let´s dance með David Bowie, myndband [
youtube]

M Ward [
myspace] (þar er m.a. hægt að heyra útgáfu hans af "Girl from the north country", gamalt Bob Dylan lag.

"Mad World" med Tears for fears og síðar Gary Jules
JULES03Ég var rosalegur Tears for fears-maður í gamla daga, lög eins og "Shout" og "Sowing the seeds of love" voru í miklu uppáhaldi sem og auðvitað "Mad world". Lagið er frá árinu 1983 af plötunni "The Hurting". Gary nokkur Jules gerði svo sína útgáfu af laginu árið 2004. Gary Jules er frá San Diego og strögglaði í nokkur ár með hinum ýmsum hljómsveitum áður en hann samdi við plötuútgefandann A&M. Þeir gáfu út hans fyrstu plötu árið 1998, "Greetings from the side", hún fékk fína dóma en útgefandinn sinnti Gary ekki nóg og ekkert varð úr. A&M sparkaði Gary og fjórum árum síðar gaf hann sjálfur út plötuna "Trading snakeoil for wolftickets". Platan fékk fínar viðtökur en það var eiginlega ekki fyrr en árið 2004, þegar útgáfa hans af "Mad World" hljómaði í kvikmyndinni "Donnie Darko" að hann fékk almennilega athygli.

Þetta er gott dæmi um hvernig á að gera gamalt lag að sínu eigin. Hlustið á útgáfu Gary Jules í tónlistarspilaranum hér til hægri -->

Mad World með Gary Jules, myndband [youtube]
Mad World með Tears for fears, myndband [
youtube]

Gary Jules [
myspace]

Og eitt að lokum....

.... bara ef þið sáuð þetta ekki á sínum tíma. Ég var gjörsamlega orðlaus þegar ég sá gítarsólóið hans Prince, einhvern átti ég ekki von á þessu frá honum. (Ef þið nennið ekki að bíða, spólið þá á ca. 3:30). Vá hvað hann lét gítarinn "væla".


Flassbakk


Marian Gold og félagar í Alphaville með "Forever young". Klárlega ein af perlum 9. áratugarsins. Frá árinu 1984 í Berlín bregðum við okkur til ársins 1988 í Munchen:

Hljómsveitin Freiheit með lagið "Keeping the dream alive", ég hélt á sínum tíma að þetta væri lag með Paul McCartney enda er rödd söngvarans í hans stíl sem og raddsetningarnar í laginu.

Helgarflétta

CYHSY
slt_cover_largeÞað eru eflaust margir sem bíða spenntir eftir nýju plötu CYHSY (Clap your hands say yeah) en hún á víst að koma út í loka þessa mánaðar. Á myspace-síðu sveitarinnar er hægt að "streyma" nýju plötunni, "Some loud thunder", eins og hún leggur sig - þetta er auðvitað ekki eins og að hlusta á plötuna sjálfa en engu að síður ágætis "tíser". Ég bíð með að dæma plötuna þar til að ég hlusta á alvöru eintak. [Myspace]


Something in the air
Þetta lag er eitt af mínum allra uppáhalds frá 7. áratugi síðustu aldar. Lagið kom út á fyrstu og síðustu plötu hljómsveitarinnar Thunderclap Newman, pródúseruð af Pete Thownsend úr Who, "Hollywood dream" er þokkalegt cult í dag, svokallað "collectors item" - tónlistarspekúlantar eru ennþá að klóra sér í hausnum yfir því  að platan komst ekki inná topp 100 í USA hvað þá að komast ofarlega á lista í UK! Skerandi rödd John Keen og pöbbalegt píanóspil Andy Newman gera þetta lag svo yndislegt, klárlega ein af perlum rokksögunnar.

Seabear

Sindri heitir kappinn, kallar sig Seabear. Þetta er ég að fíla og hef beðið spenntur í þó nokkuð langan tíma eftir fyrstu plötunni. Fyrsta breiðskífa hans (réttara sagt þeirra, þau eru víst oftast þrjú þessa dagana) er væntanleg á næstunni og er það þýska Morr Music sem gefur út. Benni Hemm Hemm er einnig "signaður" hjá þeirri útgáfu.

Áður gaf Seabear út EP-plötuna "Singing Arc" að mig minnir árið 2005. Kom sterk inn það árið. Athyglisvert viðtal við Sindra (Seabear) í Hlaupanótunni á Rás1, þar er spjallað um tónlistina sem og spilað þó nokkuð af efni - tæp klukkustund af góðu efni. [viðtal og lög á Rás1]

Á rokk.is er hægt að hlusta og hala niður fullt af lögum með Seabear. Mæli líka með [myspace].

Þrjú með sama flytjandanum - Ian Brown
DSC_2262-a-Ian-Brown-2-795295Var að komast yfir “The Greatest” með Ian Brown núna um daginn. Ég hef alltaf verið nokkuð hrifinn af þeim tónlistarmanni, hlustaði svo sem ekkert óheyrilega mikið á Stone Roses í “gamla daga” en féll fyrst fyrir kappanum þegar ég heyrði plötuna “Music of the spheres” sem er í alla staði mikil snilld. Safnplatan “The Greatest” er frá árinu 2005 og þar er urmull af góðu efni.

Í tónlistarspilaranum hér til hægri getið þið hlustað á:
- Corpses in their mouths (af Unfinished monkeybusiness)
- Dolphins were monkeys (af Golden greats)
- F.E.A.R. (af Music for the spheres)

Viltu freista þess að næla þér í plötuna?
[hlekkur] http://www.the204.com/backup/Ian_Brown.zip


Erlendu lög ársins 2006 - sæti 1. - 10.

Loksins hafði ég mig í það að setja inn topp 10 yfir erlendu lög ársins 2006. Hér er þetta og hlustið á lögin hér til hægri. 

#10
Rough gem - The Islands (af plötunni Return to the sea)
Enn eitt undrabandið frá Kanada – platan þeirra hefur svo sem ekki “keypt” mig alveg, margt gott og svo annað sem fer í taugarnar á mér. Þetta lag er hins vegar mjög gott, gæti trúað að það væri góð stemning á tónleikum hjá þeim.
[myspace] [youtube] (live upptaka)

#9
Analyse - Thom Yorke (af plötunni Eraser)

Það sem helst einkennir Yorke á þessari plötu eru skarpir textar og mikil einlægni. Af mörgum góðum lögum þá finnst mér þetta lag, “Analyse”, standa hvað mest upp úr.
[myspace] [youtube]
(live upptaka)

#8
Cursed sleep - Bonnie Prince Billy (af plötunni The Letting go)

Ég telst ekki til aðdáenda Will Oldham, ég er að fíla lög og plötur héðan og þaðan af ferli þessa merka tónlistarmanns. T.d. er lagið “Sheep” eitt uppáhalds lagið mitt með BPB, segir kannski margt um mig? Allavega, þá er platan “The Letting go” virkilega góð og þetta lag frábært, “Cursed sleep”. Ekki skemmir fyrir að platan var tekinn upp á Íslandi af Valgeiri Sigurðssyni.
[myspace] [youtube]
(live upptaka)

#7
Head home – Midlake (af plötunni The Trials of Van Occupanther)
Mjög svekkjandi hvað platan þeirra barst mér seint til eyrna á þessu ári – hefði ég verið búinn að hlusta meira á hana í lok árs þá væri hún “flörtandi” við topp 5 listann. Það eru fjölmörg góð lög á þessari plötu og mér finnst sérstaklega eitt þeirra bera af og það er þetta lag, “Head home”. Ég heyrði það reyndar fyrr á árinu og hélt þá að þetta væri Rufus Wainwright. Skemmtilegt 70s “sound” á þessu hjá þeim, þetta er eitthvað svo einstakt og ekta.
[myspace] [youtube]
(myndband)

#6
Stadiums and shrines II – Sunset Rubdown (af plötunni Shut up I am dreaming)
Eitt hliðarverkefna Spencer Krug úr Wolf Parade er Sunset Rubdown og er það að virka vel.  Þessi plata er í fínu lagi og þetta lag með þeim betri á árinu sem er að líða.
[myspace] [youtube]
(live upptaka)

#5
Act of Apostle - Belle & Sebastian (af plötunni The Life Pursuit)
Þetta er örugglega mest spilaða lagið hjá mér á þessu ári. Ég á mjög erfitt með að útskýra af hverju..... hressleiki, bjartsýni, skemmtilegheit.... eru nokkur orð sem skjóta upp kollinum. Þetta er upphafslag hressustu plötu ársins 2006.
[myspace] [youtube]
(live upptaka – syrpa frá Hollywood Bowl)

#4
Omaha - Tapes’n’Tapes (af plötunni The Loon)
Smá dass af Modest Mouse, vottur af Pixies, stráum svo jafn miklu af Wolf Parade og Clap Your Hands Say Yeah yfir.. þá ertu kominn með Tapes’n’Tapes.. æji samt ekki, þetta eru allavega böndin sem þeir minna á hér og þar á plötunni. Lagið “Omaha” er virkilega ljúft, einfalt og gott.
[myspace] [youtube]
(live upptaka)

#3
The funeral - Band of Horses (af plötunni Everything all the time)
Lagið byrjar heldur hægt og rólega en brýst út í gott rokk. Þessi sveit á eftir að láta mikið af sér kveða, þetta lag er með því betra á síðasta ári.
[myspace] [youtube]
(live upptaka)

#2
Postcards from Italy - Beirut (af plötunni The Gulag Orkestar)
Þessum bandaríska táningi tókst að blöffa marga og þar á meðal mig upp úr skónum með þessari plötu. Austantjalds-indípopp af dýrari sortinni. Þetta lag stendur upp úr, klárlega.
[myspace] [youtube]
(live upptaka)

#1b
Over and Over - Hot Chip (af plötunni The Warning)
#1a
And I was a boy from school - Hot Chip (af plötunni The Warning)

Í mínum huga er þessi tvö lög tvímælalaust erlendu lög ársins – ég get engan veginn gert upp á milli þeirra. Sköpunargleðin í þessum tveimur lögum á sér enga líka á síðasta ári, segi ég og skrifa! Ég er ennþá að naga mig í handarbökin yfir að hafa misst af þeim “live” nú í haust.
[myspace]
[youtube] (myndband við “Over and over”) [youtube] (live upptaka af “And I was a boy from school) 


Erlendu lög ársins 2006 - sæti 11.-20.

Jæja, þá er komið að því að gera upp tónlistarárið 2006 í erlendum lögum. Byrjum á sætum 11. til 20. Topp 10 birtist fljótlega. Bendi á að það er hægt að hlusta á öll lögin í spilaranum hérna til hægri. Einnig er vert að benda á [myspace] og [youtube] tenglana fyrir neðan hvert sæti, þar er annars vegar hægt að sjá og heyra meira um flytjandann og hins vegar að sjá myndband við lagið. Vindum okkur í þetta.

#20
When we were young - The Killers (af plötunni Sam´s Town)
Þetta er hörkusmellur, á því er enginn vafi. Ég er svo sem ekki að fíla hljómsveitina sem slíka, en lagið náði að límast pikkfast á heilabúið svo vikunum skipti.
[myspace] [youtube]

#19
Starlight – Muse (af plötunni Black Holes and Revelations)
Tríóið frá Teignmouth hefur alltaf verið í náðinni hjá mér. Nýjasta plata þeirra “Black holes and revelations” er hörkugóð og þetta lag virkilega gott.
[myspace] [youtube]

#18
Wildcat – Ratatat (af plötunni Classics)
Dúettinn Ratatat hefur túrað með ekki ómerkari nöfnum en Franz Ferdinand, Interpol og !!! (lesist: chk chk chk). Þetta lag er af annari breiðskífu þeirra sem heitir því hógværa nafni “Classics”. Fín plata og þetta lag er bara eitt af mörgum góðum.
[myspace] [youtube]
(myndbrotið er reyndar við annað lag af plötunni, lagið heitir “Kennedy” og þetta er live-upptaka frá Guggenheim safninu í NYC)

#17
We´re from Barcelona - I´m from Barcelona (af plötunni Let me introduce my friends)
Ótrúlega hallærislega hressandi lag frá þessum fjölmenna en afar fríða hópi Svía.
Verð að viðurkenna að ég hef ekki hlustað óendanlega mikið á þessa plötu þeirra en þetta lag virtist festast alveg frá fyrstu hlustun. Forsprakki og aðalsprauta sveitarinnar er Emanuel Lundgren, en fullmönnuð telur bandið 29 manns!
[myspace] [youtube]


#16
You have killed me – Morrissey (af plötunni Ringleader of the Tormentors)
Ég hef aldrei verið mikill Smiths-ari né Morrissey-maður, fíla auðvitað og þekki helstu smellina. Það er ekki fyrr en núna á síðustu árum að ég hef farið að veita kallinum aðeins meiri athygli og féll ég m.a. fyrir þessu lagi á árinu 2006, topp eintak.
[myspace] [youtube]


#15
Colours - Hot Chip (af plötunni The Warning)
Ég nefndi í síðustu færslu varðandi Hot Chip hvað mér fannst gæta mikilla Paul McCartney áhrifa og takta hjá þeim – það finnst mér hvað mest koma í ljós í þessu lagi, “Colours”. Frábært lag.
[myspace] [youtube]


#14
White collar boy - Belle & Sebastian (af plötunni The Life Pursuit)
Það er úr svo mörgum góðum lögum að velja af þessari plötu, en þetta er með þeim betri. Hressandi lag sem maður getur ekki annað en vaggað sér við. Finnst einhvern veginn eins og Belle and Sebastian sé miklu eldri hjómsveit en raun ber vitni, aðeins rúmlega 10 ára gömul. Hvað er betra en hressandi, vel útfært popp með hnittnum textum? Örugglega mjög margt, en þetta er virka vel.
[myspace] [youtube]


#13
Don´t take my sunshine away – Sparklehorse (af plötunni Dreamt for light years in a belly of a mountain)

Mark Linkous er mikill snillingur og þetta lag með þeim betri á nýjustu plötunni. Hann á það til að láta bíða mikið eftir sér, t.d. liðu 5 ár frá síðustu plötu og til þeirrar nýjustu og á milli hinna platnanna liðu allt frá tvö og hálft ár til fjögurra. Auðvitað hafa verið góðar og gilda ástæður fyrir þessum biðum en það má kannski segja að þessi fimm ára bið eftir nýju plötunni hafi byggt upp óraunhæfar kröfur. Fín plata, en ekki alveg í sama gæðaflokki og t.d. “Good Morning Spider” og “It´s a wonderful life”.

[myspace] [youtube] (live upptaka)

#12
Young folks - Peter, Bjorn and John (af plötunni Writer´s block)
Hver hefur ekki flautað þennan lagstúf í tíma og ótíma á árinu 2006? Það er mikil kúnst að búa til lag/laglínu sem fólk fær á heilann, þessum þremur geðþekku Svíum tókst það svo sannarlega. Þetta er fínasti smellur af ágætri plötu.
[myspace] [youtube]

#11
Nettie Moore – Bob Dylan (af plötunni Modern Times)
Kláralega ein af plötum ársins hér á ferð og þetta lag eitt af mínum uppáhalds þar. Einstaklega flott lag og textinn virkilega góður.
[myspace] [youtube]
(langt frá því að vera meistarinn sjálfur, en hér getið þið séð einhvern gaur reyna við lagið “Nettie Moore” á kassagítar, athyglisvert!?)

1. til 10. sæti innan skamms. Hvernig líst þér á?


Erlendar plötur ársins 2006

Vel við hæfi á fyrsta degi ársins 2007 að líta aðeins um öxl og nefna nokkrar af þeim erlendu plötum sem voru mest að mínu skapi á árinu 2006. Tek það fram að þetta er einungis til gamans gert og alls ekki búið að liggja yfir þessu sólarhringunum saman.

1.
warning
The Warning – Hot Chip
Ætli þetta sé ekki bara plata ársins í mínum eyrum. Er búinn að láta hana rúlla í gegn aftur og aftur og fæ bara ekki leið á henni. Þetta er rosalega viðkunnaleg plata, þægileg og fúnkerar sem ein heild, hún missir aldrei dampinn. Ekki skemmir fyrir að mér finnst ég alltaf heyra í Paul McCartney inn á milli, allavega eru einhver áhrif þarna.

Hápunktar: “And I was a boy from school”, “Over and over” og “Colours”. 
[Myspace]

2.
1151541814
The Life Pursuit - Belle & Sebastian
Þetta er án ef ein skemmtilegasta plata ársins, það er eitthvað ólýsanlega hressandi við þessa skífu sem kemur mér ávallt í gott skap. Urmull af smellum.

Hápunktar: “Act of the apostle”, “White collar boy” og “We are the sleepyheads”.
[Myspace]  

3.
bobdylan_moderntimes
Modern times – Bob Dylan
Tíu mjög góð lög og ekkert rugl!

Hápunktar: “Spirit on the water”, “Rollin’ and tumblin’” og “Nettie Moore”. [Myspace]

4.
Spun_Eraser
The Eraser – Thom Yorke
Hef aldrei verið forfallinn aðdáandi Radiohead, á nokkrar plötur og hef séð þá á tónleikum. Þessi plata er virkilega einlægt meistarastykki frá forsprakka sveitarinnar. Það er ákveðinn þétt- og stöðugleiki á þessari plötu sem erfitt er að útskýra nánar.

Hápunktar: “Analyse”, “Black swan” og “Harrowdown hill”.
[Myspace]

5.
h23970eef61
Everything all the time – Band of horses
Ef ég ætti að líkja Band of horses við eitthvað þá freistast ég til að segja: blanda af Neil Young, Flaming Lips og My Morning Jacket með smá dass af REO Speedwagon!?!
Þessi plata kom eins og þruma úr heiðskíru lofti allavega hvað mig varðar, og heillaði mig nánast við fyrstu hlustun. Flestir þekkja lagið “The Funeral” sem er þeirra helsti hittari.

Hápunktar: “The First song” og “The Funeral”. 
[Myspace]

Aðrar góðar plötur á árinu, sem voru nálægt topp 5
The Gulag Orkestar – Beirut [Myspace]
Classics – Ratatat [Myspace]
Black holes and revelations – Muse [Myspace]
Post War – M Ward [Myspace]

Plötur sem aðrir "hæpa" en ég er ekki að ná (ekki ennþá a.m.k.):
Það er alltaf slatti af plötum sem menn keppast um að lofsama en ég gjörsamlega næ engan veginn að "kaupa" snilldina. Þar má t.d. nefna "The Drift" með Scott Walker og "Ys" með Joanna Newsom. Ég er búinn að reyna en.....kannski kemur þetta síðar.

Aðrir listar yfir plötur ársins 2006:
Erlent: Pitchforkmedia, Rolling Stone, Mojo, NME, Q, Uncut, Indiesurfer - og meira yfirlit hér og hér.
Innlent: Rjóminn, Dr. Gunni, Zýrður Rjómi, Egill Harðar, Árni Matt.

Framundan: erlendu lög ársins 2006.


Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband