14.9.2007 | 15:09
Þrjú frábær og urrandi góð lög fyrir helgina
Þessi þrjú lög eiga það öll sameiginlegt að vera urrandi góð og að vera gædd þeim eiginleikum að koma mér í gott skap í hvert sinn er ég heyri þau.
Together in electric dreams - Phil Oakey & Giorgio Moroder
Ég held að það séu margir sammála mér um að þetta sé eitt albesta lag 9. áratugarins og slær öllum þessum svokölluðu stöndurdum við. Það er algengur misskilingur að halda að lagið sé með Human League, söngvari HL syngur lagið réttilega, hann Phil Oakey, en lagið er skrifað á hann og ítalska undrið Giorgio Moroder. Misskiliningur byggist væntanlega á þeirri staðreynd að lagið fer feikilega vinsælt árið 1984 um svipað leiti og Human League voru einnig að gera góða hluti á vinsældarlistum.
Lagið er að mínum dómi hið fullkomna 80s-lag: einfalt lag, grípandi viðlag og síðast en ekki síst: synthageðveiki af dýrari sortinni.
[Together in electric dreams - Phil Oakey & Giorgio Moroder - MP3]
Hurdy gurdy man - Donovan
Hinn skoski Donovan Leitch er kannski eftir á að hygga einn af vanmetnari tónlistarmönnum 7. áratugarins, ég hef til að mynda aldrei rækilega kynnt mér tónlistina hans heldur látið duga þessa helstu hittara. Lagið "Hurdy gurdy man" er að mínum dómi brakandi góð lagasmíði, sándið og stemningin í laginu er skelfilega töff.
Því miður var ekki hægt að birta það myndband sem ég helst vildi láta fylgja með, þið getið smellt hér til þess að sjá það. Annars er það þetta hér fyrir neðan, grafísk sækadelía.
[Hurdy gurdy man - Donovan - MP3]
Songbird - Oasis
Endum þetta á léttu og þægilegu nótunum. Hið mjög svo Bítla-Lennon-lega lag Oasis-manna, "Songbird". Ég veit ekki með ykkur en ég fæ "oohhh Yoko...." til þess að passa inn hér og þar, sem er ekkert slæmt ef út í það er farið. Virkilega grípandi bastarður hér á ferð og er týpískt lag fyrir mig að falla fyrir. Annars hef ég skipst á að elska og hata Oasis í gegnum tíðina, því er ekki að neita að þeir eiga mörg virkilega góð lög en einhvern veginn hafa þeir alltaf farið í taugarnar á mér. "Songbird" er hins vegar gott kaffi.
[Songbird - Oasis - MP3]
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo er Kover-versjón Butthole Surfers af "Hurdy Gurdy Man" eitt besta koverlag allra tíma. Kom mér samt mest á óvart hvað Donovan-útgáfan er ekkert minna súr en Butthole-útgáfan (sem ég heyrði, nota bene, á undan).
Óskar P. Einarsson (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 09:57
Songbird er síður en svo gott kaffi - í besta falli eitthvað instant sull keypt í europris.
Kristján Már (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 13:08
Óskar: Hef ekki heyrt Butthole Surfers útgáfuna, þarf að kíkja á það við tækifæri. Já, Donovan orginallinn er merkilega súr.
Kristján Már: Sitt sýnist hverjum. Songbird er ekki nýmalað eðalkaffi, en gott kaffi engu að síður. Sumum hugnast instant sullið, ekki mér reyndar.
My Music, 20.9.2007 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.