Leita í fréttum mbl.is

Nýtt og nýlegt

fruit001Hinn geðþekki Beck Hansen var að senda frá sér nýjan síngul þó svo að engar fréttir séu um nýja breiðskífu. Lagið heitir "Timebomb" og er afar hressandi bastarður.

Timebomb - Beck [.]

Josh Ritter sá ég hita upp fyrir Damien Rice á tónleikum í útlandinu fyrir nokkrum árum síðan og þótti mér nokkuð til hans koma. Hef ekki fylgst mikið með kauða síðan en það er víst ný plata á hurðarþrepinu og fyrsta lag hennar mun vera "To the dogs or whoever". Allt í læ bara. Platan mun heita "The Historical Conquests of Josh Ritter" og ku vera fimmta breiðskífa hans.

To the dogs or whoever - Josh Ritter [.]

Fyrsti offisíal síngullinn af væntanlegri breiðskífu Animal Collective er mættur á svæðið og vídjóið er ekkert slor. Lagið heitir "Peacebone" og breiðskífan, sem kemur út 11. september 2007 (úúú!), mun heita "Strawberry Jam".  Það er meira eða minna búið að leka öllu albúminu á netið en strákarnir í AC voru nokkuð klókir í sínum aðgerðum, eins og ég bloggaði um í júlí síðastliðnum. Myndbandið við lagið má sjá hér.

Peacebone - Animal Collective [.]

Þættinum barst bréf fyrir nokkru síðan og var bent á þennan kauða. Jared Von Fleet úr sveitinni Voxtrot á sér gæluverkefni er hann kallar Sparrow House. Á þessu ári hefur hann verið að þruma frá sér EP-plötum og nú síðast EP-plötunni "Falls" og þar er að finna þetta ágæta lag "When I am gone". Elliott Smith, einhver?

When I am gone - Sparrow House [.]

Öll lögin fjögur er hægt að hlusta á í spilaranum hér til hægri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband