1.8.2007 | 07:12
Daft Punk að stela frá Apparat Organ Quartet?
Ég var að skrolla í gegnum Pitchforkmedia um daginn og rakst á þessa mynd af franska dúettnum Daft Punk. Þessi mynd er tekin á tónleikum þeirra í Seattle í Bandaríkjunum þann 28. júlí síðastliðinn.
Mér fannst þetta merki þeirra (það sem þeir gera með höndunum) vera mjög kunnuglegt og rámaði í að hafa séð þetta gert áður á tónleikum. Jú, gott ef að íslensku Apparat Organ Quartet væru ekki vanir að gera þetta á tónleikum sínum. Ég hef séð þá nokkrum sinnum læv og voru meðlimir sveitarinnar duglegir að gefa þetta merki á milli laga.
Mér tókst að finna mynd af Apparat gera þetta á tónleikum, hér er mynd af Apparat á Airwaves í október árið 2006. Þar má sjá Úlf Eldjárn gera þetta sama merki.
Ekki veit ég hvað meiningin með þessu merki er, á þetta að vera þríhyrningur, tígull eða hjarta? Skiptir kannski ekki máli, en það athyglisverða er hvor sveitin var á undan að nota þetta á tónleikum? Hafa Daft Punk séð Apparat á tónleikum? Eða öfugt?
"Around the world" með Daft Punk
"Romantika" með Apparat Organ Quartet
Ný plata væntanleg með Apparat
Heyrst hefur að Apparat-menn hafi lokið innspilun á nýrri breiðskífu og eftirvinnsla sé í gangi þessa dagana. Ætli þeir stefni ekki á að koma henni út fyrir jólin? Það er óhætt að segja að þessari breiðskífu hafi verið beðið með mikilli eftirvæntingu, enda hefur Apparat verið ca. 5 ár að fylgja debjú-plötunni eftir. Sú kom út árið 2002 en Apparat var stofnuð árið 1999 þá sem eitt af tilraunaverkefnum Tilraunaeldhússins (Kitchen Motors). Það tók ca. 3 ár að gera þá plötu.
Eina lagið af nýju plötunni sem fengið hefur opinbera spilun er "Konami" en það var flutt í Kastljósinu á RÚV í lok janúar á þessu ári.
Á mæspeisi sveitarinnar er lítið gefið upp hvað varðar nýju plötuna en þar má sjá að þeir spila í Gent í Belgíu í september. Einnig heyrði ég af því að þeir munu spila á tónlistarhátíðinni "Reykjavik to Rotterdam" í nóvember, ásamt fjöldanum öllum af íslenskum hljómsveitum.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Spennandi tónleikar , Reykjavik to Rotterdam,... Gaman að sjá Ham er að fara spila aftur á erlendri grundu
Ingi Björn Sigurðsson, 1.8.2007 kl. 10:47
Mér skilst að rapparinn góðkunni Jay-z leggi það í vana sinn að gera þetta sama merki með höndunum.
Albert (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 13:35
Goldie gerði þetta á tónleiknum sínum, þetta er eitthvað raftónlistarsimbol.
Bjögg (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 17:56
Kanye West gerði þetta sama merki á North Sea Jazz Festival í fyrra. Oftar en einu sinni. En Reykjavík to Rotterdam er pottþétt hátíð. Mætti síðast og læt mig ekki vanta í ár.
Árni (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.