31.7.2007 | 10:46
Ron Sexsmith
Hinn ţybbni kanadíski tónlistarmađur međ baby-feisiđ, Ron Sexsmith, hefur veriđ í miklu uppáhaldi hjá mér um árabil. Ron er singer/songwriter og spilar ţjóđlagatónlist međ hćfilegri blöndu af kántrý og poppi.Ronald Eldon Sexsmith fćddist í St. Catharines, Ontario í Kanada áriđ 1964. Hann stofnađi sína fyrstu hljómsveit 14 ára gamall og innan nokkurra ára fengu ţeir ađ spila reglulega á lókal klúbbi. Ron hafđi miklar mćtur á Pete Seeger og ákvađ ţví ađ einbeita sér ađ ţjóđlagamúsík og fókuserađi á ađ vera söngvaskáld. Hann flutti til Toronto og stofnađi sveitina Uncool og gaf út eigiđ efni, ţetta var í kringum 1985 (ţá 21 árs). Út komu kassetturnar Out of the duff og There´s a way. Eins og flestir tónlistarmenn í harkinu ţá vann Ron dagvinnu á međan hann í örvćntingu reyndi ađ meika ţađ, Ron vann sem sendill á daginn en greip hvert tćkifćri á kvöldin til ţess ađ fá ađ spila tónlist sína međ bandinu Uncool.
Áriđ 1991 kom loks út breiđskífa međ Ron Sexsmith & the Uncool, hún hét Grand Opera Lane. Platan er öllu rokkađri en ţađ sem kom síđar međ Ron, en platan varđ til ţess ađ hann fékk samning hjá stóru leibeli, Interscope Records (sem er í eigu Universal).
Fyrsta alvöru platan kom svo út áriđ 1995 og hét hún einfaldlega Ron Sexsmith. Platan var pródúseruđ af Mitchell Froom (hefur unniđ međ Crowded House, Paul McCartney og Sheryl Crow). Sú plata er ţannig séđ samansafn af lögum frá fjögurra ára tímabili, 1991 til 1995, ţar eru m.a. tvö lög sem eru í spilaranum hér til hćgri: Lebanon, Tennessee og There´s a rhythm.
Tveimur árum síđar kom Other songs út, einnig pródúseruđ af Froom, ţar hélt Sexsmith uppteknum hćtti frá síđustu plötu, ţ.e. ađ spila áheyrilegar og einfaldar kantrýskotnar melódíur, Strawberry blonde (smelliđ til ađ sjá myndband og hlustiđ á lagiđ hér til hćgri) í bland viđ hugljúf akústísk lög, So young (í spilaranum einnig).
Áriđ 1999 kom Whereabouts út og ţótti gagnrýnendum Ron fatast örlítiđ flugiđ á henni, ţađ var fátt nýtt og pródúsjóninn köld og líflaus. Ţessi plata skildi lítiđ eftir sig og kallađi á breytingar. Ron sagđi skiliđ viđ Interscope (eđa ţeir viđ hann) og nćsta plata, Blue Boy var gefin út af breska Cooking Vinyl og kom út áriđ 2001. Platan var tekin upp í Nashville og nýjir pródúserar fengnir í stađ Froom. Steve Earle og Ray Kennedy komu til skjalanna og blésu nýju lífi í lagasmíđar Sexsmith sem urđu meira poppađar en áđur. Skemmtileg útsetning t.d. á laginu This song og krúttlega mínímalíska lagiđ Thirsty love eru góđ dćmi um ţćr breytingar sem Ron gekk í gegnum (hlustiđ hér til hćgri).
Ári síđar fćrđi Ron sig yfir til landa sinna í Nettwerk (sem hafa m.a. gefiđ út Söru McLachlan, Sixpense non the richer o.fl.) og gaf út plötuna Cobblestone Runway. Ţessi plata var einnig mikil breyting frá ţeirri fyrri (og ţótti hún mikil breyting frá ţeirri á undan), ţarna var Ron farinn ađ gćla viđ hljómborđ, trommuheila og alls kyns tól ţađ var sum sé komin meiri elektróník í ţetta hjá stráknum. Platan er full af góđum lögum og má segja ađ hún hafi komiđ honum loksins á kortiđ... reyndar má segja ađ hann hafi fengiđ mikla hjálp frá kollega sínum hinum megin viđ hafiđ. Hann fékk nefnilega Chris nokkurn Martin úr Coldplay til ţess ađ syngja dúett međ sér í laginu Gold in them hills og var sá síngull gefinn út af EMI í Bretlandi. Lagiđ fékk ţó nokkra spilun og er óhćtt ađ segja ađ hann hafi eignast marga nýja ađdáendur upp úr ţví. Hlustađu á Gold in them hills hér til hćgri eđa smelltu á til ţess ađ sjá myndbandiđ.
Áriđ 2004 kom platan Retriever út (einning gefin út af Nettwerk) og ţykir hún án ef sú poppađasta af ţeim öllum. Á plötunni má heyri áhrif frá 60s poppi, m.a. nokkur Bítlaáhrif. Ţó ađ lagasmíđarnar á plötunni séu ekki međ ţeim bestu hjá Ron ţá festi hann sig í sessi sem góđur textahöfundur. Whatever it takes kom út sem síngull og er ţađ ágćtis popplag, hlustiđ hér til hćgri.
Nýlegasta plata Sexsmith kom út í fyrra og ber nafniđ Time being. Ég hef ţví miđur ekki komist yfir ţá plötu ennţá, en á ţeirri plötu hittir Ron fyrir gamla pródúserinn sinn, Mitchell Froom.
Ron Sexsmith er í mínum huga einn af bestu söngvaskáldum nútímans og hafa ekki ómerkari menn eins og Elvis Costello og Paul McCartney misst ţvag yfir snilld hans. Ron hefur ekki náđ út til heildarinnar, eins og svo margir ađrir "óuppgötvađir" snillingar, en svo lengi sem hann heldur sínu striki ţá er ég allavega sáttur. Ég mćli međ honum og ţá kannski sérstaklega plötunum Blue boy og Cobblestone runway.
Hćgt er ađ heyra meira međ Ron á myspace, sem og heyra brot af öllum lögum af nýjustu plötu hans.
Hér fyrir neđan má sjá tónleika međ Ron Sexsmith í Paradiso Hall í maímánuđi áriđ 2005. Ţar flytur hann m.a. lög sem ég hef sérstaklega nefnt hér ađ ofan: There´s a rythm, Strawberry blonde, This song, Whatever it takes og Gold in them hills.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sexsmith er svo sannarlega eitt best geymda leyndarmál tónlistarflórunnar og menn ćttu svo sannarlega ađ kynna sér tónlist hans hiđ fyrsta.
Uppáhaldslag mitt međ honum er á efa hiđ ljúfsára "And now the day is done". Yndislegt lag!
Egill Harđar (IP-tala skráđ) 31.7.2007 kl. 12:37
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.