Leita í fréttum mbl.is

"Fireworks" og "Leaf house" með Animal Collective

Platan "Strawberry Jam" með Animal Collective kemur út í september á þessu ári og bíða margir spenntir eftir því. Ég heyrði fyrst í sveitinni árið 2005 og þá var það hin frábæra plata "Sun tongs" (sem kom út 2004), fyrsta lag þeirrar plötu, "Leaf House" er hreinlega með betri lögum sem ég hef heyrt á ævinni, segi ég og skrifa! Sjá það spilað læv via jútjúb hér og hlustið á það í spilaranum hér til hægri ->

animal1-thumbÞó að nýja platan komi ekki út fyrr en í haust þá er auðvitað meira eða minna búið að leka henni á veraldarvefinn. "Dýrahópurinn" var reyndar nokkuð klókur í sínum aðgerðum, fyrstu þremur lögunum sem lekið var til fjölmiðla í kynningarskyni, voru rækilega "eyrnamerkt" á stafrænan hátt, þ.e.a.s. hvert og eitt eintak var merkt viðkomandi blaðamanni og/eða fjölmiðli. Skömmu síðar fóru lögin að streyma um vefinn og þá var auðvelt að sjá hver hafði lekið þessu. Viðkomandi tónlistarskríbent var tekinn rækilega í gegn og þurfti að skrifa strákunum einlæga afsökunarbeiðni út af hátterni sínu.

Ég er ekki mikið fyrir það að heyra eitt og eitt lag, vill heldur renna heillri plötu í gegn - það er þó ekki alltaf mögulegt. Hérna fyrir neðan er myndband við lag af nýju plötunni (sem gefin er út af Domino Records), lagið "Fireworks". Lofar aldreilis góðu. Hlustið á lagið í spilaranum hér til hægri ->



[myspace] [Domino Records]

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Strawberry Jam er rosaleg. Betri en Feels. Ein af plötum ársins.

Stígur Helgason (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband