26.6.2007 | 20:45
Í hnotskurn:
Ţrjár plötur sem ég hef veriđ ađ rúlla í gegnum síđustu daga og vikur. Slatti af lögum í spilaranum hér til hćgri. Njótiđ.
Memory almost full Paul McCartney [2007]
Kannski er ég svona rosalega mikill McCartney-mađur ađ ég á erfitt međ ađ segja slćma hluti um manninn og ţá sérstaklega tónlist hans. Ţađ er eitthvađ viđ melódíurnar hans sem alltaf hefur heillađ mig, ég man t.d. ekki í fljótu bragđi eftir lélegu McCartney-lagi? Ok, O-bla-di-o-bla-da er ekkert spes, en ţađ er samt svo lýsandi fyrir lög McCartney ađ kynslóđ eftir kynslóđ ţekkja lögin hans og geta hummađ međ!
Jćja, ţá ađ ţessari plötu. Hún er alveg hreint ágćt, ekki jafn góđ og síđasta plata (Chaos and creation in the backyard frá árinu 2005) en ţađ er margt rosalega viđkunnanlegt á plötunni, flest lögin eru mjög Paul-leg. Ţađ hefur veriđ mikiđ gagnrýnt ađ platan sé gefin út af Hear Music (í eigu Starbucks), ég lćt ţá umrćđu bíđa betri tíma, enda hefur hún ekkert ađ gera međ innihaldiđ. Ţetta er björt og hressandi plata kćrkomiđ bítl áriđ 2007.
Hápunktar: Mister Bellamy, Ever present past og Only mama knows. (hlustiđ hér til hćgri)
Einkunn: 7.5
Fróđleiksmoli: Hear music var upphaflega stofnađ áriđ 1990 en var keypt af Starbucks áriđ 1999. Hear music er bćđi plötubúđ og plötuútgefandi.
[heimasíđa]
All of a sudden I miss everyone Explosions in the sky [2007]
Póstrokkararnir frá Texas senda hér frá sér sína fimmtu stúdíóbreiđskífu og verđ ég ađ játa ađ ţetta er sú fyrsta sem ég hlusta á í heild sinni. Sveitin spilar instrumental síđ-indí-rokk. Ţar sem ađ platan er einungis sex trakkar og myndar ákveđiđ konsept ţá er engin ástćđa til ţess ađ fara úti einstaka lög. Ţessi plata rennur snuđrulaust í gegn og oftast áreynslulítiđ, reyndar aftrar ţađ henni hversu fyrirsjánleg lögin eru, ţ.e. ţeir komu mér aldrei á óvart ţessar tćpu 44 mínútur platan rann í gegn. Engu ađ síđur, ţá er ég nokkuđ ánćgđur međ ţessa plötu og hefur hún fengiđ ađ renna í gegn ţó nokkrum sinnum.
Hápunktur: Welcome, Ghosts (hlustiđ hér til hćgri)
Einkunn: 7.0
Fróđleiksmoli: Tónlist sveitarinnar hefur veriđ notuđ ţó nokkuđ í sjónvarpi og í kvikmyndum. M.a. í myndinni Friday night lights međ Billy Bob Thornton í ađalhlutverki.
[myspace]
Armchair Apocrypha Andrew Bird [2007]
Ţađ er alltaf gaman ađ uppgötva eitthvađ nýtt, ég hef séđ og heyrt nafniđ Andrew Bird ţó nokkrum sinnum á síđustu árum en aldrei heyrt eina einustu nótu međ honum (allavega ekki međvitađ). Ţessa plötu komst ég yfir á dögunum og hef hlustiđ duglega á síđan. Ţetta eintak er gríđarlega ţétt, mörg eftirminnileg lög og síđast en ekki síst ţá er strúktur á plötunni. Ţađ eru margar stefnur sem mćtast á ţessari plötu, t.d. heyri ég smá swing í ţessu hjá honum, í bland viđ folk, klassík og auđvitađ viđ popp og rokk. Fínasta plata nú er bara ađ kíkja á gamla stöffiđ, plata hans frá 2005 Andrew Bird & the Mysterious Production of Eggs á víst ađ vera ţrusugóđ.
Hápunktar: Fiery crash, Imotosis og Plasticities. (hlustiđ hér til hćgri)
Einkunn: 7.5
Fróđleiksmoli: Andrew hefur veriđ duglegur ađ spila inná plötur međ öđrum flytjendum. Hann spilar t.d. inná Greatest Palace Music međ Bonnie 'Prince' Billy frá 2004 og Z međ My Morning Jacket frá 2005.
[myspace]
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sćll
Mig langar bara ađ vita hvort ţú sért búinn ađ gleyma Maxwell's silver hammer?
Jónas Yngvi Ásgrímsson, 27.6.2007 kl. 00:49
Maxwell er langt frá ţví ađ vera eitt af sterkari lögum kappans, en mér finnst ţađ svo sem ekki vera lélegt, en ţađ er hvorki skemmtilegt né ógleymanlegt. En ţetta er auđvitađ alltaf smekksatriđi hjá hverjum og einum.
Ef ég ćtti ađ nefna nokkur Bítlalög sem mér finnst ađ einhverju leiti vera léleg og frekar leiđinleg, ţá koma fyrst upp í hugann:
- Don´t pass me by (drepleiđinlegt lag, skippa ţví alltaf)
- Revolution 9 (lagleysa og flipp en ađ vissu leiti sér á báti á ţeim tíma)
- margt af Yellow Submarine finns mér ekkert spes og svo eru lög hér og ţar á fyrstu plötum Bítlanna sem ekki skilja mikiđ eftir sig
- Octopus's garden hef ég aldrei fílađ, ekki lélegt (margt vel gert í ţví lagi) en aldrei fest sig í sessi hjá mér.
Af Paul-lögum ţá hefur O-bla-di-O-bla-da alltaf fariđ skelfilega í taugarnar á mér, ég er örugglega ekki einn um ţađ :-)
My Music, 27.6.2007 kl. 08:30
McCartney platan kom virkilega á óvart og gaman ađ heyra hvađ Páll er óhrćddur viđ tilraunamennsku svona á efri árum.
Andrew Bird er náttúrulega bara snillingur og í raun sorglegt hversu fáir hafa uppgötvađ hann. Mér finnst t.d. ađ Sufjan Stevens hafi stoliđ talsvert af athyglinni frá honum. En ef ţú fílađir ţessa plötu ţá áttu eftir ađ elska "Mysterious Production of Eggs" en hún er óumdeilanlega meistaraverk kappans.
Egill Harđar (IP-tala skráđ) 27.6.2007 kl. 11:15
Ég er sammála ţér varđandi McCartney plötuna. Hún er góđ. Ég er ekki litađur af McCartneyisma ţó ég sé hrifinn af hans verkum međ Bítlunum forđum. Ég hef ekkert hlustađ á hann eftir Bítlana nema ţessar tvćr nýjustu plötur og er ţví nokkuđ hlutlaus. "Chaos and creation" finnst mér algjör snilld og eiginlega betri en sú nýjasta sem reyndar er enn ađ vinna á. Áfram Paul.
Jakob Smári Magnússon, 27.6.2007 kl. 15:20
Takk fyrir tónlistarspilarinn ţinn hér til hćgri. Margt frábćrt ţar. Ég var sérlega hrifin af Soulsavers laginu og reyndi ađ finna meira á Limwire en kom ekki upp međ neitt. Ţađ sama mátti segja um margar ađrar hljómsveitir sem ţú setur inn. Greinilega ekki nógu mainstream til ađ finnast ţar. Feist er frábćr. Er búin ađ vera ađ hlusta töluvert á hana undanfariđ. Elska lagiđ 'La meme histoire'. Hvađ nýju plötuna hans Paul snertir verđ ég ađ vera sammála ykkur hinum hér. Hún er góđ en ekki eins góđ og Chaos platan. Mun betri en Driving rain, samt sem áđur. Mér fannst ekki margt spennandi ţar.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 27.6.2007 kl. 18:01
Mysterious Production of Eggs er algjörlega frábćr. Ein allra besta plata sem kom út 2005. Ég er alls ekki jafnhrifinn af Armchair Apocrypha.
Stígur Helgason (IP-tala skráđ) 6.7.2007 kl. 17:59
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.