Leita í fréttum mbl.is

Stöðvið riddaraliðið

Ég þakka öllum þeim sem tóku þótt í getrauninni sem og skemmtilegar og fræðandi athugasemdir í færslunni hér fyrir neðan.

jonal Svarið var auðvitað "Stop the cavalry" með Jona Lewie og kom það út fyrir jólin 1980. Án þess að fara mikið út í sögu lagsins þá er kannski hvað athyglisverðast við það að þetta átti alls ekki að vera jólalag, þó það sé aðallega spilað nú til dags í kringum hátíðarnar (aðallega í UK).
Lagið er blanda af anti-stríðsáróðri, jólastemmningu og blásarafjöri - en aðal ástæða þess að lagið er spilað grimmt hver einustu jól er setningin: "I wish I was at home, for Christmas" og auðvitað jólabjöllurnar.

Jona Lewie lifir góðu lífi í dag á "stefgjöldunum" sem streyma inn um lúguna eftir hverja jólahátíð.
Jona er auðvitað með myspace-síðu, eins og allir tónlistarmenn nú til dags.
Aldrei að vita nema að maður skelli inn nýrri getraun á næstunni.

Í hnotskurn: A weekend in the city - Bloc Party [2007]
arton2492 Ég var einn af þeim sem "fílaði" ekki frumraun Bloc Party frá árinu 2005 og því var ég nokkuð spenntur fyrir því að gefa bandinu annað tækifæri með þessari nýju plötu. Platan er allt annað en auðveld að melta en á móti kemur að hún er miklu heilsteyptari en sú fyrri. Það er minna af diskó-rokki en fyrr, lögin eru flóknari en skilja miklu meira eftir sig. Fínasta eintak.

Hápunktar: "The Prayer" og "Waiting for the 7.18" (hlustið á lögin hér til hægri->)
Einkunn: 7.5


Einn klassíker í lokin.....

Ætli "Subterranean Homesick Blues" með Bob Dylan sé ekki fyrsta rapplag tónlistarsögunnar? Hvað er hann að gera annað en að rappa í þessu lagi? Fyrir áhugasama, hér er listinn yfir spjöldin sem Dylan notar í myndbandinu, skemmtilegt að spjöldin passa ekki öll við textann, t.d. rappar hann "11 dollar bills"í laginu en á spjaldinu stendur "20 dollar bills".

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband