Leita í fréttum mbl.is

Smá íslenskt

Það eru nokkrar íslenskar sveitir sem hafa verið að heilla mig að undanförnu. Bara til að nefna tvær....

Hjaltalín
200692515283350.240 Sá þessa hljómsveit fyrst að mig minnir í Kastljósinu á síðasta ári er þau fluttu lagið "The trees don´t like the smoke", eða var það kannski hjá Jóni Ólafs? Allavega þá sást greinilega að þetta var mjög metnaðarfullt hjá þessum stóra og fríða hópi. Síðan komu þau fram í þætti Jóns Ólafs fyrir tveimur vikum síðan og fluttu lagið "Margt að ugga", sem var alveg frábært.

Ég veit eiginlega ekkert um þessa sveit, heyrði í viðtali við þau að þau kynntust í MH og í tónlistarskólanum. Bendi á að þau spiluðu "live" í Popplandi núna á föstudaginn var og þar má heyra lögin tvö sem ég nefndi hér að ofan auk tveggja annarra. Ég er með eitt lag í spilaranum hér til hægri: "The trees don´t like the smoke", tékkið á því.

Þau eru víst að vinna að plötu þessa dagana, 6-7 laga kvikindi, hlakka til að heyra hana. Klárlega ein af bjartari vonum íslenska poppsins í dag.
[myspace] [live í Popplandi]

Ultra Mega Techno Bandið Stefán
Þetta er svo skemmtilega hallærislegt að þetta er eiginlega bara frábært! Hvernig hljómaði þetta?
Það er eitthvað við þessa stráka sem ég er að fíla í tætlur. Eins og ég á erfitt með að trúa að þeim sé alvara þá er þetta í senn rosalega sannfærandi evró-teknó-popp hjá þeim. Þeir tóku lagið "Cockpitter" live í Kastljósinu á síðasta ári og er þetta, að mínum dómi, eitt það magnaðasta sem ég hef séð í þeim ágæta þætti.

Í spilaranum hér til hægri getur þú hlustað á lagið "Crazy" en þetta er live-upptaka.
[myspace] [viðtal í Kastljósi]

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er frábært blog, haltu áfram á sömu braut.

Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband