12.2.2007 | 08:51
Smá íslenskt
Það eru nokkrar íslenskar sveitir sem hafa verið að heilla mig að undanförnu. Bara til að nefna tvær....
Hjaltalín
Sá þessa hljómsveit fyrst að mig minnir í Kastljósinu á síðasta ári er þau fluttu lagið "The trees don´t like the smoke", eða var það kannski hjá Jóni Ólafs? Allavega þá sást greinilega að þetta var mjög metnaðarfullt hjá þessum stóra og fríða hópi. Síðan komu þau fram í þætti Jóns Ólafs fyrir tveimur vikum síðan og fluttu lagið "Margt að ugga", sem var alveg frábært.
Ég veit eiginlega ekkert um þessa sveit, heyrði í viðtali við þau að þau kynntust í MH og í tónlistarskólanum. Bendi á að þau spiluðu "live" í Popplandi núna á föstudaginn var og þar má heyra lögin tvö sem ég nefndi hér að ofan auk tveggja annarra. Ég er með eitt lag í spilaranum hér til hægri: "The trees don´t like the smoke", tékkið á því.
Þau eru víst að vinna að plötu þessa dagana, 6-7 laga kvikindi, hlakka til að heyra hana. Klárlega ein af bjartari vonum íslenska poppsins í dag.
[myspace] [live í Popplandi]
Ultra Mega Techno Bandið Stefán
Þetta er svo skemmtilega hallærislegt að þetta er eiginlega bara frábært! Hvernig hljómaði þetta?
Það er eitthvað við þessa stráka sem ég er að fíla í tætlur. Eins og ég á erfitt með að trúa að þeim sé alvara þá er þetta í senn rosalega sannfærandi evró-teknó-popp hjá þeim. Þeir tóku lagið "Cockpitter" live í Kastljósinu á síðasta ári og er þetta, að mínum dómi, eitt það magnaðasta sem ég hef séð í þeim ágæta þætti.
Í spilaranum hér til hægri getur þú hlustað á lagið "Crazy" en þetta er live-upptaka.
[myspace] [viðtal í Kastljósi]
Hjaltalín
Sá þessa hljómsveit fyrst að mig minnir í Kastljósinu á síðasta ári er þau fluttu lagið "The trees don´t like the smoke", eða var það kannski hjá Jóni Ólafs? Allavega þá sást greinilega að þetta var mjög metnaðarfullt hjá þessum stóra og fríða hópi. Síðan komu þau fram í þætti Jóns Ólafs fyrir tveimur vikum síðan og fluttu lagið "Margt að ugga", sem var alveg frábært.
Ég veit eiginlega ekkert um þessa sveit, heyrði í viðtali við þau að þau kynntust í MH og í tónlistarskólanum. Bendi á að þau spiluðu "live" í Popplandi núna á föstudaginn var og þar má heyra lögin tvö sem ég nefndi hér að ofan auk tveggja annarra. Ég er með eitt lag í spilaranum hér til hægri: "The trees don´t like the smoke", tékkið á því.
Þau eru víst að vinna að plötu þessa dagana, 6-7 laga kvikindi, hlakka til að heyra hana. Klárlega ein af bjartari vonum íslenska poppsins í dag.
[myspace] [live í Popplandi]
Ultra Mega Techno Bandið Stefán
Þetta er svo skemmtilega hallærislegt að þetta er eiginlega bara frábært! Hvernig hljómaði þetta?
Það er eitthvað við þessa stráka sem ég er að fíla í tætlur. Eins og ég á erfitt með að trúa að þeim sé alvara þá er þetta í senn rosalega sannfærandi evró-teknó-popp hjá þeim. Þeir tóku lagið "Cockpitter" live í Kastljósinu á síðasta ári og er þetta, að mínum dómi, eitt það magnaðasta sem ég hef séð í þeim ágæta þætti.
Í spilaranum hér til hægri getur þú hlustað á lagið "Crazy" en þetta er live-upptaka.
[myspace] [viðtal í Kastljósi]
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er frábært blog, haltu áfram á sömu braut.
Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.