13.4.2008 | 13:23
Tvö lög á heilanum þessa dagana
Allavega, hér eru lögin tvö sem ég hef verið að spila í tætlur að undanförnu.
Albert goes west - Nick Cave & The Bad Seeds (lagið er einnig í spilaranum til hægri)
Fann ekkert vídjó við þetta lag, læt því myndbandið við "Dig, Lazarus, dig!" bara fylgja með í staðinn, ekkert síðra lag:
Getting down - The Kills (lagið er einnig í spilaranum til hægri)
Fann heldur ekkert vídjó við þetta lag, best að láta mynbandið við "U.R.A. Fever" fylgja:
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.4.2008 | 22:09
Auglýsing eða frétt?
Fréttin sjálf er einstaklega óvönduð, lyktar svolítið af því að fréttatilkynningin hafi verið kóperuð og sett inn óbreytt sem frétt. Öll uppsetning og orðalag bendir til þess:
En hvaða tónlistarfólk er þetta? Hef ég misst af einhverju að undanförnu?
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.3.2008 | 14:54
Föstudagsmixteip
Úr því að það er föstudagur og heil helgi framundan þá datt mér í hug að henda í eitt stykki mixteip. Lögin eru héðan og þaðan, engin sérstök regla eða aðferð notuð við lagavalið, nema auðvitað að þetta eru allt lög gæðastimpluð af síðuhaldara. Mixteipið er til streymingar í spilaranum hér til hægri (undir Mixteip#01-10).
1. Pain killer Turin Brakes
Þessi dúett var í miklu uppáhaldi hjá mér fyrir einhverjum árum síðan, svo er einhvern veginn eins og þeir hafi bara horfið! Gott lag af annarri plötu þeirra Ether song frá 2003.
2. Where have all the good time gone Kinks
Vendum kvæði okkar í kross en höldum okkur þó við England. Kinks er ein af betri sveitum tónlistarsögunnar en gríðarlega vanmetin. Hér er ein perla frá árinu 1965 af plötunni Kink Kontroversy. Bónusgetraun 1: Snemma á áttunda áratugnum koveraði David Bowie þetta lag, hvaða ár og á hvaða plötu?
3. Dreaming of you The Coral
Breska indírokk-sveitin The Coral er undir miklum áhrifum frá 60s eins og glögglega má heyra í þessu lagi. Þetta lag er af fyrstu breiðskífu sveitarinnar frá árinu 2002, síðan þá hafa einar fjórar plötur litið dagsins ljós. Hef heyrt lag og lag og líkar ágætlega.
4. Sweet Jane Velvet Underground
Fáum einn klassíker á kantinum, þetta af plötunni Loaded frá 1970, góð stemning í þessu lagi. Bónusgetraun 2: Hvaða hljómsveit koveraði lagið á plötu sinni árið 1972?
5. Another pearl Badly Drawn Boy
Ég fer ekki í grafgötur með dálæti mitt á Damon Gough og það er varla að ég geri mixteip án þess að láta eitt gott lag með honum fylgja. Platan The hour of bewilderbeast frá árinu 2000 er meistarastykki frá A til Ö. Hér er bara eitt dæmi.
6. Seventeen years Ratatat
Þessir kappar gáfu út helvíti góða plötu árið 2006 sem ég hét því hógværa nafni Classics. Þetta lag er hins vegar upphafslag fyrstu plötu þeirra frá árinu 2004. Þrusugott instrúmental gítarrúnk.
7. Daftendirekt Daft Punk
Homework frá árinu 1997 er tímalaus snilld og þetta er upphafslagið á þeirri plötu. Þetta er svona pjúra plata til þess að komast í föstudagsfíling.
8. Stereo rock & roll Apparat Organ Quartet
Eitt besta tónleikaband Íslands með hrikalega öflugt lag. Þetta er auðvitað af þeirra fyrstu og einu breiðskífu til þessa, fólk bíður í spreng eftir næstu plötu.
9. Wrestlers Hot Chip
Ég fjallaði um nýju Hot Chip-plötuna um daginn og fór bara nokkuð fögrum orðum um, enda gott stöff á ferðinni. Þetta lag hefur verið að vinna meira og meira á við hverja hlustun.
10. Einbreið brú Paul Lydon
Af frábærri plötu, Vitlaust hús frá árinu 2003. Það þarf að leita lengi eftir einlægari plötu en þessari, berskjölduð og hrá. Þetta er lokalagið á plötunni.
Njótið! Þeir sem vilja svara spurningunum varðandi lög #2 og #4 nota auðvitað kommentakerfið.
Tónlist | Breytt 2.4.2008 kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
27.3.2008 | 10:38
Nýlegt: Gutter Twins, The Dodos og Atlas Sound
The Gutter Twins er kollabarasjón af dýrari sortinni, þeir Mark Lanegan (Screaming Trees) og Greg Dulli (Afghan Whigs og Twilight Singers) hafa unnið saman í gegnum tíðina, alltaf þannig að þeir hafa hjálpað hvor öðrum við það sem hinn er að gera. Þannig séð ekki samstarf þeirra tveggja heldur meira góður vinur að hjálpa hinum. Allavega, þá mynda þessir stórlaxar dúettinn Gutter Twins og gáfu þeir út sína fyrstu plötu Saturnalia (gefið út af Sub Pop) nú fyrir skemmstu. Ég hef verið að heyra lag og lag með þeim köppum og líst bara vel á, við erum að tala um rokk með djúpum og myrkum undirtóni. Gaman þegar 90s jaðar-rokkarar leiða saman hesta sína og gera ferskt stöff.
Þess má geta að Mark Lanegan hefur unnið með sveitum á borð við Queens of the stone age og Soulsavers, bara til að nefna nokkrar.
I was in love with you The Gutter Twins
Each to each The Gutter Twins
Og meira af dúettum, Meric Long og Logan Kroeber skipa sveitina The Dodos sem vakið hefur þó nokkra athygli að undanförnu. Fyrir skemmstu kom önnur breiðskífa þeirra út og ber hún nafnið Visiter og er það Frenchkiss records sem gefur út.
Ég veit lítið um þessa kauða en finnst mikið til koma þeirra laga sem ég hef verið að hlusta á að undanförnu. Ég hef ekki farið í grafgötur með dálæti mitt á Animal Collective og þykir mér The Dodos vera undir miklum áhrifum frá þeirri frábæru sveit. Dæmi hver fyrir sig.
Fools The Dodos
Paint the rust The Dodos
Bradford James Cox, fronturinn í indísveitinni Deerhunter, er með hliðarverkefni sem hann kallar Atlas Sound. Bradford henti frá sér breiðskífu fyrir skömmu sem ber nafnið Let the Blind Lead Those Who Can See but Cannot Feel og hefur platan fengið einróma lof gagnrýnenda um heim allan. Þetta er draum- og tilraunakennt elektró og nokkuð ambíent á köflum. Hef verið að renna þessu í gegn að undanförnu og hér eru tvö dæmi.
Recent bedroom Atlas Sound
Quarantined Atlas Sound
Öll lögin sex eru auðvitað í spilaranum hér hægra megin á síðunni.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.3.2008 | 07:39
Aldrei fór ég suður á netinu
Sándið er reyndar upp og ofan í þessu, stundum er mikið suð og snjask en þess á milli er þetta hreint ágætt. Framtakið er auðvitað frábært.
Ég hraðspólaði í gegnum útsendingu frá því í gær en ákvað að staldra aðeins við Morðingjana, það hafa margir verið að lofsyngja það tríó að undanförnu. Sá nokkur lög og sá m.a. þegar þeim var "hent út af sviðinu". Offisjal útskýringin var að þeir væru komnir langt fram yfir tímann sem þeir fengu en mig grunar þó að þetta hafi eitthvað með að gera að þeir voru að hvetja fólk til þess að kasta hlutum í þá. Hressandi uppákoma þarna.
Síðan kíkti ég aðeins á Skakkamanage, hef haft nokkrar mætur á þeirri sveit síðan "Lab of love" kom út. Þetta var bara nokkuð fínt sýndist mér og heyrðist, ákveðinn lopahúfustíll í gangi en slapp þó.
Í lokin var það svo Mugison ásamt sveit sinni og þar var þéttleikinn í fyrirrúmi, það sjóv þarf að sjá læv. Annað nennti ég ekki að skoða nánar.
Í kvöld m.a. Abbababb, Retro Stefson, Vilhelm, Hellvar, Johnny Sexual, Hálfkák, Lára Rúnars, Prinsinn og Rattó, Benny Crespos, diagon, Sudden weather change, Sprengjuhöllin, Eivör, Karlakórinn og Óttarr, Mysterious Marta, Skátar, Múgsefjun, Dísa, Hraun, UMTS, XXX Rottweilerhundar, Sign og SSSól. Horfa hér.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2008 | 09:44
Ný plata frá Coldplay komin með nafn
Ósjálfrátt (og það er einstaklega sorglegt!) þá bætir maður við "Loca" og hugsar um hin geðþekka skemmtikraft Ricky Martin.
Nú veit ég ekkert hvernig stíllinn verður á þessari plötu, vonandi ekki Latínó, en ég verð að játa að ég er nokkuð spentur að heyra þessa plötu. Ég hef fylgst með þessari sveit frá því að "Parachutes" kom út sumarið 2000 og hef séð þá nokkuð oft "læv" bæði hér heima og erlendis. Þetta er eitt af stóru nöfnunum í poppinu í dag og eiga þeir ófá lögin sem eiga eftir lifa lengi og teljast til "klassíkera" þegar fram líða stundir.
Nafnið "Viva la Vida" er, við fyrstu sýn, einstklega lummulegt nafn á plötu en best að bíða með alla dóma þar til eintakið er komið út. Nafnið er fengið frá mexíkósku listmálaradívunni Fridu Kahlo, en Chris Martin sá þennan frasa á einu málverka Fridu. Upphaflega var orðrómur uppi um að platan skyldi heita "Prospekt", einhvern veginn hljómar það betur, svo hafði maður heyrt "Death and all his friends" sem er ekki alveg jafn kúl.
Það er eitthvað sem segir mér að Coldplay eigi eftir að spila á Hróarskeldu-hátíðinni, það myndi henta einstklega vel svona tveimur vikum eftir að platan kæmi út.
Fréttir um nafnið á plötunni: NME, Rolling Stone, BBC.
Og svona rétt í lokin, gamla góða Coldplay, "Shiver".
Tónlist | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.3.2008 | 08:54
Nýtt myndband með Modest Mouse
Myndbandið gerðu The Saline Project, en það er kollektíva sem hefur m.a. gert myndbönd fyir Eminem, Cure og Gwen Stefani, sem og unnið eitthvað við auglýsinga- og sjónvarpsgerð. Þekki þetta ekki nánar.
Skv. mæspeisi MM þá eru þeir að túra Ástralíu, taka svo smá Asíupakka og því næst túra þeir heimalandið í sumar. Ólíklegt þykir að þeir spili á Hróarskeldu-hátíðinni því þeir eru bókaðir 4. júlí á Rothbury-hátíðinni í Michigan, en sú hátíð fer einmitt fram sömu daga og sú danska, 3.-6. júlí.
"Lænuppið" á þessari Rothbury-hátíð er nokkuð athyglisvert, "heddlænin" eru Dave Matthews band og John Mayer, frekar óspennandi, en svo eru að finna nokkur athyglisverð nöfn inn á milli, t.d. Of Montreal, Ray Lamontagne, Gogol Bordello, Dresden Dolls, Gomez, Zappa plays Zappa og Jakob Dylan and the gold mountain rebels (eru Wallflowers hættir þá eða??). Ekki svo spennandi að maður ætli að æða þarna út eftir.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2008 | 21:34
Made in the dark – Hot Chip [2008]
Það er óhætt að segja að nýjasta plata Hot Chip-flokksins sé stílbragðahrærigrautur af dýrari sortinni. Við fyrstu hlustanir þá var ég ekki á því að hún væri jafn sterk og góð og The Warning (frá árinu 2006) en eftir því sem ég hlusta meira þá verður hún bara betri og betri. Platan er rólegri en ég bjóst við, það er þó nokkuð af ljúfum ballöðum (og enn finnst mér gæta McCartney áhrifa eins og ég bloggaði um í jan 2007), á plötunni eru nokkur mjög sterk lög (sjá lög af plötunni sem vert er að hlusta á) en einhvern veginn átti ég von á fleiri hressum dansgólfssmellum á borð við Over and over (af The Warning) og svo Hold on (af Made in the dark). Ekki það að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum með að það séu færri hressir smellir en ég bjóst við, fjarri lagi, fyrir vikið finnst mér konseptið (heildarmyndin) ganga gríðarlega vel upp. Góð skífa hér á ferð. Heilt yfir er þetta fínt eintak.
Ég mæli eindregið með þessari plötu!
Lög af plötunni sem vert er að hlusta á: Out at the pictures, Ready for the floor, We´re looking for a lot of love og One pure thought. (UPPFÆRT: Lögin er í spilaranum hér til hægri!)
Vídjó: Hold on var fyrsti síngullinn sem kom út af þessari plötu, hressandi og mjaðmahnykkja-hvetjandi smellur á ferðinni, en hér má sjá það spilað akústískt á útvarpsstöðinni Top shelf radio.
Tónlist | Breytt 18.3.2008 kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.3.2008 | 09:17
Windmill
Einn af þeim flytjendum sem hefur verið að vekja athygli mína (og margra annarra) að undanförnu er einsmanns-bandið Windmill. Matthew Thomas Dillon (Windmill) er 26 ára gamall Breti sem gaf út plötu á síðasta ári sem flestir létu fram hjá sér fara, "Puddle city racing lights", en það virðist vera sem bloggheimurinn sem og músíkpressan séu að taka við sér, og ég líka!
Tónlistin er nokkuð draum- og tilraunakennd, indí auðvitað og minnir svolítið á Mercury Rev og jafnvel líka eitthvað af Flaming Lips. Ég ætla að deila með ykkur tveimur tóndæmum með Windmill, en ég hef því miður ekki komist yfir plötuna en það styttist vonandi í það.
Tokyo moon - Windmill
Plastic preflight seats - Windmill
Lögin tvö eru auðvitað í spilaranum hér að ofan til hægri.
Röddin hans Matthew er ansi sérstök og það sem veldur mér smá áhyggjum er hvort maður endist að hlusta á heila plötu með röddina hans "uppí rassgati" allan tímann. Annars finnst mér þessi tvö lög mjög frambærileg, skemmtilega píanódrifið þjóðlagaskotið popp. Seinna lagið finnst mér virkilega gott, gæti alveg eins verið gamall 70s smellur. Við eigum örugglega eftir að heyra meira í þessum kauða.
Hér má svo sjá Windmill flytja lagið "Boarding lounges" læv í einhverjum sjónvarpsþætti, skemmtileg Jools Holland-eftirherma hjá Matthew þarna í byrjun.
Á mæspeisinu hans eru 5-6 lög til áheyrnar.
[Windmill á mæspeis]
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.3.2008 | 12:34
Nýtt og nýlegt: Tapes'n Tapes, Bon Iver, Fuck Buttons, Plants & Animals, Fanfarlo og Beach House
Hljómsveitin Tapesn Tapes gaf út þokkalega plötu árið 2006 sem hét The Loon. Nú var að koma út síngull eða réttara sagt forsmekkur að næstu breiðskífu sveitarinnar, lagið Hang them all er komið á netið, aldrei þessu vant með góðfúslegu leyfi sveitarinnar. Lagið er alveg í anda þess sem var í gangi á síðustu plötu og hljómar barasta ágætlega. Platan Walk it off kemur út í apríl á þessu ári.
Hang them all Tapesn Tapes
Justin Vernon kallar sig Bon Iver og gaf sjálfur út plötuna For Emma, Forever ago á síðasta ári. Hún fór fram hjá mörgum, þar á meðal mér, en leibellinn jagjaguwar endurútgaf hana núna fyrir skemmstu og kemur hún út í Evrópu með vorinu. Pitchfork gaf plötunni m.a. 8,1 í einkunn og hafa mörg mp3-bloggin hæpað piltinn mjög. Það lag sem helst hefur fengið að heyrast er Skinny love, skemmtilega lófæ og dramatískt, flott lag.
Skinny love Bon Iver
Fuck Buttons (samfarahnappar!) er breskur dúett sem spilar tilraunakennt og elektrónískt nojs (noise). Ég veit reyndar voðalega lítið um þá annað en þeir koma frá Bristol og eru að koma með stóra plötu sem mun heita Street horrsing. Fyrsti síngullinn, Bright tomorrow, hefur fengið glimrandi viðtökur hjá þessum helstu spekúlöntum úti í hinum stóra heimi og verð ég að taka undir með þeim, gott kaffi hér á ferð. Jú, þeir spila á SXSW-hátíðinni í Texas í marsmánuði.
Bright tomorrow Fuck Buttons
Á bloggi Zúra gaursins rakst ég á þessa sveit, Plants and Animals. Koma frá Kanada (eins og svo margt annað gott í músíkinni í dag), og er þetta lag, Lola who? búið að vera í reglulegri spilun hjá mér síðustu daga. Það var víst að koma út plata með sveitinni, sú ber nafnið Parc avenue og verður fróðlegt að renna henni í gegn við tækifæri. Þessi sveit verður einnig á SXSW.
Lola who? - Plants and animals
Fanfarlo er bresk hljómsveit sem, að eigin sögn, spilar alternatívt þjóðlagaskotið popp. Þessi sveit mun einnig spila á SXSW-hátíðinni í Austin, Texas í þessum mánuði. Í framhjáhlaupi mætti nefna að fulltrúar okkar Íslendinga að þessu sinni eru Reykjavík!, FM Belfast og Hafdís Huld. Aftur að Fanfarlo, þá eru tvö lög sem ég hef verið að hlusta svolítið á að undanförnu og eru þau bæði hér fyrir neðan. Sand and ice er það nýjasta frá þeim og eftir því sem ég best veit er þetta lag ekk komið út, aðeins sem demó á heimasíðu þeirra drengja. Síðara lagið kom út sem síngull í síðasta mánuði. Söngvarinn í bandinu er víst Svíi, gat verið!
Sand and ice Fanfarlo
You Are One Of The Few Outsiders Who Really Understands Us Fanfarlo
Og svo er það rúsínan í pylsuendanum, þú mátt kalla þetta draumkennt popp eða indírokk, sama er mér, en hljómsveitin Beach house var að senda frá sér sína aðra breiðskífu, Devotion og fyrsti síngulinn er hryllilega flottur, Gila heitir lagið. Einstaklega smekklegt og ávanabindandi lag. Hlakka til að heyra Devotion!
Gila Beach house
Ath. öll lögin eru að finna í tónlistarspilaranum hér til hægri.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar