Leita í fréttum mbl.is

Friend opportunity – Deerhoof [2007]

DeerhoofFriendOpportunityÞað er tæpt ár síðan að þessi plata kom út og gott ef þetta er ekki sjöunda breiðskífa sveitarinnar, einhvern veginn hef ég aldrei gefið þeim almennilegan gaum og nennt að leggja mig fram við að hlusta á tónlist þeirra. Gárungarnir segja að þetta sé með því hlustendavænna sem þau hafa sent frá sér en þó má heyra nokkuð framúrstefnulegan og tilraunakenndan hljóm. Mér finnst þess plata nokkuð skemmtileg og fersk, krúttleg rödd Satomi Matsuzaki gefur þessu nokkuð framandi blæ og það er einhver undirliggjandi rokk/popp-söngleikjastemning í þessu hjá þeim sem virkar ágætlega. Þrátt fyrir þennan ferskleika og skemmilegheit þá hefur plötunni ekki tekist að festa sig í sessi í spilaranum mínum, það er eitthvað við hana sem fær mig til þess að nenna ekki að hlusta mikið á hana. Lagið “+81” er fantagott lag, eitt af flottari lögum ársins 2007.

Hápunktar:+81” og “The percect me” (hlustið á lögin hér til hægri)

Einkunn: 7.0

Vídjó: "+81" (spilað læv í amerísku sjónvarpi)


[mæspeis]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ooooooohhhhh, hvað þetta er UUUUNAÐSLEGT myndband! Maður fær alveg klukkustundarlanga gæsahúð af kaflanum í kringum 2:30.

Deerhoof eru Fugazi þessa áratugar. Airwaves-sjóvið þeirra er allavega það besta sem ég hef séð læv á þessum áratug...

Óskar P. Einarsson (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband