Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Svar við getraun og Klaxons í hnotskurn

Enginn var með öll fimm "augnpörin" á hreinu í getrauninni. Næst komst Kristján Sigurjónsson því, hann var með fjóra rétta og ágætis ágiskun í lið 3.

Til gamans þá koma rétt svör og andlit tónlistarfólksins í heild hér:
augu svar

1. Ian Brown (bæði þekktur sem sóló og auðvitað áður fyrr með Stone Roses)
2. Elvis Presley
3. Antony Hegarty (úr Antony & the Johnsons, eða úr "Tóní og typpalingunum"!)
4. Curver (rétt nafn Birgir Örn Thoroddsen, m.a. í Ghostigital).
5. Björk

Í hnotskurn: Myths of the near future – Klaxons [2007]
KlaxonsMythsOfTheNearFutureÞessir bresku stráklingar eru hvorki meira né minna fánaberar nýrrar tónlistarstefnu sem ber nafnið “New Rave”. Ef ég ætti að lýsa tónlist Klaxons með orðum þá gæti ég t.d. notað: framúrstefnulegt listaspýrudyllidanssýrupopp. Það nýja í þessu hjá þeim er þannig séð hrærigrautur tónlistarstefnanna sem hefur fengið nafnið “nýja reifið”. Er "new rave" ekki bara svar UK við hinu ameríska "Dance Punk"? Fyrir mér gætu mörg lög plötunnar verið með Bloc Party á sýru. Það eru nokkur ágætis lög á plötunni en ég er ekki alveg að hoppa á ”hæpið”. Kannski breytist það seinna meir…þeir mega reyndar eiga það að “Golden skans” er mjög grípandi smellur.


Hápunktar: “Golden skans” og “Gravity´s rainbow” (hlustið hér til hægri)
Einkunn: 6.0

Fróðleiksmoli: Platan er gefin út af ástralska Modular Recordings. Þessi "leibell" hefur einnig gefið út Wolfmother og Yeah Yeah Yeahs.

[Myndbandið við ”Golden Skans”] [Myspace]


Þekkir þú augun?

Til gamans og yndisauka þá langar mig að tékka aðeins á því hversu vel lesendur síðunnar eru að sér að þekkja augu tónlistarmanna. Þeir sem hafa "nennu" og áhuga geta spreytt sig í kommentakerfinu hér fyrir neðan.

null

MTV, þá og nú
Þann 1. ágúst árið 1981 fór í loftið sjónvarpsstöðin MTV. Stöðin var þó nokkuð frábrugðin því sem við þekkjum hana fyrir í dag, stöðin spilaði tónlistarmyndbönd af myndbandskassettum, oftast voru lögin kynnt og afkynnt eins og við þekkjum úr útvarpinu en af sýnilegum VJ´um. Þegar lögin voru ekki kynnt né afkynnt var bara svartur skjár í nokkrar sekúndur á meðan skipt var um spólu.

Það verður ekki tekið af MTV að hún hefur spilað stóra rullu í tónlistarsögunni. Flytjendur á borð við Madonnu og Michael Jackson hafa ekki farið varhluta af mætti stöðvarinnar, Jackson var t.d. fyrsti svarti flytjandinn til að fá mynband sýnt á stöðinni og ekki var það af styttri gerðinni: 14 mínútna langt “Thriller” sem var spilað þegar mest var, tvisvar sinnum á klukkutíma síðla árs 1983.

MTV ól af sér marga góða tónlistarþætti, t.d. Alternative nation sem margir sakna ákaflega sárt enn þann dag í dag. Svo störtuðu þeir MTV Music Video Awards um miðjan 9. áratuginn og er sú hátíð enn þann dag í dag í miklum metum í bransanum.
 
Í dag er MTV raunvöruleikasjónvarpsstöð sem spilar inn á milli argasta meginstraumssmelli.
Stöðin hefur oft verið gagnrýnd fyrir að taka ástfóstri við einstaka flytjendur og spila aðeins það vinsælasta í hverju landi fyrir sig. Það er svo sem erfitt, miðað við núverandi “koncept”, að réttlæta hvernig þeir ættu að gera þetta öðruvísi?

Það er reyndar mjög forvitnilegt að skoða lagalistann frá fyrstu útsendingu MTV frá árinu 1981. Ég væri alveg til í að sjá þessi lög í sjónvarpi í dag – maður hefði haldið að VH1 myndi dekka þessa tónlist en sú stöð hefur því miður dottið í raunveruleika- og hollywood-bak við tjöldin-þætti svo nóg um þykir.

Hvar getur maður, annars staðar en á netinu, séð svona sorgleg myndbönd í dag?

Athugið, að þetta lag var í reglulegri spilun á MTV þegar hún fór í loftið! (sjá listann, lag nr. 34)


Dönsk bylgja í uppsiglingu?

1118Það hafa átt sér stað ákveðin straumhvörf í danskri tónlist nú upp á síðkastið, þetta hefur verið að gerjast síðustu árin og vil ég meina að núna séu að spretta upp fleiri virkilega efnileg bönd en áður, bönd sem eiga örugglega eftir að gera góða hluti utan hinna dönsku landsteina.

Margir heima á klakanum þekkja auðvitað Junior Senior, Epo-555 og Powersolo, hljómsveitir sem allar hafa spilað á Airwaves og þær tvær síðastnefndu hafa spilað þó nokkrum sinnum heima. Þessar sveitir þykja vera ”underground” (reyndar að Junior Senior undanskildum) í Danmörku og myndi hinn almenni Dani ekki þekkja þær ef hann yrði spurður úti á götu. Það heitasta hjá almenningi í Danmörku er eitthvað álíka ”skemmtilegt” og ”frumlegt” og það heitasta hjá fólkinu í landinu heima á Íslandi! Svo einfalt er það nú.

Ég vil kynna til sögunnar tvær sveitir sem eru að gera virkilega góða hluti í Danaveldi og vona ég innilega að tónlist þeirra fá að heyrast víðar – t.d. á næstu Airwaves?

Slaraffenland
bandphoto1-smallFimm manna strákahópur frá Kaupmannahöfn, hafa nú þegar gefið út tvær breiðskífur og sú þriðja er á tröppunum: ”Private Cinema” kemur út 15. maí í USA og Evrópu, gefin út af Home Records og danska Rumraket. Þeir voru á SXSW bransahátíðinni fyrir skemmstu og fengu glimrandi viðtökur.
Þeir hafa verið að fá þokkalega spilun í jaðartónlistarþáttum í Danmörku og hafa m.a. setið sem fastast í efsta sæti óháðs jaðartónlistarvinsældarlista í nokkrar vikur.

Tónlist Slaraffenland er mjög melódísk en að sama skapi afskaplega tilraunakennd.

Það eru tvö lög með Slaraffenland hér til hægri og bæði verða þau að finna á nýju plötunni.
- Poilaroids
- Watch out

Hér getið þið séð Slaraffenland ”live” á hinu danska Spot-festivali á síðasta ári. Í ár spila m.a. Reykjavík! og Pétur Ben á þessari hátíð.

[Heimasíða] [Myspace]

Snake and Jet’s Amazing Bullit Band
snakepicDúettinn með hið magnaða nafn samdi nýverið við danska plötuúgefandann Crunchy Frog, en þar eru á skrá m.a. Junior Senior, Epo-555 og Powersolo. Þeir hafa ekki enn gefið út plötu en lög þeirra hafa verið mjög vinsæl á netinu um þó nokkurt skeið. Eining hafa þeir vakið mikla athygli fyrir frábæra og líflega sviðsframkomu.

Frétti af því að þeir hefðu hitað upp fyrir íslensku Ghostigital á tónleikum þeirra í Kaupmannahöfn núna í síðasta mánuði.

Tónlistinni mætti lýsa sem hráu orgel-gítar-rokki með góðu bíti. Ég spái þessari sveit miklum frama.

Tvö lög með Snake and Jet’s hérna til hægri:
- Favourite
- Building Garbage Structures

Hér má sjá óklárað tónlistarmyndband við lagið ”10 cities beyond”.

[Heimasíða] [Myspace]

Fleira gott frá Danaveldi
Það er slatti af góðu stöffi í gangi hjá frændum okkar Dönum og ætla ég mér að dúndra inn fleiri dæmum við tækifæri.


Þrjú með sama flytjandanum: Air

Air_FrenchBand_PromoPhotoFranski indítróníski dúettinn Air hefur ávallt verið mér að skapi. Það er mikil stemning og sérstakt andrúmsloft í tónlist þeirra, sumir myndu flokka þetta undir bakgrunnsmúsík enda kannski ekki furða, tónlist Air hefur verið óspart notuð í auglýsingum og sjónvarpsþáttum.... en ég vil meina að það sé eitthvað meira og miklu stærra við þennan dúett.

Ég á allar plötur þeirra, að þeirri nýjustu undanskilinni – “Pocket symphony” -  sem kom út í mars 2007 og hef ég því miður ekki hlustað á hana. Að velja bara þrjú lög er náttúrulega ógjörningur en ég ætla samt að reyna... þetta eru ekki endilega BESTU þrjú lögin þeirra, þetta eru allavega þrjú lög sem ég hef tekið ástfóstri við. Ég þarf væntanlega ekki að taka það fram að það er auðvitað hægt að hlusta á lögin hér til hægri ->

”Kelly watch the stars” af plötunni Moon Safari” frá árinu 1999
Þessi plata kom Air á kortið enda með betri plötum tónlistarsögunnar, leyfi ég mér að fullyrða! Margir muna eftir “Sexy boy”, “All I need” og “Remember” svo nokkur séu nefnd, og auðvitað líka þessu lagi.

”How does it make you feel” af plötunni “10.000 Legend” frá árinu 2001
Ef kórusinn er ekki Bítl þá veit ég ekki hvað! Frábært lag af sæmilegri plötu reyndar, frekar dimmt eintak miðað við fyrri verk Air-manna.

”Venus” af plötunni “Talkie Walkie” frá árinu 2004
Af fjórðu plötu dúettsins kemur þetta huggulega og viðkunnalega lag. Platan er ansi góð, öllu bjartari en sú þriðja (“10.000 Legend”) en auðvitað ekki jafn mikil snilld og sú fyrsta.

[Air á myspace] þar er t.d.hægt að heyra lagið “Once upon a time” af nýju plötunni "Pocket Symphony"
[Myndband] við lagið “Playground love” úr kvikmyndinni og af samnefndri plötu “Virgin Suicides"


Modest Mouse og !!!

Er búinn að hlusta svolítið á tvær nýjar plötur að undanförnu, hérna koma stuttar pælingar mínar um þær.

Í hnotskurn: We Were Dead Before The Ship Even Sank - Modest Mouse [2007]
WeweredeadbeforetheshipevensankÉg er einn af þeim fjölmörgu sem fyrst tók eftir Modest Mouse þegar lagið “Float on” gerði allt vitlaust fyrir nokkrum árum síðan. Sveitin er hins vegar rúmlega 11 ára gömul og er með 5 plötur á bakinu (að nýju plötunni meðtaldri). Hin sérstaki stíll Isaac Brock’s hefur ekkert breyst þó hljómsveitin sé vinsælli en aldrei fyrr, sveitin hafi breyst frá því að vera annarar deildar 90s indíband í það að vera hljómsveit sem spiluð er á öllum helstu útvarpsstöðvum vítt og breitt um heiminn. “Dashboard” er klárlega hittari plötunnar, mjög í anda “Float on”, en sem betur fer er platan ekki algjörlega í þeim stíl, platan er í þeim stíl sem ég fíla við þá Modest Mouse-menn: þeir búa til mjög svo melódíska tónlist en jafnframt er hún einstaklega bitur, myrk og raunsæ – veit ekki hvort þetta meikar einhvern sens? Gott eintak hér á ferð.

Hápunktar: “Dashboard”, “Parting of the sensory” og “Fire it up”. [Hlustið á lögin hér til hægri]
Einkunn: 8.0

Fróðleiksmoli: Johnny Marr, fyrrum gítarleikari The Smiths”, er nýr meðlimur í Modest Mosue og þreytir hann frumraun sína á þessari plötu.

Myndband við lagið “Dashboard”
Ef þú manst ekki alveg hvernig “Float on” hljómaði, þá er myndband hér
Myspace


Í hnotskurn: Myth Takes - !!! [2007]

_mythtakesHljómsveitin !!! (borið fram “chk chk chk”) er afar hressandi svo ekki meira sé sagt. Diskópönk, indítróníka og dansrokk, þannig væri hægt að lýsa þessari tónlist. “Myth takes” er þriðja breiðskífa sveitarinnar frá Sacramento í Bandaríkjunum. Fyrstu kynni mín af sveitinni er önnur breiðskífa þeirra, “Louden up now” frá árinu 2004, og ég skal viðurkenna það að ég þurfti að leggja mig allan fram við að hlusta, !!! eru mikið áreiti.
Á nýju plötunni finnst mér !!! hafa dempast aðeins í látunum og lögin miklu heilsteyptari. Ég get ímyndað mér að þeir séu magnaðir á tónleikum. Þessi plata er ekki fyrir hvern sem er, en það er eitthvað kúl við þetta !!!

Hápunktar: “Must be the moon” og “Heart of hearts” [Hlustið á lögin hér til hægri]
Einkunn: 7.0

Fróðleiksmoli: Titill plötunnar, “Myth takes”, er orðaleikur hjá !!!. Þetta á að vera framburður s-mæltra (þ-mæltra?) á “Mistakes”.

Vídjó af ”Must be the moon” live í Torino fyrir rúmlega 2 vikum síðan
Myspace


Framhjá í fyrra

Ég komst yfir tvær plötur núna á dögunum, plötur sem báðar komu út á síðasta ári en fóru þannig séð fram hjá mér, allavega plöturnar sem heild. Ég heyrði auðvitað eitt og eitt lag með þessum flytjendum en ekkert meira…. Ég ætla sem sagt að ”girða aðeins niðrum” þessar tvær plötur núna, annars vegar frumraun Cold War Kids og hins vegar EP-plata Tokyo Police Club.

Robbers & Cowards - Cold war kids [2006]
Cowards_and_Robbers_Cover
Þetta er debjú-plata kvartettsins frá Kaliforníu og er hreint alveg fín. Nathan Willett söngvari CWK er í svipuðu pakka og söngvari CYHSY, þ.e.a.s. annað hvort fer röddin hans í taugarnar á þér eða að þú fílar í tætlur. Ég fíla þessa rödd. Platan er ekki gallalaus, t.d. finnst mér ”píanóglamrið” ekki alltaf passa inní – stundum virkar uppbygging lagana tilviljanakennd, ekki það að ég sé sérfræðingur í uppbyggingu laga né tónverka! Þeir sem halda upp á CYHSY, Wolf Parade og Tapes´n´Tapes ættu að fíla CWK. Hlakka til að heyra næsta útspil þessarar sveitar.

Hápunktar: ”Hang me up to dry” og ”Saint John”. (HLUSTAÐU HÉR TIL HÆGRI ->)
Einkunn: 7.0

Fróðleiksmoli: CWK eru á samning hjá Downtown Records, en þar eru einnig Art Brut og Gnarls Barkley á skrá.

Myndband við lagið “Hang me up to dry”
Hressandi live-upptaka af “Saint John”
Myspace

A lesson in crime (EP) – Tokyo Police Club [2006]
Tokyopoliceclub_epFrá Kanada, nánar tiltekið Ontario, kemur enn eitt indírokk-bandið sem á eflaust eftir að gera góða hluti. Þeir sömdu við Paper Bag Records í fyrra og gáfu út þessa stuttskífu “A lesson in crime”, rétt rúmur korter að lengd. Margt gott sem lofar góðu á þessari skífu og hlakka ég til að heyra breiðskífu frá þeim félögum.

Hápunktur: “Citizens of tomorrow”  (HLUSTAÐU HÉR TIL HÆGRI ->)
Einkunn: 7.0

Fróðleiksmoli: Á tónleikum TPC í Nashville í fyrra þá veiktist trommuleikarinn svo mikið að hann gat ekki spilað. TPC spiluðu settið sitt akústískt til að byrja með en smám saman bættust við böndin sem þeir túruðu með, m.a. Cold War Kids, og þetta endaði í 11 manna Tokyo Police Club á sviði.

”Citizens of tomorrow” live á bransahátíðinni SXSW 2007
Myspace


Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 614

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband