Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Þögnin rofin....

Svo sannarlega kominn tími á að blogga aðeins.

Nýtt myndband með Travis
Á vafri mínum um veraldarvefinn rakst ég á nýtt myndband með Skotunum geðþekku í Travis. Lagið heitir "Closer" og er af væntanlegri breiðskífu þeirra "The boy with no name" sem kemur út í maí 2007. Hollywood-stjarnan Ben Stiller leikur í myndbandinu. Lagið sjálft finnst mér ekkert spes við fyrstu hlustun, mjög svo Travis-legt reyndar.



Væntanleg plata BRMC
Tríóið Black Rebel Motorcycle Club gefa einnig út plötu í maímánuði, eintakið mun heita "Baby 81". Sögur herma að þeir hverfi aftur til fyrri stíls á nýju plötunni, þ.e.a.s. þetta verði ekki eins "hugguleg" og "létt" plata eins og "Howl" var sem þeir gáfu út árið 2005. Sú plata er að mínum dómi í alla staði FRÁBÆR. Það verður spennandi að heyra nýju plötuna. Þangað til er hægt að sjá þá taka eitt lag af henni á tónleikum, lagið heitir "Berlin" og er þetta tekið á tóneikum í Dyflinni. Kunnuglegur hljómur af fyrstu tveimur plötum þeirra BRMC-manna.


Kíkið líka á myspace-ið þeirra, þar er t.d. hægt að heyra annað nýtt lag "Weapon of choice".

Í hlustun
Þessa dagana er ég að hlusta á:
- We Were Dead Before The Ship Even Sank - Modest Mouse [2007]
- Myth Takes - !!! [2007]
- Sky blue sly - Wilco [2007]


Excerpt From a Teenage Opera

rpm141 Svarið við getrauninni var "Excerpt From a Teenage Opera" með Keith West, lagið kom út árið 1967. Bara örstutt um flytjandann, þá var hann Keith West frontmaður í bresku sækadelíu-sveitinni Tomorrow. Hann gaf einnig út nokkra sólósíngla á meðan hann var í Tomorrow, þar á meðal lagið sem um var spurt. Lagið náði #2 í UK en gerði engar gloríur í USA. Spekingar segja að þetta lag hafi verið fyrsta popp/rokk lagið sem var byggt upp eins og svíta eða ópera. Aðrir vilja meina að það hafi verið "A Quick One, While He's Away" með The Who. Nóg um það. 

Sjá myndbandið á Youtube.

Þrjú með sama flytjandanum: The Kinks
kinks Ein af mínum allra upphálds hljómsveitum yfir höfuð er The Kinks. Mikið hefur verið skrifað um sveitina, uppruna, sögu og fleira, því ætla ég ekki að hætta mér útí það hér. Það er erfitt að velja þrjú lög með svona magnaðri hljómsveit, en til þess að auðvelda mér valið (eða ekki?) ákvað ég að velja mér ártal og svo finna þrjú lög frá því ári til þess að deila með lesendum. Ártalið sem ég ætla að velja er 1965 og lögin eru auðvitað öll í spilaranum hér til hægri:
- I go to sleep: þetta er tekið upp í maí 1965 en kemur ekki út fyrr en að platan "Kinda Kinks" er gerð að cd árið 1998, og þá er lagið sett inn ásamt mörgum öðrum sem bónuslög. Lagið kom fyrst út með Peggy Lee árið 1965. Virkilega einfalt og gott lag hér á ferð - þess má geta að The Pretenders koveruðu lagið síðar meir.
- Set me free: kom út í maí 1965 sem a-hliðar síngull, á b-hliðinni var "I need you". Þetta er mesti "hittarinn" af þessum þremur lögum, Dave litli bróðir kemur sterkur inn í byrjun með vælandi gítarinn.
- See my friends: kom út í júlí 1965 sem, einnig sem a-hliðar síngull, á b-hliðinni var "Never met a girl like you before" (nei ekki sama lag og Edwyn Collins gerði vinsælt 90s!) Það er einhver hrikalega flottur hljómur í þessu lagi, einhver "sækadelía" sem hrífur mig - flott lag.

Það er enginn vafi á því að The Kinks eru einir af mestu áhrifavöldum rokksögunnar, Ray Davies er af mörgum talinn eitt besta söngvaskáld sögunnar og tek ég glaður undir það. Hann hefur haft áhrif á nýbylgjubönd eins og The Pretenders og The Jam, brittpoppara eins og Blur, Oasis og Pulp og svo nýrri sveitir eins og Franz Ferdinand og The Killers.

Og smá bónus... hér getið þið séð Kinks flytja "See my friends", í boði Youtube:

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 614

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband