Leita í fréttum mbl.is

Mugiboogie – Mugison [2007]

247Gullkálfurinn Mugison er hér með gríðarlega þroskaða plötu, hún er virkilega vel gerð og skemmtilega lifandi innspiluð. Það eru engir aukvisar í kringum óskabarnið á þessu sinni og á það stóran þátt í því hversu heilsteypt og góð þessi plata er. Mugison er reyndar kominn á þann stað á sínum ferli að hann getur gert það sem honum sýnist, hann er skrambi sannfærandi strákurinn og hefur mikinn meðbyr á réttum stöðum – hann hefur þetta í hendi sér. Ég var persónulega ekki að fíla Mugsion neitt sérstaklega vel í laptop-fílíngi, því er þessi plata að virka mjög vel á mig, þarna vil ég sjá hann og heyra, með hörkubandi og gott grúv í gangi. Fjölbreytnin á plötunni er gríðarleg og er það hennar helsti styrkur, t.d. miðað við síðustu plötu (Mugimama) sem var kannski nokkuð “safe” hvað varðar heildarsvip í samanburði við þessa. Þrusugóð plata hjá Mugison.

Hápunktar: “The pathetic anthem” og “The Animal”.

Einkunn: 8.5

Vídjó: “The great unrest”

[web]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband