22.3.2008 | 07:39
Aldrei fór ég suður á netinu
Fyrir þá sem ekki vita, þá er bæði hægt að sjá "Aldrei fór ég suður" tónlistarhátíðina í beinni á netinu sem og að streyma þessu eftir á. T.d. er núna hægt að fara inn og sjá tónleikana frá því í gær og sjá m.a. Bob Justman, Hjaltalín, Ben Frost, Vax, Steintryggur, Morðingjarnir, Biogen, Skakkamanage, Hjálmar, Megas og Mugison.
Sándið er reyndar upp og ofan í þessu, stundum er mikið suð og snjask en þess á milli er þetta hreint ágætt. Framtakið er auðvitað frábært.
Ég hraðspólaði í gegnum útsendingu frá því í gær en ákvað að staldra aðeins við Morðingjana, það hafa margir verið að lofsyngja það tríó að undanförnu. Sá nokkur lög og sá m.a. þegar þeim var "hent út af sviðinu". Offisjal útskýringin var að þeir væru komnir langt fram yfir tímann sem þeir fengu en mig grunar þó að þetta hafi eitthvað með að gera að þeir voru að hvetja fólk til þess að kasta hlutum í þá. Hressandi uppákoma þarna.
Síðan kíkti ég aðeins á Skakkamanage, hef haft nokkrar mætur á þeirri sveit síðan "Lab of love" kom út. Þetta var bara nokkuð fínt sýndist mér og heyrðist, ákveðinn lopahúfustíll í gangi en slapp þó.
Í lokin var það svo Mugison ásamt sveit sinni og þar var þéttleikinn í fyrirrúmi, það sjóv þarf að sjá læv. Annað nennti ég ekki að skoða nánar.
Í kvöld m.a. Abbababb, Retro Stefson, Vilhelm, Hellvar, Johnny Sexual, Hálfkák, Lára Rúnars, Prinsinn og Rattó, Benny Crespos, diagon, Sudden weather change, Sprengjuhöllin, Eivör, Karlakórinn og Óttarr, Mysterious Marta, Skátar, Múgsefjun, Dísa, Hraun, UMTS, XXX Rottweilerhundar, Sign og SSSól. Horfa hér.
Sándið er reyndar upp og ofan í þessu, stundum er mikið suð og snjask en þess á milli er þetta hreint ágætt. Framtakið er auðvitað frábært.
Ég hraðspólaði í gegnum útsendingu frá því í gær en ákvað að staldra aðeins við Morðingjana, það hafa margir verið að lofsyngja það tríó að undanförnu. Sá nokkur lög og sá m.a. þegar þeim var "hent út af sviðinu". Offisjal útskýringin var að þeir væru komnir langt fram yfir tímann sem þeir fengu en mig grunar þó að þetta hafi eitthvað með að gera að þeir voru að hvetja fólk til þess að kasta hlutum í þá. Hressandi uppákoma þarna.
Síðan kíkti ég aðeins á Skakkamanage, hef haft nokkrar mætur á þeirri sveit síðan "Lab of love" kom út. Þetta var bara nokkuð fínt sýndist mér og heyrðist, ákveðinn lopahúfustíll í gangi en slapp þó.
Í lokin var það svo Mugison ásamt sveit sinni og þar var þéttleikinn í fyrirrúmi, það sjóv þarf að sjá læv. Annað nennti ég ekki að skoða nánar.
Í kvöld m.a. Abbababb, Retro Stefson, Vilhelm, Hellvar, Johnny Sexual, Hálfkák, Lára Rúnars, Prinsinn og Rattó, Benny Crespos, diagon, Sudden weather change, Sprengjuhöllin, Eivör, Karlakórinn og Óttarr, Mysterious Marta, Skátar, Múgsefjun, Dísa, Hraun, UMTS, XXX Rottweilerhundar, Sign og SSSól. Horfa hér.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tónleikarnir á netinu hljóta þá að heita "Aldrei fór ég vestur," enda góðir fyrir þá, sem ekki fóru....
Haraldur Bjarnason, 22.3.2008 kl. 08:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.