9.2.2008 | 20:49
Fortíðardraugar: 5 óþolandi 90s lög (annar hluti)
Í júlí síðastliðnum skrifaði ég færslu hér á bloggið er fjallaði um 5 leiðinleg lög frá 10. áratugnum (að mínum dómi!), þessi færsla skapaði skemmtilegar umræður um þennan áratug. Ég er á þeirri skoðun að 90s sé ekki jafn sterkur áratugur tónlistarlega séð og t.d. 60s og 80s, þessi tónlist stenst ekki tímans tönn jafn vel og mörg lög frá hinum fyrrnefndu tímabilunum.
Svona til gamans nefni ég fimm lög sem eiga það sameiginlegt að hafa fengið þó nokkra spilun (bæði í útvarpi og sjónvarpi) en fóru öll frekar mikið í taugarnar á mér. Eflaust eru einhverjir mér ósammála og auðvitað er orðið laust ef menn vilja tjá sig um þessi lög. Ég kalla þetta fortíðardrauga, sumir vilja meina að þetta séu gullmolar.
One and one - Robert Miles (1996)
Hinn ítalsk ættaði Svisslendingur hóf ferilinn sem plötusnúður en notaði allt spariféð sitt í að byggja sitt eigið hljóðver svo sköpunargáfan gæti notið sín. Árið 1994 skaut lagið "Children" kappanum á stjörnuhimininn með miklum brag. En fyrsta sólóskífan kom út árið 1996 og þá var þetta lag "One and one" mjög vinsælt en það er Maria Nayler sem syngur þetta leiðinlega lag. Robert Miles er enn þann dag í dag að gera músík, kíkið á mæspeisið hans og sendið honum línu. Gætuð t.d. spurt: "Robert, hvað klikkaði?"
Push the feeling on - Nightcrawlers (1993)
John Reid var hausverkurinn á bak við Nightcrawlers og þetta lag hér fyrir ofan sem var spilað í tætlur á því herrans ári 1993. John Reid hefur samið lög fyrir listamenn á borð við Tinu Turner, Rod Stewart og strákana í Westlife. Svo er hann líka góður vinur Simon Cowell! "Life better get uuuuu, my life is gífurlega smuuu.....", skilur einhver textann í þessu lagi? Við þetta má bæta, svona á jákvæðu nótunum, að þetta lag er talið vera einn af klassíkerunum í hústónlistarstefnunni (house music).
Freed from desire - Gala (1996)
Gala gerði garðinn frægann með þessu hrútleiðinlega lagi, komst í hæstu hæðir en sagði svo bara "stopp", hætti hjá leibelinu sínu og vildi fara sínar eigin leiðir. Þeir sem hafa áhuga á að fræðast meira um hana Gölu geta lesið smá greinarstúf um hana á wikipedia, reyndar grunar mig náfrænku hennar um að hafa skrifað þetta, svo jákvætt og æðislegt er þetta.
Let me be your fantasy - Baby D (1994)
Lagið kom upphaflega út árið 1992 en náði engum hæðum þá, var samt á topp 200 á óháða breska listanum í langan tíma eða allt þar til að London Records nældu sér í lagið og gáfu það út árið 1994. Þá fóru hjólin að snúast hjá þessum bresku reifurum, hrútleiðinlegt lag hér á ferðinni. Mér finnst Baby Dee miklu betra kaffi en Baby D.
Short dick man - 20 fingers (1994)
Það er deginum ljósara að það kom margt draslið út árið 1994, sjitt hvað þetta lag gerði marga geðveika hérna í denn. Músíkerkollektívan 20 Fingers með hana Söndru Gillette í broddi fylkingar á óheiðurinn af þessu, þetta þótti auðvitað of dónalegt og breyta þurfti titli lagsins og texta til þess að það fengi einhverja spilun, "Short dick man" varð "Short short man", einhvern veginn eftir þá breytingu þá missir þetta lag algjörlega marks, því ekki er tónlistarsmíðin að vega upp á móti! Hin gálulega Sandra rembist eins og rjúpa við staurinn að lifa á forni frægð, sjá mæspeisið hennar. Úúúú, bara rímix af stóra hittaranum og allt!
Orðið er laust
Endilega bendið á fleiri fortíðardrauga frá 90s og skemmtilegast væri ef þið gætuð linkað í myndband á jútjúb. Einnig er ykkur frjálst að verja þau lög sem ég hef slátrað hér að ofan, þetta er auðvitað bara mín skoðun.
Svona til gamans nefni ég fimm lög sem eiga það sameiginlegt að hafa fengið þó nokkra spilun (bæði í útvarpi og sjónvarpi) en fóru öll frekar mikið í taugarnar á mér. Eflaust eru einhverjir mér ósammála og auðvitað er orðið laust ef menn vilja tjá sig um þessi lög. Ég kalla þetta fortíðardrauga, sumir vilja meina að þetta séu gullmolar.
One and one - Robert Miles (1996)
Hinn ítalsk ættaði Svisslendingur hóf ferilinn sem plötusnúður en notaði allt spariféð sitt í að byggja sitt eigið hljóðver svo sköpunargáfan gæti notið sín. Árið 1994 skaut lagið "Children" kappanum á stjörnuhimininn með miklum brag. En fyrsta sólóskífan kom út árið 1996 og þá var þetta lag "One and one" mjög vinsælt en það er Maria Nayler sem syngur þetta leiðinlega lag. Robert Miles er enn þann dag í dag að gera músík, kíkið á mæspeisið hans og sendið honum línu. Gætuð t.d. spurt: "Robert, hvað klikkaði?"
Push the feeling on - Nightcrawlers (1993)
John Reid var hausverkurinn á bak við Nightcrawlers og þetta lag hér fyrir ofan sem var spilað í tætlur á því herrans ári 1993. John Reid hefur samið lög fyrir listamenn á borð við Tinu Turner, Rod Stewart og strákana í Westlife. Svo er hann líka góður vinur Simon Cowell! "Life better get uuuuu, my life is gífurlega smuuu.....", skilur einhver textann í þessu lagi? Við þetta má bæta, svona á jákvæðu nótunum, að þetta lag er talið vera einn af klassíkerunum í hústónlistarstefnunni (house music).
Freed from desire - Gala (1996)
Gala gerði garðinn frægann með þessu hrútleiðinlega lagi, komst í hæstu hæðir en sagði svo bara "stopp", hætti hjá leibelinu sínu og vildi fara sínar eigin leiðir. Þeir sem hafa áhuga á að fræðast meira um hana Gölu geta lesið smá greinarstúf um hana á wikipedia, reyndar grunar mig náfrænku hennar um að hafa skrifað þetta, svo jákvætt og æðislegt er þetta.
Let me be your fantasy - Baby D (1994)
Lagið kom upphaflega út árið 1992 en náði engum hæðum þá, var samt á topp 200 á óháða breska listanum í langan tíma eða allt þar til að London Records nældu sér í lagið og gáfu það út árið 1994. Þá fóru hjólin að snúast hjá þessum bresku reifurum, hrútleiðinlegt lag hér á ferðinni. Mér finnst Baby Dee miklu betra kaffi en Baby D.
Short dick man - 20 fingers (1994)
Það er deginum ljósara að það kom margt draslið út árið 1994, sjitt hvað þetta lag gerði marga geðveika hérna í denn. Músíkerkollektívan 20 Fingers með hana Söndru Gillette í broddi fylkingar á óheiðurinn af þessu, þetta þótti auðvitað of dónalegt og breyta þurfti titli lagsins og texta til þess að það fengi einhverja spilun, "Short dick man" varð "Short short man", einhvern veginn eftir þá breytingu þá missir þetta lag algjörlega marks, því ekki er tónlistarsmíðin að vega upp á móti! Hin gálulega Sandra rembist eins og rjúpa við staurinn að lifa á forni frægð, sjá mæspeisið hennar. Úúúú, bara rímix af stóra hittaranum og allt!
Orðið er laust
Endilega bendið á fleiri fortíðardrauga frá 90s og skemmtilegast væri ef þið gætuð linkað í myndband á jútjúb. Einnig er ykkur frjálst að verja þau lög sem ég hef slátrað hér að ofan, þetta er auðvitað bara mín skoðun.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll.
Snilldarpistill.....það er alltaf gaman að rifja upp svona tónlistarlegan viðbjóð.....ég t.d. fæ aulahroll yfir laginu Feel it sem sjá má hér: http://www.youtube.com/watch?v=f4zAHk6cC3c
Keep up the good work......
Jóhanna Seljan (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 18:53
eftir að hafa rennt í gegn um þessi lög fór ég að spá í hvað ég hafi verið að gera þennan áratug því ég kannaðist ekki við neitt af þessum lögum! Ég var alla vega ekki að hlusta á útvarpið! ...en góður pistill.
Grumpa, 12.2.2008 kl. 20:58
Snap - Rhythm is a Dancer
Frekar leiðinlegt
DJ Jazzy Jeff & the Fresh Prince - Boom! Shake the Room
Frekar fyndið
Joan Osbourne - One of Us
By far leiðinlegasta lag tíunda áratugarins
Rednex - Cotton Eye Joe
Með öllu óþolandi
Doop - Doop
Úff....
Jovanotti - L'omblico del mondo
Jájá...
Gæti haldið áfram endalaust
Haukur Viðar, 19.2.2008 kl. 16:02
hehe.....allt saman ógeðsleg lög og HÚRRA fyrir þér kæri vinur fyrir að hafa loksins rakkað þennan viðbjóð niður í svaðið !
Lárus Gabríel Guðmundsson, 23.2.2008 kl. 01:01
Haukar Viðar, ég get kvittað undir öll þessi lög sem þú nefndir. Góð og mikilvæg upprifjun, var búinn að gleyma slysum eins og Cotton Eye Joe og Doop. Reyndar var mér einhvern tímann bent á að hinn ítalski Jovanotti væri góður og mikils metinn tónlistarmaður í Ítalíu og að þetta lag væri frekar ótýpískt fyrir hann. Hef reyndar ekki látið á það reyna.
My Music, 23.2.2008 kl. 11:07
Úff, where to begin?
"What's Up" m. 4 Non Blondes, "Two Princes" með Spin Doctors, o.m.fl. er löngu orðið vondu-laga-klassík.
Annars er síðari hluti áratugarins (rétt eins og síðari hluti eitísins, ca. 1987 - sjá t.d. bíómyndina "American Psycho") auðvitað langverstur, með síð-gröndsji, "nü-metal" og tons af vondleika. Nefni þar ALLT með Limp Bizkit, ALLT með Creed, ALLT með Korn, hljómsveitina Flys ("Got you where I want you") og...nei, veistu nú bara get ég ekki meir!
Óskar P. Einarsson (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.