25.11.2007 | 09:47
Plague park – Handsome Furs [2007]
Já það er ýmislegt gott hægt að gera með gítar, söng, syntha og trommuheila. Dan Broeckner, annar forsprakka Wolf Parade, er hér með einfalda en nokkuð góða plötu ásamt unnustu sinni, Alexei Perry. Þau kalla sig Handsome Furs og þessa frekar stutta 9 laga plata rennur einstaklega ljúflega í gegn. Stundum getur statískur taktur trommaheilans farið í pirrurnar á manni en það er eitthvað við lagasmíðar Dan sem heillar. Treginn og eymdin skín í gegn, bæði í textum og flutningi, en ekki þannig að maður detti í þunglyndi. Engin rakettuvísindi hér á ferð, fínt eintak.
Hápunktar: What we had, Snakes on the ladder og Dead + Rural
Einkunn: 8.0
Fróðleiksmoli: Dan Broeckner er annar forsprakka Wolf Parade ásamt Spencer Krug. Þeir hafa verið duglegir í hliðarverkefnum þegar Wolf Parade er í pásu. Spencer er t.d. í Sunset Rubdown, Frog Eyes og Swan Lake, og Dan auðvitað í Handsome Furs.
Vídjó: Cannot get started
[Mæspeis]
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.