14.10.2007 | 21:23
Strawberry Jam - Animal Collective [2007]
Áttunda breiđskífa Animal Collective-flokksins er hreint út sagt frábćr! Fyrir mér er ţetta ţriđja breiđskífa sveitarinnar, ég kom fyrst um borđ áriđ 2004 á plötunni "Sun tongs" sem mér finnst vera mjög góđ, "Feels" kom svo áriđ 2005 og hana var ég ekki ađ fíla neitt sérstaklega. Sama ár kom út EP-platan "Prospect hummer" í samstarfi viđ költiđ Vashti Bunyan, ekki var ţađ neitt spes.
Ţessi plata, "Strawberry jam", er mögnuđ frá upphafi til enda. Ég ćtla ađ ganga svo langt ađ segja ađ ţetta sé Pet Sounds okkar tíma. Ţarf ég ađ segja eitthvađ meira? Ţetta er melódísk og ákaflega vel skipulögđ ringulreiđ, stórbrotnar lagasmíđar, magnađar útsetningar, sköpunargleđi og ćvintýramennska af dýrari sortinni, raddanir og raddútsetningar í "ruglinu" (ţ.e. flottar) - ţađ er sko erfitt ađ setja verđmiđa á ţessa breiđskífu. Ţetta er besta plata ársins til ţessa (af ţeim sem ég hef heyrt auđvitađ!). Ef ţú ćtlar bara ađ kaupa ţér eina plötu á ţessu ári, kauptu ţá "Strawberry Jam".
Hápunktar: "Peacebone", "For Reverend Green", "Fireworks" og "#1". (lögin eru öll í spilaranum hér hćgra megin ->)
Einkunn: 9.5
Fróđeiksmoli: Avey Tare syngur megniđ af lögunum á ţessari plötu en vanalega skipta ţeir félaganir, hann og Panda Bear, ţessu ţokkalega bróđurlega á milli sín. Ţess má geta ađ Avey ţessi, sem heitir reyndar David Portner, er giftur hinni íslensku Kristínu Önnu Valtýsdóttur. En Kristín var jú áđur í Múm.
Vídjó: Animal Collective taka lagiđ "#1" í ţćtti Conan O'Brien.
[web] [mćspeis] [jútjúb]
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stór orđ... en ég held barasta ađ ég taki undir ţau. Húrra fyrir Animal Collective
kristjangud (IP-tala skráđ) 15.10.2007 kl. 20:50
Ég á nú bágt međ ađ taka undir ađ ţetta sé Pet Sounds okkar tíma ţví svo góđ er platan ekki. En hún er góđ og vinnur á en svona tilraunapopp er ekki fyrir alla og sjálfsagt allt of strembiđ fyrir flesta.
Egill Harđar (IP-tala skráđ) 15.10.2007 kl. 21:35
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.