Leita í fréttum mbl.is

Airwaves 2007 - ég mæli með.....

2006102910285850.orgNú er níunda Iceland Aiwaves-tónlistarhátíðin senn að hefjast og finnst mér læn-uppið sjaldan eða aldrei verið jafn spennandi. Mjög góð þróun hjá Örlygsmönnum undanfarin ár að fækka erlendu feitu bitunum og fjölga þessum minni, óþroskuðu og oftast safaríkari bitum, bæði erlendum og innlendum.

Kostur og galli þessarar hátíðar er að það er allt of mikið af góðu stöffi í boði, maður nær aldrei að sjá allt. Ég ætla að gera heiðarlega tilraun í þessari færslu til að setja saman dagskrá sniðna að því hvaða flytjendur ég vil helst sjá, það gefur auðvitað augaleið að einhvern tímann munu tvö bönd sem ég fíla spila á sitthvorum staðnum á sama tíma.. þá er bara að velja og hafna. Í þessum "ég-mæli-með"-lista er ekki gert ráð fyrir neinum gríðarlegum ferðatíma á milli staða, listinn gerir ráð fyrir að ég fljúgi inn á alla staði og þurfi hvergi að bíða í biðröð! Sem sagt, þessi listi er mjög óraunhæfur.

Miðvikudagur 17. október
Þetta er kannski sísta kvöldið af öllum en engu að síður er eitt og annað sem gaman væri að kíkja á. Reikna með að byrja kvöldið á Barnum og vippa mér svo yfir á Organ, fara svo á sveittan Grand Rokk og reyna að ná síðasta bandinu á NASA.

20:00 BARINN - DJ Bobby Breiðholt (IS), bloggari með hressandi tónlistarsmekk.
21:00 ORGAN - B.Sig (IS), köntrýrokk og ról
21:45 ORGAN - Múgsefjun (IS), þjóðlagapopp/rokk og sungið á íslenzku
22:30 ORGAN - Solid Gold (US), hressir og ósamningsbundnir, eitt af þeim böndum sem ég bloggaði um fyrir nokkru síðan og fannst spennandi (sjá færslu hér).
23:15 GRAND ROKK - Vicky Pollard (IS), heitt og nýtt, þykja góð á sviði, spennandi. 
00:00 NASA - Shadow Parade (IS), gríðarlega melódískt, hef séð þá læv áður og líkaði vel.

[mp3] Kalin slóð - Múgsefjun (IS)
[mp3] Neon rose - Solid Gold (US)
[mp3] Tender demand - Vicky Pollard (IS)

Bönd sem ég hefði líka viljað sjá þetta kvöld:
22:30 NASA -
Soundspell (IS), eitt efnilegasta bandið á klakanum í dag

[öll dagskráin 17. okt]

Fimmtudagur 18. október
Nú vandast málið, fullt af helling af flytjendum sem ég vil ná að sjá þetta kvöldið. Læt skynsemina ráða og nenni ekki allt of miklu flakki... það þýðir reyndar að maður mun missa af einhverju hressandi og góðu.

21:00 LISTASAFNIÐ - Jenny Wilson (SE), sænska gyðjan komst ekki í fyrra, kjörið tækifæri til þess að sjá hvað í hana er spunnið.
22:00 IÐNÓ - Ólöf Arnalds (IS), hún er smergjuð. Frábær læv, góðar lagasmíðar og hnittnir textar. Möst sí!
23:00 LISTASAFNIÐ - Grizzly Bear (US), eitt af mest spennandi hedlænum hátíðarinnar. "Yellow house" frá 2006 hefur unnið mikið á síðan ég heyrði hana fyrst.
00:00 NASA - Late of the pier (UK), blanda af Daft Punk og Flaming Lips? Vonarstjörnur Breta fá "breik" hjá mér, þetta á víst að vera gríðarlega hressandi.

[mp3] Let my shoes lead me forward - Jenny Wilson (SE)
[mp3] Í nýju húsi - Ólöf Arnalds (IS)
[mp3] Knife - Grizzly Bear (US)
[mp3] Bedroom gurgle - Late of Pier (UK)

Bönd sem ég hefði líka viljað sjá þetta kvöld:
21:15 IÐNÓ -
My summer as a salvation soldier (IS), skemmtilega naív, stundum svolítið pirrandi rödd og óhugglega einsleitir textar... en það er eitthvað við kappann sem heillar.
21:30 NASA -
Retro Stefson (IS), hrikalega efnilegt band hér á ferð. Dauðlangar að sjá þau læv.
22:45 IÐNÓ -
Valgeir Sigurðsson (IS), það er meira en lítið lofið sem kappinn hefur fengið að undanförnu. Er fótur fyrir þessu? Það væri gaman að athuga þetta.
23:00 LÍDÓ -
Sprengjuhöllin (IS), óskasynir þjóðarinnar? Vinsældir þeirra ætla engan enda að taka.
23:15 GRAND ROKK -
Royal Fortune (IS), hef reyndar bara heyrt eitt lag en það var drullugott. Rólegheita köntrýpopp.
00:00 ORGAN -
Khonnor (US), elektró-undrabarn, væri gaman að ná í skottið á þessum.

[öll dagskráin 18. október]

Föstudagur 19. október
Best að vera á "stóru" stöðunum þetta kvöldið. Byrja samt í huggulegheitum í Fríkirkjunni, síðan verður flakkað á milli Landsímahússins og Hafnarhússins.

18:40 FRÍKIRKJAN - Siggi Ármann (IS), uppgötvaður af Sigtryggi Baldurs og Jóhanni Jóhanns, hæpaður af Sigur Rós... Siggi Ármann finnur ekki upp hjólið með tónlist sinni en þetta er einfalt og þægilegt.
19:20 FRÍKIRKJAN - Steintryggur (IS) + Ben Frost (AUS), Steintryggsmenn eru mjög skemmtilegir læv og það væri fróðlegt að sjá Ben Frost grúska í sándinu þeirra.
21:30 NASA - Skakkamanage (IS), þau eru krúttleg en jafnframt helvíti góð, "Lab of love" frá því í fyrra er bara nokkuð góð. Ég á það til að renna henni í gegn endrum og sinnum, sem er vel.
23:00 LISTASAFNIÐ - Múm (IS), er enn að melta nýju plötuna, dauðlangar að sjá þau performa þetta læv og einnig sjá hvernig flokkurinn kemur undan þessum mannabreytingum.
00:00 LISTASAFNIÐ - Of Montreal (US), þeir eru alltaf að vinna á hjá mér, kannski toppa þeir þetta kvöldið?
01:15 NASA - Ghostigital (IS), eitt besta og skemmtilegasta læv band landsins (ásamt Dr. Spock m.a.), hljóðveggur, áreiti, smá pirringur, gleði, gott bít, jafnvel eyrnatappar..... þetta er snelld.

[mp3] I dive - Siggi Ármann (IS)
[mp3] Tuta groove - Steintryggur (IS)
[mp3] None smoker - Skakkamanage (IS)
[mp3] They made frogs smoke 'til they exploded - Múm (IS)
[mp3] Heimdalsgate Like A Promethean Curse- Of Montreal (US)
[mp3] Crackers (Plúseinn-remix) - Ghostigital (IS)

Bönd sem ég hefði líka viljað sjá þetta kvöld:
22:45 LÍDÓ -
Pétur Ben (IS), frábær performer þessi drengur, alltaf gaman að sjá hann læv.
23:00 NASA -
Motion Boys (IS), langar að sjá hvort að þeir geti eitthvað á sviði.
23:30 LÍDÓ -
Tremelo Beer Gut (DK/SE), skandinavískt surf-rokk, þeir eru sveittir og þéttir á sviði.
23:30 ORGAN -
Singapore Sling (IS), þeir geta verið góðir læv, en þeir geta líka sökkað læv. Væri fróðlegt að sjá Slingarana.
00:15 LÍDÓ -
Heavy Trash (US), hressandi rokkabillý með Jon Spencer og Matt Verta-Ray.

[öll dagskráin 19. október]

Laugardagur 20. október
Þetta er langsamlega stærsta kvöldið og erfiðast að velja. Í hinum fullkomna heimi þar sem allt gengur upp og engar biðraðir eru þá lítur planið svona út:

18:00 FRÍKIRKJAN - Amiina (IS), hef mikla trú á að Amínurnar muni ná upp góðri og notalegri stemningu í Fríkirkjunni. Tónlist þeirra er sniðin fyrir svona venjú.
20:00 GAUKURINN - Bertel! (IS), eftir kirkjulega athöfn er gott að hressa sig við með hressum strákum af Nesinu. Bertel! Ég hef trú á því bandi.
21:30 GAUKURINN - Ultra Mega Technobandið Stefán (IS), eru þeir geðveikir læv? Er þetta must sí? Það er eitthvað sem segir mér að svo sé. 
22:15 NASA - Mugison (IS), mér finnst Mugison einn og óvaldaður á sviði vera jaa... drepleiðinlegt. Með bandi er hann hins vegar kapituli út af fyrir sig.
23:00 LISTASAFNIÐ - Annuals (US), eitt af áhugaverðustu erlendu nöfnunum í ár.
00:30 LÍDÓ - Snake & Jet´s Amazing Bullit Band (DK), ef þú missir af þessu áttu eftir að berja hausnum við vegg svo sólarhringunum skiptir! Ef að LÍDÓ verður ekki troðfullur á þessum tíma og biðröð niður Ingólfsstræti að Bankastræti þá skal ég hundur heita.
01:45 NASA - Dr. Spock (IS), eitt besta og skemmtilegasta læv band landsins í dag (ásamt Ghostigital m.a.), þetta er sirkus, þetta er bíó, þetta er upplifun.

[mp3] Rugla - Amiina (IS)
[mp3] He man - Bertel! (IS)
[mp3] Sad as a truck - Mugison (IS)
[mp3] Complete or completing - Annuals (US)
[mp3] Favourite - Snake and Jet's Amazing Bullit Band (DK)

Bönd sem ég hefði líka viljað sjá þetta kvöld:
21:30 LISTASAFNIÐ -
Hjaltalín (IS), kammerpopp og menntasnobb, mjög fær hljómsveit hér á ferð.
21:30 GRAND ROKK -
Stafrænn Hákon (IS), Ólafur ásamt hljómsveit það er alltaf gott, ég hefði sett´ann á betra venjú, held að þetta sé ekki að fúnkera á Grand Rokk.
21:30 NASA -
Dikta (IS), langar að sjá þessa drengi á tónleikum.
22:15 IÐNÓ -
Seabear (IS), hvíslarinn knái hann Sindri er sniðugur tónlistarmaður, semur fínar melódíur og nýja platan er ágæt.
23:00 IÐNÓ -
Benni Hemm Hemm (IS), "ég á bát og ég á árar...." er frábært lag, BHH er alls ekki allra en mikið sjóv að sjá læv.
00:00 NASA -
!!! (US), þetta á víst að vera einstaklega hressandi læv, allavega er stemning á plötunum þeirra.
00:00 GAUKURINN -
Chromeo (CA), skemmtilega hallærislegt, munið eftir grifflum og "glowsticks". 
01:00 GAUKURINN -
FM Belfast (IS), ótrúlega skemmtileg læv, mikill stemmari.

[öll dagskráin 20. október]

Sunnudagur 21. október

Eins og dagskráin lítur út í dag þá er ekkert sem freistar mín á sunnudagskvöldinu. Maður veit þó aldrei hvað Airwaves-menn hafa upp á að bjóða í hinum svokölluðu "airwaves selection - surprise act" en það verða tvö slík bæði á ORGAN og á GAUKNUM.

[öll dagskráin 21. október]

Off-venue
200511813443850.orgSvo er vert að fylgjast með alls kyns uppákomum í borginni tengt Airwaves. Plötubúðirnar eru margar hverjar með athyglisverða innanbúðartónleika. 12 Tónar tefla t.d. fram Ólöfu Arnalds, Snake and Jet's og Annuals. Í Norræna húsinu er mjög öflugt prógram, fjöldinn allur af litlum tónleikum, m.a. Sprengjuhöllin, Lay Low, Jenny Wilson, Ólöf Arnalds, Seabear, Benni Hemm Hemm, Snake and Jet´s og Motion Boys.

[Heimasíða Iceland Airwaves] [Blogg Örlygsmanna]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegt að sjá tvö ung seltjarnarnesbönd í röð á laugardagskvöldinu (langsamlega stærsta kvöldinu). Nýr rokkbær fæddur? eða elektró-rokkbær?

p.s. ruslpóstvörnin er farin að koma með skuggalega erfiðar spurningar... hvar endar þetta?

kristjangud (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 22:51

2 identicon

Eeee....ekki múkk um Deerhoof?!?

Óskar P. Einarsson (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 08:30

3 identicon

Og ekki orð um Bloc Party, Single Drop, Wulfgang eða Jónas Sigurðsson?

Egill Harðar (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 09:21

4 identicon

Jæja, nú væri gaman að fá smá umfjöllun frá þér. Ég er mest forvitinn um það hvernig Snake and Jet's voru. Ég þorði ekki að reyna að komast inn á Lídó þetta kvöldið. Ég komst ekki fyrstu 2 skiptin sem ég reyndi (smá undir20vesen í gangi). Annars sá ég þá í 12 tónum og þeir voru hreint út sagt frábærir þar, enda er ég búinn að hlusta á öll lögin á síðunni þeirra mörgum sinnum.

Magnús (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 22:03

5 Smámynd: My Music

Ég verð að hryggja þig Magnús, engin post-umfjöllun um Airwaves að þessu sinni, einfaldlega vegna þess að ég komst ekki á Airwaves þetta árið! Bömmer.

Ég frétti hins vegar að SAJABB hafi verið magnaðir í 12 Tónum en það hafi verið heldur fámennt þegar þeir spiluðu á Lídó. Það væri gaman ef einhver sem sá þá spila (hvort sem er 12 tónum eða Lídó) myndi koma með spá "report".

Óskar og Egill, varðandi pre-umfjöllunina og af hverju þessir og hinir flytjendur hafi ekki verið nefndir.... það er nú bara út af því að ég ákvað að nefna það sem ég hafði getað hugsað mér að sjá þetta árið. Deerhoof er ég ekki alveg að ná í augnablikinu, það kemur kannski síðar. Bloc Party eru fínir en samt ekki möst sí fyrir mig. Þannig er þetta nú, smekkur manna er misjafn.

My Music, 24.10.2007 kl. 11:30

6 identicon

Sammála Skara, ekkert um Deerhoof? Miri, Bronx...

en ég er ekki að gagnrýna eitt né neitt sem stendur hér, alltaf gaman að lesa góð blogg.

En ég bara verð að segja eitt, sá Vicky Pollard og mikið djöfull er þetta hrikalegasta, slappasta, lélegasta, leiðinlegasta mesta drasl sem spilað hefur á þessari hátið. Þtta var hræðilega hörmulega lélegt stuff.

aesti (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 680

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband