Leita í fréttum mbl.is

Mixteip: Airwaves 2007, annar hluti - íslenskt

200772611474450.org Styttist enn meira í Airwaves og því um að gera að henda í eina blöndusnældu. Að þessu sinni koma fimm lög með þeim ungu og upprennandi íslensku flytjendum sem mér finnst persónlulega vera mjög spennandi og mun reyna að sjá á þessari hátíð. Þetta er bara slembivalið brot af því besta. Hægt er að hlusta á þetta fimm-laga mixteip hér í spilaranum hægra megin. Mixteipslögin eru merkt B-Mix#1 til 5.


#1 Sunshine & Lollypopps - Bertel! (IS)
Það eru fjórir hressir Seltirningar sem skipa þessa sveit, Bertel! Tóku þátt í músíktilraunum árið 2004, þá rétt um 14-15 ára gamlir og komust í úrslit. Heyrði fyrst í þeim nýlega þannig að ég þekki ekki forsöguna en fróðir menn segja að tónlistarstefna sveitarinnar hafi breyst mikið á þessum þremur árum. Þetta lag er skrambi gott, skemmtilega poppaðuar Apparat-fílingur í gangi og ef hitt stöffið er í áttina þá væri alveg þess virði að kíkja á þá.

[Hvar og hvenær: Lau 20. okt - Gaukurinn - 20:00] [Bertel ! á mæspeis]

#2 Papa Paulo Terzo - Retro Stefson (IS)
Þetta band hefur verið hæpað mikið að undanförnu enda eitt efnilegasta band sem komið hefur á sjónarsviðið síðustu árin þó víða væri leitað. Skemmtileg samsuða af "internasjonalítetum" úr Austurbæjarskólanum og verður gaman að sjá hvort að það koma meira ferskt og hressandi tónlistarlega séð úr því skemmtilega umhverfi. Hef því miður ekki séð þau læv en vonandi verður úr því bætt á Airwaves þetta árið. Tónlistarstefna sveitarinnar hefur verið skilgreind sem "retró-latín-sörf-soul-powerpopp". Spennandi.

[Hvar og hvenær: Fim 18.okt - NASA - 21:30] [Retro á mæspeis]

#3 Broken heart blues - Royal Fortune (IS)
Veikleiki minn fyrir fallegum melódíum þar sem kassagítar og angurvær rödd leika aðalhlutverkin er mikill, Royal Fortune sá ég fyrst í Kastljósinu síðasta vetur og fannst mér þeir nokkuð góðir. Óhjákvæmilega minnir þetta mikið á Without Gravity (áður Tenderfoot), það eru líka þó nokkur Nick Drake áhrif í gangi... en þetta lag grípur mig og fær mig til þess að vilja heyra meira. Um það snýst þetta víst. Veit ekkert um sveitina, spiluðu víst líka á Airwaves í fyrra.

[Hvar og hvenær: Fim 18.okt - Grand Rokk - 23:15] [Royal Fortune á mæspeis]

#4 Story of a star - Ultra Mega Tecno Bandið Stefán (IS)
Eitt það ferskasta og skemmtilegasta sem fram hefur komið á íslensku senunni síðustu misserin. Ég á ennþá eftir að sjá þessa drengi læv og get hreinlega ekki beðið. "Story of a star" er hrikalega hressandi slagari, og ég sem hélt að "Cockpitter" yrði seint toppað, þetta lag er á góðri leið með að gera það hjá mér allavega.

[Hvar og hvenær: Lau 20.okt - Gaukurinn - 21:30] [UMTBS á mæspeis]

#5 Við og við - Ólöf Arnalds (IS)
Ólöf er ný, ung og upprennandi fyrir ansi mörgum. Það sem kannski færri vita er að hún hefur unnið með tónlistarmönnum eins og Mugison, Slowblog og Skúla Sverris. Hún hef verið hluti af múm-flokknum í nokkur ár en komst fyrst almennilega í spottlætið á síðasta ári með plötunni "Við og við". Sú plata hefur aldeilis unnið á hjá mér, fannst þetta óttarlega pirrandi fyrst en eftir að ég sá hana tvisvar spila læv á skömmum tíma þá hef ég kolfallið fyrir þessari frábæru tónlistarkonu. Titillag plötunnar er frábært og textinn virkilega flottur.

[Hvar og hvenær: Fim 18.okt - Iðnó - 22:00] [12 tónar á mæspeis]

Eins og margir hafa tekið eftir þá er búið að staðfesta dagskrána á Airwaves þetta árið og svona lítur hún út.

Einnig vil ég benda á hressandi mixteip hjá Dr. Gunna, þar er hann með yfir klukkustundar langt og svitaaukandi góðmeti frá Airwaves 2007. Hlustaðu hér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Alltaf hrifnastur af Foreign Monkeys - enda vel tengdur þeim.

Gísli Foster Hjartarson, 10.10.2007 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband