Leita í fréttum mbl.is

Challengers - The New Pornographers [2007]

NPCHALLENGERSKanadíska indísúpergrúppan, sem vill alls ekki láta kalla sig súpergrúppu, er hér með sína fjórðu breiðskífu en hún kom út í sumarlok. Ég á því miður ekkert af gamla stöffinu þeirra, hef reyndar heyrt eitt og eitt lag en það gefur auðvitað ekki heildarmynd á pakkanum. Eftir því sem ég hef lesið mér til þá er þessi plata, “Challengers”, sú sísta af þessum fjórum, ef tekið er mið af plötudómum hjá þessum helstu netmiðlum.

Ég heillaðist eiginlega strax að “Challengers” við fyrstu hlustun, mér fannst ég strax upplifa einhverja Belle & Sebastian stemningu, sem sagt léttleika, ferskleika og dass af kæruleysi. Það er greinilega mikil leikgleði á þessari plötu og skín hún í gegnum í mörgum lögum (t.d. "My rights versus yours" og "All the old showstoppers"). Svo eru líka nokkur lög í algjörum indípopp-heimsklassa á plötunni, þar á ég við "Adventures in solitude" og "Myriad Harbour", eintómur glæsibær þar á ferð. Það negatíva við plötuna er seinni partur hennar, þar er eiginlega bara "Adventures in solitude" sem eitthvað er varið í, hitt er skólabókar-miðlungur. Þetta er hressandi og fersk plata.


Hápunktar: "Adventures in solitude", "Myriad Harbour" og "My rights versus yours". (hlustið á lögin í spilaranum hér til hægri)

Einkunn: 8.0

Fróðleiksmoli: A.C. Newman er potturinn og pannan í þessari sveit og semur mest allt stöffið. A.C. var í sveitum eins og Superconductor og Zumpano. Hann hefur gefið út eina sólóplötu, það var "The slow wonder" árið 2004, sú skífa fékk ágætis dóma víðast hvar.

Vídjó: "My rights versus yours" spilað læv í þætti David Letterman

[mæspeis] [offisjal heimasíða]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

myndaði þau einmitt 2 kövld í röð í LA um daginn , svakalega góð live ... slatti af myndum á www.icecreamman.com

matthiasarni (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 678

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband