26.9.2007 | 19:05
Nokkur vídjó: SFA, múm, Beck og Rogue Wave
Í dag horfir maður hvorki á MTV né VH1 þegar manni langar til þess að sjá ný tónlistarmyndbönd, þessar stöðvar eru uppfullar af raunveruleikafroðu sem allir eru komnir með leið á. Nú sörfar maður bara á netinu í leit að tónlistarmyndböndum og getur því sjálfur valið og hafnað. Hér eru nokkur sem ég rakst á.
Run away - Super Furry Animals
Ég bloggaði um nýja síngulinn með Super Furry Animals um daginn, lagið heitir "Run away" og er af nýútkominni plötu þeirra "Hey Venus!". Rakst á myndbandið við lagið nú á dögunum og það er satt best að segja ansi skemmtilegt. Það er greinilega mikill húmor hjá Furries-mönnum, það er mjög skemmtilegt og hallærislegt 80s lúkk í gangi, breski gamanleikarinn Matt Berry leikur aðalhlutverkið í myndbandinu sem þess vegna hefði geta verið myndband fyrir Richard Marx ("Right here waiting") eða þá barasta Michael Bolton!
They made frogs smoke til' they exploded - múm
Hef verið að rúlla nýju múm-plötunni í gegn síðustu daga. Platan heitir því mjög svo eðlilega nafni "Go go smear the poision Ivy"! Út er komið myndband við fyrsta síngul plötunnar en það lag heitir "They made frogs smoke til' they exploded", ennþá eðilegra nafn á lagi þar á ferð. Hef ekki alveg myndað mér skoðun á plötunni sem heild ennþá, þarf að rúlla henni oftar í gegn. En hér er allavega myndbandið, það er eftir Ingibjörgu Birgisdóttur en hún gerði einnig artworkið fyrir sjálfa plötuna.
Time bomb - Beck
Fyrir þó nokkru síðan bloggaði ég um nýtt lag með hinum geðþekka Beck Hansen. Það er víst komið vídjó við það lag, "Time bomb". Þetta er afar hressandi og Becklegur smellur. Eftir því sem ég kemst næst þá er þetta animeraða vídjó búið til af einhverjum Beck-aðdáanda úti í heimi. Það er mjög móðins í dag að aktivera aðdáendurna í alls kyns vinnu, eins og að skella í eitt stykki myndband. Allt voða fallegt við það en hættan er auðvitað sú að þetta komi niðrá gæðunum. Þetta myndband sleppur alveg af því að þetta er Beck, þetta ódýra, illa teiknaða og hrálega lúkk er alveg í hans anda. Svona myndband myndi t.d. ekki virka fyrir sætabrauðsdrengi eins og Coldplay eða Travis.
Lake Michigan - Rogue Wave
Í gær bloggaði ég um sveitina Rogue Wave, sveit sem ég hef því miður ekki gefið mikinn gaum í gegnum árin. Lagið "Lake Michigan" af nýju plötunni "Asleep at heaven's gate" finnst mér vera hreint fyrirtak, hér má sjá drengina flytja það lag í kvöldþætti Conan O'Brien fyrir tæpri viku síðan.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.