Leita í fréttum mbl.is

Kaupþing vs. Landsbankinn

Athyglisvert að sjá þessa "tónleikarimmu" bankanna. Greinilegt er að Kaupþing stílar inn á ríka, metta og flotta liðið (það sama og fer að sjá Stuðmenn og Sálina í Kaupmannahöfn!) á meðan Landsbankinn býður upp á tónlist fyrir alla landsmenn.

Sjáiði bara line-uppið:

Kaupþing, föstudagskvöldið 17. ágúst á Laugardalsvelli
Bubbi Morthens
Stuðmenn
SSSÓL
Björgvin Halldórsson
Garðar Thor Cortes
Todmobile
Nylon
Strákasöngsveitin Luxor
Veislustjóri: Páll Óskar.
Tónlistarlegur ráðgjafi: Einar Bárðar (mitt innskot, en það hlýtur bara að vera!)

Hér geta 5-15 ára og svo 35 ára og eldri skemmt sér konunglega. Ef þú ert hins vegar 15-35 ára þá á þér eflaust eftir að leiðast... nema að þú sért bara kominn til að sýna þig og sjá aðra (Sálin í Köben, anyone?)

Landsbankinn, laugardagskvöldið 18. ágúst á Miklatúni
Ampop
Á móti sól
Eivör ásamt hljómsveit
Ljótu hálfvitarnir
Mannakorn ásamt Ellen
Megas og Senuþjófarnir
Mínus
Pétur Ben
Sprengjuhöllin
Vonbrigði

Þarna ertu með eitthvað fyrir alla, sé reyndar ekkert í fljótu bragði sem myndi virka fyrir þau allra yngstu, jú ætli Magni (Á móti sól) dekki ekki þann hóp. Rás 2 er auðvitað með í þessu og þeir náttúrulega með mikla þekkingu á því hvað sé vinsælt í dag. Spurning hvort að Kaupþing hafi talað við Bylgjuna og spurt þá hvað sé að virka í dag?

Landsbankinn vinnur þessa rimmu með yfirburðum (og þá er aðeins litið á tónlistarlegu hliðina), svo er hins vegar annað mál hvernig mætingin verður. Landsbankinn klárlega með gott forskot vegna Menningarnætur og svo veit maður aldrei hvernig veðrið verður.

En þetta er auðvitað bara mín skoðun og er hún algjörlega gegnumlituð af mínum tónlistarsmekk.
mbl.is Kaupþing heldur tónleika í tilefni af afmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Ótúrlegt að Kaupþingsgaurnir hafi ekki náð í Sálina. Kannski dúkka þeir upp sem leynigestir. Svona rjómin á ´90s kökuna hjá Kaupþingi..

Ingi Björn Sigurðsson, 3.8.2007 kl. 14:51

2 identicon

Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst meira varið í dagskránna hjá Kaupþingi þó það séu kannsi einhverjir í Landsbankaliðinu sem ég hefði gaman af að sjá.  Nei, ég fór ekki á Stuðmenn í Köben en dauðlangaði.

Hulda (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 09:20

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þú hefðir átt að sleppa þessu með tónlistarlegu hliðina en annars eru flott bönd á báðum stöðum..svolítið fyndið þetta með Luxor(hræsni) ég meina þetta band (eða kór )hefur ekkert sannað sig.

Einar Bragi Bragason., 6.8.2007 kl. 00:54

4 identicon

ertu ekki að gleyma Múgison í Kaupþing pakkanum...?

Elli (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 659

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband