Leita í fréttum mbl.is

Þrjár plötur í hnotskurn: Chemical brothers, Fields og Smashing Pumpkins

Hef verið að rúlla þremur nýlegum plötum í gegn að undanförnu. Hérna koma hugrenningar mínar um þær.

We are the night – Chemical Brothers [2007]
CB-WeAretheNightÉg nældi mér í þessa plötu með mjög svo opnum hug og allur af vilja gerður til þessa að gefa þeim Tim Rowlands og Ed Simons sjéns, aðallega af því að ég hef aldrei hlustað á heila plötu með þeim “bræðrum”. Einhvern tímann er allt fyrst sagði einhver. Á þessari plötu eru þeir búnir að fá til liðs við sig heilan haug af listamönnum, Klaxons, Midlake, Willy Mason, Ali Love (sem ég hélt að væri Justin Timberlake!) og Fatlip.

Fyrir mér er þessi plata 90s elektrónísk músík með smá dassi af “nýju reifi” (the new rave a la Klaxons), þeir bræður eru greinilega að reyna að fá sinn skerf af þessari nýju bylgju enda er heil kynslóð af töflubryðjandi og neon-skríkjandi breskum ungmennum sem fíla þetta í tætlur. Það eru nokkrar fínar lagasmíðar á þessari plötu og ekkert endilega þær þar sem að utanaðkomandi listamenn leggja hönd á plóginn. Það hefur ekki gengið sérstaklega vel fyrir 90s-elektróníska listamenn að gera góða hluti á nýrri öld, Moby, Fat Boy Slim og Prodigy hafa ekki náð að gera neitt sérstakt á undanförnum árum. Chemical Brothers hafa hér gert heiðarlega tilraun, hún mistókst svo sem ekki en slær ekki í gegn.

Hápunktar: “Saturate” og “The Pills Won't Help You Now” (feat. Midlake)  (hlustið hér til hægri ->)
Einkunn: 6.5

Fróðleiksmoli: Þeir kölluðu sig upphaflega “Dust Brothers” eftir hinum fornfrægu sömplurum og pródúserum "E.Z. Mike" "King Gizmo" sem eru kannski hvað frægastir fyrir vinnu sína á plötum eins og “Paul's Boutique” (Beastie Boys) og “Odelay” (Beck). En eftir að þeir (þ.e.a.s. Tim og Ed) fóru að túra um USA hótuðu upphaflegu Dust Brothers málsókn. Nýju duftbræður breytti því nafninu í efnabræður.

[myspace] [youtube] - myndband við lagið "Do it again" af plötunni

Everthing last winter – Fields [2007]
Fields-Band-everything-last-winterÞetta er breskt “verðandi-meik” með íslensku ívafi, en hin íslenska Þórunn Antonía spilar á hljómborð sem og syngur eitthvað í þessu bandi. Tónlist sveitarinnar er pjúra indípopp/rokk með smá elektróník í bland. Sveitin vakti mikla athygli í fyrra fyrir góða læv-frammistöðu og plöturisarnir börðumst um þau, svo fór að Atlantic Records (dóttirfyrirtæki Warner) samdi við þau. “Everything last winter” er frumraunin og geta þau verið nokkuð sátt, þau taka ekki mikla áhættu heldur spila þetta öruggt – útkoman fyrir vikið er líka frekar “safe” og hlutlaus. Sæmilegasta eintak.
 
Hápunktar: “If you fail we all fail” (hlustið hér til hægri ->)
Einkunn: 6.0

Fróðleiksmoli: Upptökustjórinn á plötunni var Michael Beinhorn en sá kappi hefur m.a. unnið með Herbie Hancock, Korn, Soundgarden og Marilyn Manson.

[myspace] [youtube] - lagið "If you fail we all fail" tekið upp í Kore Studios

Zeitgeist – Smashing Pumpkins [2007]
Zeitgeist_coverSjötta breiðskífa alternative-rokkaranna í Smashing Pumpkins kom út í byrjun þessa mánaðar og var eflaust beðið með mikilli eftirvæntingu víðast hvar, enda er þetta fyrsta plata sveitarinnar síðan árið 2000. Ég get ekki sagt að ég hafi beðið spenntur, fyrir mér þá eru SP sveitin sem voru svona aðeins til hliðar við grunge-hreyfinguna á fyrri hluta 90s og gerðu góða plötu árið 1995 (“Mellon Collie and the Infinite Sadness”), plata sem er af mörgum talin til vera eitt af meistarastykkjum síðasta áratugar. Eftir það hefur sveitin að mínum dómi ekki náð sér almennilega á strik og þar af leiðandi ekki fengið mikla hlustun hjá mér.

Þessi plata, “Zeitgeist”, er ekkert spes og er bara frekar leiðinleg! Það vantar ekki stóra sándvegginn, gamla góða SP-stílinn í þetta né “vælið” í Billy Corgan, en það er hins vegar voðalega fátt nýtt eða öðruvísi við þessa plötu.... hún er frekar gleymanleg þessi. Maður spyr sig hver tilgangurinn hafi verið með að “ríjúnæta” SP aftur? Fyrir mér er þetta bara gömul tugga í bland við það sem Corgan hefur verið að gera eftir SP, sem sagt Swan og hitt sem ég man ekki einu sinn hvað heitir.

Hápunktar: “Neverlost” (hlustið hér til hægri ->)
Einkunn: 5.5

Fróðleiksmoli: Sá sem hannaði plötuumslagið fyrir plötuna heitir Shepard Fairey og er grafískur hönnuður. Hann gerði m.a. einnig artworkið fyrir stórmyndina “Walk the line” (um Johnny Cash). Sjá artworkið hér.

[myspace] [youtube] - myndband við lagið "Tarantula" sem er einmitt á plötunni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband