12.7.2007 | 20:07
Hnotskurnir fyrri parts 2007
Til gamans, úr því að árið 2007 er rúmlega hálfnað, þá birti ég yfirlit yfir þær plötur sem ég hef hlustað á og komu út á árinu. Athyglisvert þegar ég renni yfir listann þá sé ég strax að sumar plöturnar hafa vanist betur og betur á meðan aðrar verða þreyttari og "slakari" við hverja hlustun. Ef ég ætti að nefna dæmi þá finnst mér t.d. Wilco hafa unnið mikið á frá því ég hlustaði á hana fyrst, Feist verður bara betri og betri, sömuleiðis Modest Mouse.... á hinn bóginn dalar Clap Your Hands Say Yeah sem og Bloc Party. En svona er þetta, plötudómur er ekki dýnamískur og stend ég við það hugarástand sem ég var í þegar þessir dómar voru ritaðir. Hins vegar þegar árið verður gert upp þá eru þessar einkunnir aðeins til viðmiðunar, eitt af því sem einkennir góða plötu (að mér finnst) er að hún eldist vel hvort sem það líða vikur, mánuðir eða ár.
(Nafn á plötu, nafn á hljómsveit, einkunn) Læt fylgja með eitt stykki vídjó via jútjúb við hverja plötu á topp 5.
1. Grinderman Grinderman 9.0
Þetta er official myndbandið við lagið "Grinderman" af samnefndri plötu.
2.-5. Neon Bible Arcade Fire 8.0
Arcade Fire hita hér upp fyrir tónleika sína í París. Þetta er langt myndband en vel þess virði að sjá, sjáið m.a. "Neon Bible" spilað í lyftunni á leiðinni upp á svið, og "Wake up" spilað inni í áhorfendaskaranum áður en að tónleikarnir hefjast.
2.-5. Some loud thunder - Clap Your Hands Say Yeah 8.0
Hér er "Yankee go home" af plötunni, þetta er tónleikaupptaka.
2.-5. The Reminder Feist 8.0
"I feel it all" spilað læv í Orpheum-leikhúsinu í Vancouver.
2.-5. We Were Dead Before The Ship Even Sank - Modest Mouse 8.0
Lagið "Dashboard" flutt læv í þætti David Letterman í maí-mánuði á þessu ári.
6.-8. Armchair Apocrypha Andrew Bird 7.5
6.-8. Memory almost full Paul McCartney 7.5
6.-8. A weekend in the city - Bloc Party 7.5
9.-12. Volta Björk 7.0
9.-12. All of a sudden I miss everyone Explosions in the sky 7.0
9.-12. Friend and Foe Menomena 7.0
9.-12. Myth Takes - !!! 7.0
13. Sky blue sky Wilco 6.5
14.-15. Myths of the near future Klaxons 6.0
14.-15. Everybody The Sea and Cake 6.0
16. Because of the times Kings of Leon 5.5
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Virkilega góður list þarna hjá þér.
Hér eru nokkrar í viðbót sem mér finnst hafa staðið upp úr einnig það sem af er þessu ári (ekki í neinni sérstakri röð):
Wincing the night away - The Shins (Margir ósáttir við þessa en mér finnst hún frábær)
Mirrored - Battles (Frábær plata alveg)
23 - Blonde Redhead
Plague Park - Handsome Furs (Hliðarproject hjá öðrum söngvara Wolf Parade)
Boxer - The National
Hissing Fauna are you the destroyer - Of Montreal (Frábær plata með hljómsveit sem mun spila á Airwaves)
Friend Opportunity - Deerhoof
Svo er nú skemmtilegt stuff á leiðinni með hljómsveitum eins og Spoon, Interpol og Architechture in Helsinki. Bíð spenntur.
Þórir (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 12:06
Takk fyrir það.
Þessar plötur sem þú nefnir eru einmitt plötur sem ég hef því miður ekki enn komist yfir. Var reyndar að næla mér í The National, hef heyrt nokkur lög af Plague Park en hef ekki nælt mér í Of Montreal, Battles né Deerhoof. Þarf að bæta úr því.
My Music, 15.7.2007 kl. 22:35
Of Montreal, Battles, LCD Soundsystem, Animal Collective, Panda Bear og Spoon eiga plötur ársins enn sem komið er. Neon Bible er líka mjög flott. Ég er ekki alveg jafnhrifinn af Grinderman - kann betur við Cave þegar hann er örlítið mýkri.
Stígur Helgason (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 19:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.