Leita í fréttum mbl.is

Neutral Milk Hotel

Lagið sem var merkt “xxxxx-xxxxx” í tónlistarspilaranum heitir réttilega “King of carrot flowers pt. 1” og er með amerísku indírokksveitinni Neutral Milk Hotel. Egill var með þetta rétt í kommentakerfinu í færslunni hér fyrir neðan.

Texti lagsins er nokkuð spes, eins og réttilega var bent á, og lýsir ofbeldi á milli móður og föður, sem og fyrstu kynlífsreynslu ungs pars. [Texti lagsins] Lagið er að finna á plötunni “In the aeroplane over the sea” sem var tekin upp sumarið 1997 og kom út í febrúar árið 1998.

Það er nú ekkert voðalega langt síðan að ég fór fyrst að hlusta á Neutral Milk Hotel, komt yfir plötuna "In the aeroplan over the sea" og hreifst strax af hráum einfaldleikanum sem og súrum og skemmtilegum textum Jeff Mangum. "On avery Island" er síðri, ekki jafn mikil snilld en engu að síður gott stöff.

Jeff_MangumHljómsveitin, eða réttara sagt eins-manns-prójektið Neutral Milk Hotel (hér eftir kallað NMH), var stofnuð um miðbik tíunda áratugarins í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Denver í Colorado-fylki. NMH var í raun og veru einn maður að nafni Jeff Mangum (f. 1970), hann hafði áður barið trommur í Synthetic Flying Machine og The Olivia Tremor Control, áður en hann byrjaði á þessu “upptökuverkefni” sínu sem hann kallaði Neutral Milk Hotel. Áður hafði hann t.d. sent frá sér kasettu-demó í nokkrum eintökum undir nafninu Milk. NMH sendi frá sér þó nokkuð af kasettu-demóum þangað til að fyrsta  alvöru efnið kom út í fjöldaframleiddum eintökum, það var sjö tomman “Everything is” árið 1994, gefin út af Cher Doll.

Fyrsta breiðskífan kom út nokkrum árum síðar (1996), Jeff fékk félaga sinn Rob Schneider til liðs við sig og var platan spiluð inn í hljóðveri Robs,  Pet Sounds Studio, og með hjálp góðra spilafélaga kom fyrsta breiðskífan:  “On Avery Island” í mars árið 1996. Plötufyrirtækið Merge Records gaf út, en hjá þeim leibel eru m.a. Arcade Fire, M. Ward, Lou Barlow, Lambchop o.fl.

Neutral_Milk_HotelEftir þessa plötu bætti varð NMH fjögurra manna sveit, auk Jeff þá bættust við Julian Koster, Scott Spillane og Jeremy Barnes. Sveitin flutti til N.Y þar sem þeir bjuggu hjá ömmu eins meðlimsins, tíminn var nýttur í að æfa. Síðan var haldið í Ameríku-túr og fyrsta opinbera giggið leit dagsins ljós í lok apríl árið 1996. Sveitin fluttist svo til Athens í Georgíu-fylki þar sem að Jeff lokaði sig af og samdi megnið af stöffinu fyrir nýju væntanlegu plötuna. Loks var flutt aftur til Denver til þess að gera aðra breiðskífu.

In_the_aeroplane_over_the_sea_album_cover_copy”In the aeroplane over the sea” var tekin upp árið 1998, Rob Schneider pródúseraði aftur en platan fékk frábærar viðtökur í þröngum hópi í kringum sveitina, því miður ekki hjá almenningi eins og vonir kannski stóðu til. Þessi plata er af mörgum talin vera eitt af meistarastykkjum indí-tónlistarinnar og er mikið költ í dag. Pitchforkmedia valdi plötuna til að mynda sem fjórðu bestu plötu 10. áratugarins og gaf t.d. endurútgáfu plötunnar 10.0 í einkunn (sjaldgæft á þeim bænum!). Mörg lög plötunnar eru byggð á draumum Jeffs um gyðingafjölskyldu í seinni heimstyrjöldinni og einnig inspereruð af sögu Önnu Frank (gyðingastelpunni sem skráði dagbók í heimstyrjöldinni síðari). Lagið “Holland, 1945” styður þá kenningu en Anna Frank lést einmitt í marsmánuði það ár.

NMH túruðu stíft í heilt ár eftir útgáfu plötunnar og það tók sinn toll á Jeff kallinn, þeir þurftu síðan að neita mörgum fyrirspurnum og m.a. frá sjálfum R.E.M. um að vera þeirra upphitunarband á tónleikaferðalagi. Seinna átti Jeff það til að spila í einu og einu einkasamkvæmi en lítið hefur heyrst né sést til hans síðan, fyrir utan eitt og eitt tilraunaverkefni.

Sterkur vinskapur hafði myndast, m.a. hjá Jeff Mangum, Rob Schneider og fleirum tónlistarfélögum þeirra frá menntaskólaárunum í Louisiana, sem varð til þess að saman stofnuðu þeir plötufyrirtækið og kollektívuna Elephant 6, þetta var á fyrri hluta 10. áratugarins. Þeir stóðu fyrir böndum eins og NMH, The Apples in Stereo (sem Rob Schneider var í) og Of Montreal, svo einhver séu nefnd. Þeim tókst þó ekki að halda í þessi bönd sem flest öll sömdu við stærri og fjársterkari leibela.

Það skjóta reglulega upp kollinum sögur þess efnis að NMH ætli að koma saman á ný en þeim er jafnan eytt strax  aftur og þá aðallega af Jeff Mangum. Nú síðast í fyrra var umræða mikil á spjallborði óopinberrar heimasíðu Elephant 6, þar var því haldið fram að Jeff Mangum væri að vinna að nýju efni og ætlaði sér að túra innan skamms. Þetta olli miklu fjaðrafoki í indíheiminum, það birtust m.a. fréttir þess efnis á vefum Pitchforkmedia, Rolling Stone og Billboard. Sagan reyndist þó ekki vera á rökum reist og kvað Rob Schneider, félagi Jeffs, hana niður.

Við verðum því bara að lifa í voninni um að einn af snillingum indí-þjóðlagarokksins renni blóðið til skyldunnar og sendi frá sér plötu í anda NMH.

Ný lög í spilaranum hér til hægri:
- The King Of Carrot Flowers Pt. One (af "On the aeroplane over the sea" frá árinu 1998)
- In The Aeroplane Over The Sea (af "On the aeroplane over the sea" frá árinu 1998)
- Naomi (af "On avery Island" frá árinu 1996)

Tenglar: 
[Heimasíða Neutral Milk Hotel]
[Óopinber heimasíða Elephant 6]
[Slatti af alls kyns MP3 og myndböndum með NMH]
[Pitchforkmedia: viðtal við Jeff Mangum árið 2002]

Og svona alveg í blálokin þá koma tvö myndbönd með NMH:
Fyrst læv upptaka frá einum af síðustu tónleikum sveitarinnar, tekið upp í Athens í Georgíu-fylki. Hér er það lagið "King Of Carrot Flowers Part 2 & 3".

Og svo "In the aeroplane over the sea", læv upptaka frá gamlaársdegi árið 1998.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott grein hjá þér, ég er nú ekkert viss um að ég vilji þá neutral menn með eitthvað lame comeback. Þeir geta nú hvort sem er aldrei toppað ”In the aeroplane over the sea” hvort sem er. Hann Jeff kallinn er bara í því að gefa út búlgarska þjóðlagatónlist og svoleiðis gúmmelaði.

Siggi H (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 15:04

2 Smámynd: My Music

En ég væri samt alveg til í að sjá hann Jeff sóló á tónleikum þar sem hann tæki gamla stöffið..... ólíklegt en kannski ekki alveg út úr myndinni.

My Music, 15.7.2007 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband